Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 26

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 26
24 55. gJARNI JÓNSSON frá Vogi fór víða um land og hélt fundi, þegar uppkastið svo kallaða var á döfinni 1908, og andmælti hann því mjög eindregið. Á fundi, er hann hélt á Akureyri, tóku þeir oft og ákaft fram 1 fyrir honum Eggert Laxdal kaup- maður og Vigfús Sigfússon „vert.“ Báðir voru þeir farnir að eldast og voru orðnir mjög gráhærðir. Bjarni skipti sér lengi vel ekkert af framítökum þeirra, en er þeir gripu eitt sinn báðir fram í fyrir honum í einu, sagði hann: „Það er einkennilegt, að götustrákarnir hér á Akureyri eru orðnir gráhærðir af strákskap.“ Það slumaði í þeim félögum. 56. glGMUNDUR BÓNDI hafði snemma vakið á sér athygli. Þegar hann var á fjórða árinu, fór amma hans með hann í kirkju. Var hann all-umsvifamikill undir ræðu prestsins. Amma hans reyndi að þagga niður í honum, en hann tók því hið versta. Að lokum stakk hann þumalfingri upp í annað munnvik ömmu sinnar og gall við svo hátt, að yfir- gnæfði rödd prestsins: „Nú náði ég góðu taki á þér, helvítið þitt.“

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.