Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 44

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 44
42 89. gKÚLI Á KELDUM var ekki kvörtunarsamur, þó að eitthvað blési á móti. Eitt sumarið leit mjög illa út með grassprettu þar eystra á Rangárvöllum. Þegar komið var nálægt sláttarbyrjun, var Skúli staddur á mannfundi niðri í sveitinni. Bændur býsnuðu mjög fyrir sér sprettuleysið, og einn þeirra vék sér að Skúla og spurði: „Hvernig er grasið hjá þér, Skúli?“ „Ha, grasið?“ sagði Skúli. „Það er grænt.“ 90. MATTHlAS JOCHUMSSON orti útfararljóð, sem sungin voru við jarðarför Jóns Sigurðssonar og konu hans. 1 þeim skáldskap voru tvær ljóðlínur, sem mönnum gekk illa að skilja, en Grímur Thomsen kom með þessa skýringu: „ „Mikli frelsisroðinn rauði.“ — Það er auðvitað Jón Sigurðsson. „Reykur, bóla, vindaský.“ — Það er Matthías.“ 91. gVEITARÍGUR mun hafa verið nokkur milli Ber- firðinga og Breiðdæla. Á Djúpavogi höfðu menn það skimp, að Skúli fógeti hefði fundið upp hjólbörurnar til þess að kenna Breiðdælingum að ganga á afturfótunum.

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.