Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 34
Að auki hafa vís- indamenn sýnt fram á að ef jurtin er notuð í bland við aðrar svefnbætandi jurtir eins og garðabrúðu, þá er píslarblómið jafnöflugt og hefðbundin svefnlyf sem skammtímalausn við svefnleysi. Jóhanna María Einarsdóttir jme @frettabladid.is Sértu á höttunum eftir betri nætursvefni ættir þú að skoða tehilluna næst þegar leiðin liggur í matvörubúð eða apótek, því mörg te innihalda virk efni sem geta boðað Óla lokbrá á þinn fund. Jurtate hefur lengi verið vinsæll valkostur hjá þeim sem vilja róa sig niður á kvöldin. Að auki benda vísindalegar rannsóknir til þess að tedrykkja geti minnkað dag- þreytu og aukið svefngæði. Jurtate er þá góður kostur á daginn og á kvöldin, sérstaklega ef fólk er að minnka koffínneyslu fyrir hátta- tímann. Jurtate má búa til úr öllum ætum hlutum jurta og plantna, en eftirfarandi sex jurtir hafa sýnt fram á eiginleika sem bæta svefn og hafa slakandi áhrif. Garðabrúðan góða Notkun garðabrúðu, eða Valeriana officinalis, til streituminnkunar eða gegn svefnvanda hefur verið þekkt í aldaraðir. Jurtin er notuð til að meðhöndla þætti sem hafa áhrif á svefn, eins og streitu, kvíða, höfuðverki og hraðan hjartslátt. Rannsóknir sýna að extrakt úr garðabrúðu getur bætt svefn, án aukaverkana sem þekkjast af notkun hefðbundinna svefnlyfja. Garðabrúða er fáanleg á Íslandi undir heitinu Sefitude, en það er viðurkennt jurtalyf unnið úr rót garðabrúðu og er ætlað til að draga úr vægum kvíða og svefntrufl- unum. Lyfið er fáanlegt án lyfseðils í öllum helstu apótekum. Rótin inniheldur róandi efni frá náttúrunnar hendi. Í einni rann- sókn staðfestu 90% þátttakenda betri svefn eftir að hafa drukkið te úr garðabrúðu. Í annarri rannsókn sofnaði fólk fyrr eftir að hafa neytt jurtarinnar og svefngæði jukust. Sá böggull fylgir þó skammrifi að rótinni fylgir fnykur og bragð sem mörgum þykir ógirnilegt, en það er fátt sem smá skvetta af hunangi eða hlynsírópi getur ekki bætt úr. Kamilla skammgóður vermir Blóm kamillujurtarinnar (e. chamomile) hafa í áraraðir verið notuð til að bæta úr hinum ýmsu kvillum, meðal annars til að auka svefngæði. Kamillan inniheldur fjölda virkra efnasambanda. Eitt þeirra nefnist apigenin og hefur það mild róandi áhrif þegar það binst bensódíasepín-viðtökum í heilanum. Takmarkaðar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni jurtarinnar. En sýnt hefur verið fram á að hún geti aukið svefngæði. Í rannsókn Sex jurtir sem leiða þig inn í draumalandið Tedrykkja að kvöldi til er alltaf notaleg, sérstaklega þegar hausta tekur. Margar virkar jurtir fást svo í hylkja- formi fyrir þau sem vilja forð- ast vökvaneyslu fyrir svefninn. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY sem gerð var á konum sem höfðu upplifað fósturmissi, kom fram að þátttakendur sem drukku kamillu- te fundu fyrir minni þunglyndis- einkennum og áttu auðveldara með að sofna. Önnur rannsókn sem gerð var á eldri þátttakendum sýndi fram á meiri svefngæði hjá þeim sem var gefin kamilla en hjá þeim sem fengu hana ekki. Fjólubláa leiðin Hið fagurfjólubláa lofnarblóm (lavender), þekkja flestir úr ilm- olíumeðferðum en jurtin hefur verið notuð síðan í rómverska keisaradæminu. Ekki eru öll sem vita að hægt er að drekka lavender sem te og að jurtin geti haft róandi áhrif fyrir svefninn. Líkt og með fleiri jurtabætiefni eru rannsóknir á virkni lavenders takmarkaðar. Þó hefur verið sýnt fram á að lavenderolía sem tekin er munnlega getur haft áhrif á gæði svefns og lengd hans. Einnig eru að birtast sannanir fyrir því að laven- derolía í munnlegu formi getur minnkað svefngöngu og bætt skap. Hins vegar virðist sem svo að lavender-ilmolíumeðferð hafi ein- göngu skammtímaáhrif á svefn- gæði. Sama á líklega við um laven- derte. Í einni rannsókn svöruðu þátttakendur að þeir fyndu fyrir minni þreytu á daginn með því að drekka lavenderte fyrir nóttina. En eftir fjórar vikur var munurinn óverulegur á milli hópanna, sem staðfestir að lavender sé skamm- tímalausn gegn svefnvandamálum. Sítruskenndur svefn Melissa officinalis, öðru nafni hjarta fró eða sítrónumelissa (e. lemon balm), er úr myntufjöl- skyldunni og er ilmurinn sætur og sítruskenndur. Algengustu notk- unarmöguleikar sítrónumelissu er í tedrykkju og í olíu. Í gegnum tíð- ina hefur hjartafróin verið notuð sem veiru- og bakteríueyðandi efni til að meðhöndla sýkingar. Jurtin sýnir einnig fram á notkunar- möguleika fyrir þá sem eiga erfitt með svefn vegna eirðarleysis. Bolli af sítrónumelissute á kvöldin gæti hjálpað til við svefn- leysi. Einnig gæti hjartafróin haft kvíðastillandi áhrif og hjálpað gegn þunglyndi. Í einni rannsókn voru áhrif sítrónumelissu skoðuð í samanburði við hefðbundin þung- lyndislyf. Þátttakendur sem tóku 500 milligrömm af hjartafró sýndu merki um bætt lífsgæði miðað við þá sem tóku hana ekki inn. Engin píslarganga lengur Passíublóm eða píslarblóm (e. pas- sionflower) heitir önnur jurt sem gæti reynst góð fyrir svefnvana einstaklinga. Líkt og kamilla inni- heldur jurtin ákveðin flavonóíð sem bindast þessum sömu ben- sódíasepín-viðtökum í heilanum og geta því minnkað kvíðaein- kenni. Rannsóknir sýna fram á að einn bolli af píslarblómatei geti hjálpað fólki að sofa betur. Að auki hafa vísindamenn sýnt fram á að ef jurtin er notuð í bland við aðrar svefnbætandi jurtir eins og garðabrúðu, þá er píslarblómið jafnöflugt og hefðbundin svefnlyf sem skammtímalausn við svefn- leysi. Í rannsókninni var notast við hylki sem innihéldu meira og samþjappaðra magn af jurtinni en finnst í einum bolla af jurtatei. Börkur bætir svefninn Börkur magnolíutrésins hefur verið notaður í þúsundir ára í hefðbundnum kínverskum hefðbundnum lækningum. Sýnt hefur verið fram á að virka efnið í berkinum, sem nefnist honokiol, geti stytt tímann sem það tekur einstakling að sofna með því að binda GABA-viðtaka í heilanum sem hjálpa til við að kalla fram svefn. Sumar rannsóknir sýna fram á aukið svefnleysi á næturna hjá einstaklingum sem taka inn magnolíubörkinn, en sá tími sem tekur að sofna aftur er styttri. Magnolíubörkurinn fæst sem te en einnig sem bætiefni, en þar sem teið er gert úr berki má vera að bragðið heilli ekki öll. Hugað að háttatímanum Þessar sex tejurtir hafa verið notaðar í gegnum söguna til að leiða þá sem eru svefnvana inn í draumalandið. Nú eru að koma fram rannsóknir sem sýna fram á virkni þeirra til að bæta svefn. Þó svo þörf sé á f leiri rannsóknum er nokkuð ljóst að þessar sex jurtir hafa slakandi áhrif og halda áfram að vera vinsæll kostur fyrir þá sem eiga erfitt með að sofna. Hafir þú einhverjar áhyggjur af samverkun við lyf eða ofnæmi er réttast að ræða við lækni áður en virku jurtatei er bætt við rútínuna. n Kamillute hefur löngum verið þekkt fyrir róandi áhrif sín. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 12 kynningarblað A L LT 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURGÓÐUR SVEFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.