Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 13
Víðast hvar í Evrópu hefur ríkis- valdið gengið jafnlangt og gengið verður, ef skynsemi og endanlegur árangur á að ráða, í því að skatt- leggja einstaklinga og fyrirtæki. Hafa Norðurlöndin jafnvel gengið lengra en aðrar vestrænar þjóðir í skatt- heimtu, meðferð og ráðstöfun þess fjár, sem einstaklingar og fyrirtæki afla. Víða tekur ríkið aðra hverja krónu af af lafé manna. Auðvitað mest í þágu fólksins í landinu. Flestir ráðamenn hafa í rás tímans áttað sig á, að ef of langt er gengið í skattheimtu, fælir það starfsemi og tekjur frá, eða dregur hreinlega úr vilja og getu til að afla þeirra, sem þá leiðir til andhverfu þess sem stefnt var á, aukinna skatttekna. Skatt- tekjur verða þá minni, í stað meiri. Þessu má kannske líkja við það, að gott, heilbrigt og viljugt hross ber gjarnan hóflega bagga langt og lengi, en, ef farið er yfir bærilega þyngd bagga, snardregur úr vilja og getu. Viðleitnin til að auka tekjur og styrkja sameiginlega sjóði ríkisins, þannig að það geti staðið að aukinni þjónustu við borgarana og enn meiri velferð og öryggi þeirra, verður því að byggjast á hugkvæmni og skiln- ingi á því, annars vegar, hvernig menn og fyrirtæki verða örvaðir til aukinnar verðmætasköpunar, sem auðvitað eykur skatttekjur, og hins vegar á því hvernig farið er með sam- eiginlegar auðlindir þjóða, grunn- verðmæti jarðar, og þeim og tekjum af þeim deilt. Sameiginlegar auðlindir eru í raun nokkuð nýtt hugtak í þessari hug- leiðingu og skoðun. Hingað til hafa framkvæmdaaðilar mikið vaðið í og nýtt sér auðlindir landa – loft, land og haf – búið til úr þeim tekjur og jafnvel stórfelldan gróða, eins og Norska leiðin í auðlindamálum Ole Anton Bieltvedt samfélagsrýnir og dýraverndunar- sinni enginn, eða þeir sjálfir, ættu þessar auðlindir. Hér þarf að staldra við, í viðleitninni um sanngirni, jafnrétti og bætta velferð almennings. Landið, loftið og hafið eru sameign þeirra sem land byggja. Sérstakri nýtingu þeirra gæða, þeirra grunn- verðmæta sem þar felast og tekjur og gróði af þessum auðlindum, ber að deila. Þarna er tilkomin ný og réttmæt tekjulind fyrir ríkissjóð og opinbera aðila, en áfram verður að gilda jafnvægi í tekjuskiptingu, milli frumherja og framkvæmdaaðila, annars vegar, og ríkis hins vegar. Á dögunum gerðist það í Noregi, að ríkisstjórn Jonas Gahr Støre, tók þann pól í hæðina, að nýting atvinnulífsins af hafinu, og miklum gróða af þeirri nýtingu, bæri að skipta sérstaklega; að almenningur ætti rétt á umtalsverðri hlutdeild í þeim gróða. Í Noregi eru um 150 fyrirtæki, sem stunda fiskeldi í hafinu í kringum landið, í fjörðum sem enginn hefur talizt eiga og þannig, án sérstaks endurgjalds, nema þá þá sömu almennu skatta og allir aðrir greiða, þó að þeir eigi sína rekstursaðstöðu, eða leigi hana og borgi leigu fyrir. Ríkisstjórn Støre ákvað þannig, að fiskeldisfyrirtæki – sem reyndar mörg hver hafa grætt stórlega á rekstri sínum undanfarin misseri – skyldu greiða sérstakt auðlindagjald af notkun þeirrar sameiginlegu auð- lindar, sem hafið, sjór og firðir Nor- egs eru, frá 1. janúar, 2023. Vill Støre reikna þetta nýja afnota- gjald af hafinu þannig, að tekjur lax- og silungaeldisfyrirtækja, að greiddum venjulegum 22% skatti, þá hreinum og endanlegum tekjum, verði skipt þannig að 20% af þessum hreinu tekjum fari til sveitarfélags, 20% til ríkisins og 60% til rekstrar- aðila. Sem sagt, verði hreinum eftir- skatt-tekjum af rekstri, sem byggir á nýtingu hafsins, skipt 40-60 milli eigenda, þjóðarinnar, og fiskeldis- fyrirtækis. Hér eru þó mikilvægir fyrirvarar um stærð, stærðar- og afkomureglur teknar inn í myndina. Til að veikja ekki minni fyrirtæki, sem eru mikil- væg fyrir minni byggðarlög og til að viðhalda jafnvæginu í byggð lands- ins, mun þetta sérstaka hafauðlinda- gjald aðeins gilda fyrir fyrirtæki, sem framleiða það sem kallað er 4.000- 5.000 tonn MTB á ári. Ekki er enn búið að festa þessi stærðarmörk, en ef þau verða 4.000 tonn, munu 38 af 150 fiskeldisfyrir- tækjum landsins þurfa að greiða þetta 40% hafauðlindagjald, ef mörkin verða endanlega 5.000 tonn, verða fyrirtækin, sem auðlinda- gjaldið þurfa að greiða 32. Eru það auðvitað þau langstærstu og gróða- mestu. Talið er, að þetta auðlindagjald muni 2023 nema yfir 50 milljörðum íslenzkra króna. Í stað þess að leita stöðugt að leiðum til að hækka gildandi skatta og álögur, eða bæta við þá, eins og sumir stjórnmálamenn hneigjast til að gera – virðast engar aðrar hugmyndir hafa – væri fyrir undir- rituðum fyllsta ástæða til að skoða hér, af fullri alvöru og fljótt og vel, hvort ekki væri sanngjarnt og rétt, að rekstraraðilar hér greiði líka fyrir afnot sín, tekjur og gróða, ekki bara af hafinu, heldur láði og lofti líka. Vert væri þó að byrja á hafinu, fiskeldinu og þá ekki síður eða öllu heldur, á þeim gífurlegu tekjum sem sum sjávarútvegsfyrirtæki landsins hafa bæði af hafinu og þeim auð- lindum sem í því eru, fiskinum, sem á að vera, og er, sameign þjóðarinnar. Ekki færi illa á því, að sú arðsemis- skipting yrði líka 40-60, af hreinum tekjum, eftir reglulega skatta. n Sem sagt, verði hrein- um eftir-skatt-tekjum af rekstri, sem byggir á nýtingu hafsins, skipt 40-60 milli eigenda, þjóðarinnar, og fisk- eldisfyrirtækis. Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingar- innar ASÍ benti um daginn á að ríkisvaldið hafi hlaupið undir bagga með kaup- endum raforkubíla fyrir miklu hærri upphæðir en ríkið leggur til Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Samt er rekst- ur Strætó erfiður um þessar mundir. Þar munar mestu um að fyrirtækið varð af tekjum sem námu 1,5 millj- örðum vegna samkomutakmarkana sem ríkið setti vegna Covid. Ríkið hefur ekki viljað bæta fyrirtækinu skaðann, öfugt við viðbrögð ríkis- valdsins á hinum Norðurlöndunum. Það sem meira er, bág fjárhags- staða Strætó hefur komið í veg fyrir að fyrirtækið geti endurnýjað vagna- flotann og skipt út díselvögnum fyrir rafvagna, sem eru mun hagstæðari í rekstri – sérstaklega á tímum hækk- andi olíuverðs. Þessi forgangsröðun í þágu einka- bílsins er skrýtin nú á dögum, en ætti ekki að koma á óvart. Í nokkra ára- tugi var öll áhersla lögð á að greiða sem mest fyrir „óheftu flæði bíla- umferðar“ um alla borg. Allar glufur í borginni fylltust smám saman af bílum. Í kringum 2000 var svo komið að 48% af þéttbýli borgarinnar, að undanskildum stórum útivistar- svæðum, féllu undir umferðarmann- Forgangsröðunin virki og helgunarsvæði þeirra. Sam- bærilegt hlutfall er aðeins að finna í Bandaríkjunum og Ástralíu. Á sama tíma hnignaði almenn- ingssamgöngum í borginni veru- lega. Á árunum 1970 til 2000 fjölgaði borgarbúum um 30.000 en ferðum þeirra með strætisvögnum fækk- aði um helming. Hins vegar jókst vegalengdin sem vagnarnir þurftu að aka mikið. Það dró auðvitað úr afkastagetu kerfisins en jók rekstrar- kostnaðinn. Ástæðan fyrir þessum afdrifaríku breytingum var stórauk- in bílaeign og mikil dreifing byggð- arinnar. Á þessum árum breyttist Reykjavík úr lítilli en tiltölulega þéttri evrópskri borg, með ágætis strætisvagnaþjónustu og verslun í göngufæri, í mjög dreifbýla borg með einhverja mestu bílaeign per mann á byggðu bóli, á pari við bílaborgirnar Houston og Phoenix í Bandaríkjun- um. Um leið var það varla valkostur að eiga bíl í Reykjavík, og eyða í hann rúmri milljón á ári samkvæmt tölum FÍB, heldur nauðsyn. Stundum er sagt að við Reyk- víkingar höfum kosið bílinn, en sú kosning var meingölluð. Fyrir marga borgarbúa var bara einn kostur í boði, bíllinn. Strætisvagnakerfið var vanrækt viljandi. Það er því miður dæmigert fyrir ríkjandi bílaviðhorf að veita gríðarmiklum fjárhæðum í að niðurgreiða Teslur, fyrir ster- kefnað fólk, en horfa mjög í aurinn þegar kemur að almenningssam- göngum. Umræðan um fyrirhugað hraðvagnakerfi sem á að keyra sem mest á sérakreinum, já, Borgarlínan, er talandi dæmi. Ekki má fyrir nokk- urn mun þrengja að bílaumferðinni, heyrir maður hrópað, hvergi, aldrei. Hún á alltaf að vera í forgangi og má nánast kosta hvað sem er. Það er líka talandi dæmi að kalla það „fjárfestingu“ þegar sett er gríð- arlegt fjármagn í vegi, brýr, brautir og göng en „niðurgreiðslu“ þegar kemur að almenningssamgöngum. Samt hafa ýmsir haldið því fram, til að mynda áströlsku fræðimennirnir Newman og Kenworthy í bók sinni „Sjálf bærni og borgir“, að í raun- inni sé þessu öfugt farið. Bílaum- ferðin sé niðurgreidd. Það helgast af gríðarlegum kostnaði sem fer í vegaframkvæmdir og viðhald, verð- mætt land í borgum sem fer undir veghelgunarsvæði og bílastæði og ekki síður „leyndum kostnaði“ sem skapast af mikilli mengun og tjóni vegna örkumla og dauða milljóna manna á hverju ári í umferðinni um heim allan. Ástralarnir færa rök fyrir því að fjárfesting í almenningssamgöngum hafi tvöfalt meiri samfélagslegan ávinning en fjárfesting í hraðbraut- um. Þeir benda á að almennings- samgöngur nýti innviði og f lutn- ingsleiðir borganna mun betur en einkabílaumferðin. Í þriðja lagi geti skilvirkar almenningssamgöngur auðveldað borgaryfirvöldum að byggja upp öfluga, þétta kjarna með góðri þjónustu og koma um leið í veg fyrir afar óhagkvæma dreifingu byggðarinnar. n ÞRIÐJUDAGUR 11. október 2022 Skoðun 11FRÉTTABLAÐIÐ tapas.is 22 ÁRA 22 Borðabókanir s: 551 2344 við erum 22 ára! og höldum afmælisveislu miðvikudaginn 12. október 10 VINSÆLUSTU RÉTTIR TAPASBARSINS 1.290 kr/stk. Marineraðar lambalundir með lakkríssósu Túnfiskur með avókadómauki, chili-furuhnetu salsa og quinoa crispi Steiktur saltfiskur með sætri kartöflumús Risarækjur al ajillo með hvítlauks-chorizo smjörsósu Kjúklingalundir með blómkáls couscous, furuhnetum, blómkálsmauki og alioli Serrano með melónu og piparrótarsósu Grillaðar lambalundir í bjórgljáa með bjór- karamellusósu, blómkálsmauki og svartrót Beikonvafin hörpuskel og döðlur með sætri chilisósu Nautalund í Borgunion sveppasósu Blómkál marinerað með saffran með lime-pistasíu vinaigrette, blómkálsmauki og granateplum Okkar heimsfræga súkkulaðiterta með berjacompoté og þeyttum rjóma 790 kr/stk Þú gætir unnið ferð til Tenerife á Spáni að verðmæti 400.000 kr og fullt af öðrum skemmtilegum vinningum! TAKTU ÞÁTT Í AFMÆLISLEIK TAPASBARSINS á facebook
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.