Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 41

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Page 41
39 Eftir góða stund heyrir frúin,. að læðzt er upp stigann og einhver kemur inn, en hún lá og bærði ekki á sér. Komumaður fer mjög hljóðlega, fækkar við sig fötum í dimmunni og skríður undir sængina. En þegar þau höfðu notið hvílubragða, ætlaði kon- an að taka karl sinn heldur betur í karphúsið. Hún teygði út höndina og kveikti ljós. En henni varð þá heldur en ekki bilt. Þetta var alls ekki bóndi hennar heldur kærasti vinnukonunnar. En hvað haldið þið?“ bætti Gunnar við. „Þegar ég hafði sagt þessa sögu, þá gall við virðuleg frú í áheyrendahópnum og sagði: >,Bölvuð lygi er þetta! Eins og konan hefði ekki fundið muninn!“ “ 85. UNGUR LÆKNIR gegndi um nokkurt skeið störf- um héraðslæknisins á Selfossi. Hann þótti heldur tregur til að anza kvabbi og rellu út af smámunum. Einu sinni var hann beðinn að koma og athuga barn, sem gleypt hefði lykil. Læknirinn sagði, að það væri alger óþarfi, því að lykillinn mundi ganga niður af krakkanum á sínum tíma. Ekki vildi fólkið sætta sig við það og sat við sinn keip. Þá fauk í lækninn, og hann sagði: „Nú, hvað er þetta? Eigið þið ekki annan lykil?“

x

Íslenzk fyndni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.