Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 49

Íslenzk fyndni - 01.06.1958, Side 49
47 103. JjEGAR þessari vetrarvist Jóhönnu var lokið, kvað Lúðvík enn: Flest í heimi fallvalt er, flögra menn að þessu og hinu. Jóa hefur sagt af sér „selskabsdömu“-embættinu. 104. EINAR BENEDIKTSSON fékk eitt sinn Þorstein Bjömsson frá Bæ til að kveða rímur í Fjalakett- inum (Breiðf j örðshúsi). Einar orti mansöng handa Þorsteini að fara með á undan rímnakveðskapnum, og byrjaði hann þannig, en vísurnar munu hafa verið fleiri: Mannaval hér mikið er, margur halur frétti, að ég gala ætli hér uppi í Fjalaketti. 105. JÓN JÓHANNESSON prófessor hitti vin sinn og skólabróður, Ólaf Briem menntaskólakennara á Laugarvatni, og bað hann að botna þennan fyrra part: Oft við strönd er öldugutl. Ægir grár því veldur.

x

Íslenzk fyndni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk fyndni
https://timarit.is/publication/1701

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.