Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 52
Ég áttaði mig nú ekki á því að hún væri alvöru prinsessa fyrr en hún sagðist ætla að bjóða okkur í höllina sína. AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Guðmundur Örn Jóhannsson gudmundur@torg.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@ frettabladid.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrir@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolbeinn@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Jóhanna Þórhallsdóttir, söng- og myndlistarkona, gerði nýlega góða ferð á fjölþjóð- lega listasmiðju í Austurríki þar sem hún fann nýtt flæði, vann til verðlauna og fór á barinn með Anitu Hohen- berg sem reyndist vera alvöru prinsessa, langafabarn sjálfs Franz Ferdinands. toti@frettabladid.is „Það er alltaf gaman að fá verðlaun,“ segir söng- og myndlistarkonan Jóhanna Þórhallsdóttir og neitar því ekki að hún sé nokkuð ánægð með sig eftir skemmtilega ferð til Austur- ríkis þar sem hún tók þátt í lista- smiðjunni Atelier an der Donau. Listasmiðjan er haldin árlega í borginni Ybbs á bökkum Dónár og þar málaði Jóhanna eins og vindur- inn í tíu daga ásamt góðum hópi listafólks frá ýmsum heimshornum. Austurríska myndlistarkonan Mosote Monica bauð Jóhönnu að vera með í smiðjunni, en þær lærðu á sínum tíma saman í Þýskalandi hjá Markúsi Lüpertz sem Jóhanna segir að telja megi meðal frægustu expressjónista sinnar kynslóðar. Fann nýtt flæði „Þarna var samankomið fólk víðs vegar að,“ heldur Jóhanna áfram. „Ein frá Víetnam, tvö frá Egypta- landi, ein frá Rússlandi, sem býr í Austurríki, og bara alls konar skemmtilegt fólk. Frá Slóvakíu, Tékklandi, Austurríki, Þýskalandi og ég. Við vorum sem sagt þrettán þarna og máluðum og máluðum.“ Þegar penslarnir voru ekki á lofti var síðan spjallað og spáð, eins og Jóhanna lýsir skemmtilegum umræðum um listina vítt og breitt þegar listafólkið bar saman bækur sínar, eða kannski striga öllu heldur. „Þetta var voða huggulegt og það sem gerist þarna er að ég fer að gera eitthvað allt annað en ég er búin að vera að gera. Það kom eitt- hvert svona nýtt flæði sem var bara gaman.“ Óvænt verðlaun Hvert þeirra um sig lagði síðan til tvö verk á sýningu sem var haldin í lok smiðjunnar þar sem Jóhanna hitti í mark hjá virðulegri þriggja manna dómnefnd. „Dómnefndin var skipuð þeim Gerhard Gleich, gömlum prófessor frá Akademíunni í Vín, listamanninum Leopold Kog- ler og galleristanum Paul Mueller. Og viti menn, ég bara fékk heið- ursverðlaun,“ segir Jóhanna, sem var í harði samkeppni við meðal annarra fulltrúa Egypta á Feneyja- tvíæringnum. „Ég var nú alveg búin að sætta mig við að ná ekki verðlaunum,“ segir Jóhanna og það kom því nokkuð flatt upp á hana þegar hún heyrði nafn sitt talið upp þegar kom að heiðursverðlaunum. „Þetta var mjög gaman,“ segir Jóhanna, sem venju samkvæmt skildi verðlaunaverkið eftir í Austurríki en tók annan afrakstur smiðjunnar, sem var umtalsverður, með sér heim. Alþýðlega prinsessan Mosote Monica vinkona Jóhönnu er í forystusveit stjórnar vinnu- stofunnar en þar situr einnig Anita Hohenberg sem reyndist þegar betur var að gáð alvöru prinsessa og beintengd einhverjum afdrifa- ríkasta atburði síðustu aldar sem barnabarnabarn sjálfs Franz Fer- dinands ríkisarfa, en morðið á honum í Sarajevo 1914 markaði upphaf heimsstyrjaldarinnar fyrri. „Hann var langaafi hennar en ég áttaði mig nú ekki á því að hún væri alvöru prinsessa fyrr en hún sagðist ætla að bjóða okkur í höll- ina sína,“ segir Jóhanna og hlær. „Þetta var voðalega almennileg kona sem mætti á hverjum degi og fylgdist með okkur. Fékk sér bjór á barnum og svona og svo bara allt í einu áttaði ég mig á því að hún væri alvöru prinsessa,“ segir Jóhanna enn hlæjandi. n Kynntist afkomanda Franz Ferdinands í listasmiðjunni Jóhanna við myndirnar sem hún málaði fyrir sýninguna og urðu eftir í Austurríki. Vinstra megin við hana er verkið Meine Liebe ist Grün sem skilaði henni heiðursverðlaununum á lokasýningunni. MYND/AÐSEND www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 *Verð og vöru upp lýsingar í auglýs ingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Taxfree tilboðið gildir af öllum sófum, sófaborðum, mottum, púðum og teppum nema sérpöntunum og jafngildir 19,35% afslætti. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður virðisaukaskatt af söluverði. Afslátturinn er alfarið á kostnað Húsgagnahallarinnar. Tilboð gildir ekki af sérpöntunum. TAXFREESÓFAVEISLA TAXFREE AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÓFUM, SÓFABORÐUM, PÚÐUM, TEPPUM OG MOTTUM CHARLIETOWN 3ja sæta sófi í dökkgráu sléttflaueli. 219x88x78 cm. 137.097 kr. 169.990 kr. SALTO Hornsófi. Hægra eða vinstra horn. 275x216x85 cm. 298.397 kr. 369.990 kr. KIRUNA 3ja sæta sófi. Dökkgrátt áklæði. 227x90x78 cm. 112.902 kr. 139.990 kr. PASO DOBLE Tungusófi, hægri eða vinstri tunga. Ljósgrátt áklæði. 311x156x80 cm. 290.332 kr. 359.990 kr. OREGON Tungusófi, hægri eða vinstri tunga. 315x179x82 cm. 354.852 kr. 439.990 kr. ATALAYA Sófaborð með blaðahirslu. 115x58x45 cm. 56.447 kr. 69.990 kr. ninarichter@frettabladid.is Iceland Airwaves sendi frá sér yfir- lýsingu í gærmorgun þar sem segir að aðgerðahópur gegn brottvís- unum hælisleitenda frá Íslandi hafi sett sig í samband við listafólk af dagskránni og hvatt það til að snið- ganga hátíðina. Fréttablaðið hefur bréfið undir höndum frá hópi sem titlar sig: „A group of No Borders activists, bands and artists from Reykjavik, Iceland.“ Ísleifur Þórhallsson, hátíðarstjóri Iceland Airwaves, segir að margt í bréfinu sé athyglisvert. „Þau segja að þegar hafi fullt af böndum sagt já við þessu sem við vitum ekki til að sé rétt, enda var sú fullyrðing að okkur skilst inni í bréfinu frá fyrsta degi,“ segir hann. Ísleifur segir fyrirspurn að gerða- sinnanna ósanngjarna í garð tón- listarfólksins. „Að biðja tónlistar- fólk að valda sjálfu sér og sinni eigin tónlistarhátíð skaða til að vekja athygli á málstað. Þetta er partur af stærri mynd þar sem það er til dæmis sífellt verið að biðja tónlist- arfólk að gefa vinnu sína til að leggja alls konar málefnum lið, stórum og litlum,“ segir hann. „Hvernig getur fólk annars tengt frá Iceland Airwaves alla leið til inn- flytjendalaga, af því að Icelandair er styrktaraðili? Hvers vegna er nauðsynlegt að ráðast á tónlistar- hátíð sem er keyrð áfram af ástríðu og styrkjum, er að koma löskuð út úr Covid og er að halda sína fyrstu hátíð í þrjú ár? Er ekki hægt að finna betri baráttuaðferðir? Ég held því fram að svona baráttuaðferðir vinni málstaðnum meira ógagn en gagn,“ segir hátíðarstjórinn. n Biður um betri baráttuaðferðir Ísleifur Þórhallsson, framkvæmda- stjóri viðburða hjá Senu 22 Lífið 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.