Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 21

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 21
19 Einu sinni var það fyrir messu á Holtastöðum, að Arni heilsar presti og spyr yfirlætislega: „Út af hverju ætlar nú Höskuldsstaðapresturinn að leggja í dag?“ »,Ég ætla að tala um hinn rangláta ráðsmann,“ svaraði prestur. 43. RAGNHILDUR, kona sr. Eggerts, var búkona mikil, en þótti aðsjál. Prestur var aftur á móti ör og gestrisinn. Einhvern tíma þótti sóknarnefnd Höskuldsstaða- sóknar keyra svo úr hófi um drykkjuskap prests, að nefndarmenn riðu heim til hans og gerðu honum tiltal. Tók prestur því vel. Prestskonu þótti heimsóknin grunsamleg og spurði Prest um erindi þeirra. Hann svaraði: „Þeim þykir þunnt kaffið hjá þér. Þeir afsegja Höskuldsstaðakaffið.“ 44. GUÐMUNDUR í KOLLUGERÐI var landseti og nágranni sr. Eggerts. Hann var gleðimaður, fynd- inn og oft skrítinn í tilsvörum. Einu sinni kemur Guðmundur að Höskuldsstöðum, °S spyr prestur hann frétta. Guðmundur svarar: „Við rérum í gær, skelltum norður um allan sjó, fengum þrjá á skip. Margt af því var vænn fiskur.“

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.