Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 32

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 32
30 Þá sagði Guðmundur: „Það er nú allt í lagi hjá ykkur með að sigrast á viðbjóðinum, en það er verra með athyglina. Ég stakk vísifingri í glasið, en sleikti löngutöng.“ 66. JSAK INGIMUNDARSON póstur var oft kerskinn í orðum. Einu sinni keypti hann hest af Stefáni í Starkaðar- húsum í Flóa. Seinna hitti Stefán Isak og spurði hann, hvernig honum líkaði hesturinn. Þá svaraði Isak: „Hann lætur fyrr slíta af sér hausinn en hreyfa sig.“ 67. KOLBEINN SIGURÐSSON í Seli var ákafamaður við vinnu, enda varð hann vel fjáður. Hann stóð einu sinni að slætti með konu sinni, Ingigerði, sem var þá ólétt og komin að falli. Allt í einu segir hún: „Nú kenni ég mín, Kolbeinn. Þú verður að fara og sækja yfirsetukonuna.“ „Sjálfsagt,“ segir Kolbeinn, „en heldurðu, að þú getir ekki kroppað ögn á meðan?“

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.