Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 35

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 35
33 71. þORSTEINN í Upphúsum á Kálfafelli í Suðursveit var fjármaður góður og hafði yndi af því að snú- ast við sauðfé. Hann heyrði eitt sinn þá frétt lesna í blaði, að Albert Belgíukonungur hefði hrapað til bana í Ardennafjöllum. Þá varð Þorsteini að orði: „Gaman hefur hann haft af því að ganga til kinda.“ 72. QUÐMUNDUR hét maður Guðmundsson og var kallaður Jagtar-Gvöndur. Hann bjó í Borgarhöfn í Suðursveit og víðar. Hann var kjarnyrtur og hnyttinn í orðum. 1 hans tíð var sr. Bjarni Sveinsson prestur á Stafafelli í Lóni,. en sr. Þorsteinn Einarsson hélt þá Kálfafellsstað. Sr. Þorsteinn þótti bíða nokkurn mannorðshnekki af svo nefndu hvalmáli, sem illræmt var þar eystra, og andaðist hann, áður en það væri gleymt. Litlu eftir lát sr. Þorsteins kom Guðmundur að Stafafelli og hitti Bjarna prest að máli. Hann segir við Guðmund: „Þá er presturinn á Kálfafellsstað kominn til helvítis." Guðmundur svarar: „Þið vitið, hvert þið farið, prestarnir!“ 3

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.