Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 42
Jensen hefur framleitt gæða rúm frá árinu 1947 með
áherslu á fágaða skandinavíska hönnun og framúrskarandi
þægindi. Jensen rúm eru Svansmerkt og eru sérsniðin
eftir þörfum með ótal möguleikum varðandi gormakerfi,
yfirdýnur, áklæði og allt útlit rúmsins.
75 ára afmælisútgáfa Jensen er Continental rúm
með glæsilegum afmælisgafli, Orginal Jensen Zone
system dýnu með latex bólstrun / hægt að velja um
stífleika fyrir hvora hlið og Sleep III yfirdýnu (latex).
Stærðir: 180x200 eða 180x210.
Hægt að velja um tvær litasamsetningar; grátt eða beige.
Einstakt afmælisverð sem gildir til 1. ágúst 2023.
Takmarkað upplag.
75 ÁR ER TILEFNI TIL AÐ FAGNA
Jensen
afmælisrúm
Verð: 649.000.-
m/gafli · 180x200cm
Það skiptir miklu máli að sofa á
vandaðri dýnu.
elín@frettabladid.is
Til að svefninn verði sem bestur
þarf rúmið að henta vel fyrir
líkamann. Góður nætursvefn
hefur jákvæð áhrif á líðan og
heilsu. Það gæti verið heilsufars-
legur ávinningur að fjárfesta í
vönduðu og góðu rúmi. Þeir sem
sofa vel eru betur í stakk búnir til
að takast á við nýjan dag hvort
sem það er í vinnu eða námi. Léleg
dýna getur framkallað bakverki
eftir jafnvel andvökunótt. Rúmið
er því eitt mikilvægasta húsgagnið
á heimilinu.
Fólk er oft frekar að hugsa um
þægindin eða útlitið þegar það
ætlar að fjárfesta í rúmi. Mjúk dýna
hentar alls ekki öllum. Þeir sem eru
veikir í baki ættu til dæmis að sofa á
dýnu sem fellur vel að líkamanum.
Oftast eru starfsmenn sem selja
rúm góðir í þessum fræðum og geta
aðstoðað viðskiptavini. Starfs-
maðurinn þarf að finna út hvaða
þarfir hver og einn hefur því sama
rúmið hentar ekki öllum.
Það getur verið vandasamt að
finna réttu gerðina af dýnu. Það
þarf ekki að vera flókið að finna
réttu dýnuna en það þarf að gefa sér
tíma í það verkefni. Líkamsþyngd
getur skipt máli og sömuleiðis
stuðningur dýnunnar við líkam-
ann. Það eru margar mismunandi
gerðir af rúmum og dýnum á
markaðnum svo ágætt er að skoða
úrvalið fyrst á netinu. n
Vönduð dýna skiptir máli
Unglingar þurfa 8 til 10 tíma svefn.
thordisg@frettabladid.is
Svefnþörf unglinga er einstakl-
ingsbundin en þeir þurfa 8 til 10
klukkustunda svefn yfir nóttina.
Algengt er að svefnþörf unglinga
aukist um klukkustund á nóttu
frá því sem var þegar þeir voru
yngri.
Talið er að það gerist vegna
aukins álags sem fylgir kyn-
þroskatímabilinu. Reyndin er þó
sú að stór hluti unglinga styttir
svefntíma sinn í stað þess að
lengja hann. Við lifum á erilsöm-
um tímum og margt sem getur
haft neikvæð áhrif á svefninn.
Unglingar sem hafa góðar
svefnvenjur og sofa nóg eru
hamingjusamari, taka frekar
ábyrgð á heilsunni, borða hollari
mat, eru hæfari að takast á við
streitu og ástunda frekar reglulega
hreyfingu en unglingar sem sofa
ekki nóg.
Góður svefn
n Hefur jákvæð áhrif á náms-
getu, einbeitingu og minni
n Hjálpar til við upprifjun og
úrvinnslu upplýsinga sem við
höfum fengið yfir daginn og
þær festast í minninu
n Eflir ónæmiskerfið og eykur
mótstöðu gegn veikindum
n Er nauðsynlegur fyrir vöxt og
þroska unglingsins
Á unglingsárunum eiga sér stað
miklar hormónabreytingar. Mikill
hluti þeirra hormóna framleiðist
á nóttunni og er sú framleiðsla
háð góðum nætursvefni. Að sofa
á daginn kemur því ekki í staðinn
fyrir tapaðan nætursvefn. n
HEIMILD: HEILSUVERA.IS
Svefn unglinga
thordisg@frettabladid.is
Mýtan um að flóuð mjólk hafi
róandi áhrif fyrir svefn og auki þar
með syfju er lífseig og ekki að öllu
leyti röng. Mjólk og mjólkurvörur
innihalda aminósýruna tryptop-
han sem hvetur til syfju.
Það að fá sér volga mjólk fyrir
háttinn tryggir bæði að uppfylla
þörf líkamans fyrir ráðlagðan
dagskammt af mjólk og getur
líka verið góð leið til að skapa sér
jákvæðar svefnvenjur og slakandi
áhrif. Hins vegar er innihald tryp-
tophans í mjólk það lítið að það
hefur líklega óveruleg áhrif. n
HEIMILD: DOKTOR.IS
Virkni flóaðrar
mjólkur á syfju
Mörgum þykir róandi og gott að
drekka flóaða mjólk fyrir svefninn.
20 kynningarblað A L LT 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURGÓÐUR SVEFN