Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 37
Sofðu rótt er netverslun og verslun í Síðumúla 23. Boðið er upp á hágæðavörur fyrir svefninn eins og þyngingar- teppi og -sængur, koddaver úr silki, heilsukodda og heilsusængur auk barna- fatnaðar úr lífrænum efnum. Þyngingarteppin hjá Sofðu rótt hafa slegið í gegn á Íslandi eins og annars staðar í Evrópu og í Bandaríkjunum. Það kemur ekki á óvart því sængurnar og teppin hafa raunveruleg áhrif á fólk til að ná fram slökun og ró auk þess að hjálpa fólki að sofa betur og stuðla því að meiri vellíðan. Arnar Þór Jónsson, eigandi Sofðu rótt, segir að þyngingarteppin séu framleidd af CURA of Sweden. „Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða sæng eða teppi sem hafa verið þyngd sérstak- lega, en þessar vörur hafa verið notaðar um árabil til að hjálpa einstaklingum með ADHD, ein- hverfu, kvíða eða streitueinkenni. Flestallir iðjuþjálfar, geðlæknar og sálfræðingar sem vinna með einhvers konar raskanir þekkja áhrifin og mæla hiklaust með CURA þyngingarteppunum,“ segir Arnar. „Fyrir nokkrum árum upp- götvaði almenningur í Bandaríkj- unum að þetta hentaði fleirum en bara þeim sem hafa greiningar eða undirliggjandi kvilla, en langflestir geta notið góðra áhrifa þyngingar- teppa óháð því hvort þeir glíma við raskanir eða ekki. Í kjölfarið jókst salan umtalsvert og mikil vitundarvakning hefur orðið í Evrópu á undanförnum árum.“ Arnar bendir á að rannsóknir og reynsla notenda sýni fram á að þyngingarteppin hafi raun- veruleg áhrif, en komið hefur í ljós að þyngdin örvar skynnema undir húðinni, líkt og það sem gerist þegar þú færð gott og þétt faðmlag, ferð í nudd eða við kynlíf. „Skynnemarnir senda boð til heilans að auka framleiðslu á gleði- hormónunum/taugaboðefnunum dópamíni, oxýtósíni og serótóníni, en talið er að það síðastnefnda hafi áhrif á framleiðslu á svefn- hormóninu melatóníni. Aukin framleiðsla á gleðihormónunum hefur góð áhrif á áhyggjur, kvíða, stress og þunglyndi. Þá er talið að magn stresshormónsins kortisóls minnki,“ segir hann. „Þess má geta að CURA of Sweden þyngingar- teppið er skrásett lækningavara í Svíþjóð.“ Margir sofa með þyngingar- teppin allar nætur, á meðan aðrir nota þau reglulega til að hjálpa til við slökun. „Þarna skiptir þyngdin miklu máli en sængurnar koma í mismunandi þyngdum, frá 3-13 kg og eru valdar eftir líkamsþyngd notandans. Teppin koma í fimm litum og eru 6 eða 7 kg,“ segir Arnar. Hann segir einnig að lokum að það sé ekki skrítið að þyng- ingarteppin séu þau vinsælustu á Norðurlöndunum og Norður-Evr- ópu enda mæli 96% notenda með þeim fyrir vini sína. Sofðu rótt býður upp á skipti- möguleika fyrir CURA Pearl Clas- sic sængina sem virkar þannig að ef kaupandi hefur valið ranga þyngd þá hefur hann 14 daga til að skipta í aðra þyngd sér að kostnaðarlausu. Silkimjúk húð og hár Vert er að geta þess að í Sofðu rótt fást einnig vönduð silkikoddaver frá Nox deLux. „Þau eru framleidd af einum flottasta silkivörufram- leiðanda í heimi, sem framleiðir líka fyrir Blissy og Slip sem eru tvö af vinsælustu silkivörumerkjunum en vörurnar hafa meðal annars notið mikilla vinsælda meðal Hollywood-stjarnanna. Koddaver- in eru úr eins silki, það er þykktin er 22 momme og gæðin 6A (hæstu gæði silkis), en helsti munurinn liggur í verðinu, þar sem Nox deLux er á mun hagstæðara verði en hin merkin,“ útskýrir Arnar. Undanfarin ár hefur mikið verið fjallað um jákvæð áhrif silkis á húð og hár. „Silki hefur afskap- lega góð áhrif á húðina þar sem það er ekki rakadrægt eins og til að mynda bómull. Sama gildir um hárið en vegna þess hve silkið er dúnmjúkt verður hárið ekki jafn flókið og því er það sérstak- lega gott fyrir konur með sítt eða krullað hár. Við erum líka með silkisvefngrímur sem eru í stíl við koddaverin og tilvaldar fyrir við- kvæmt augnsvæðið.“ Barnavörur úr lífrænum efnum Eigendur Sofðu rótt leggja megin- áherslu á vörur sem eru vandaðar og góðar fyrir umhverfið. Nýlega var því tekinn í sölu frábær barnafatnaður frá austurríska fyrirtækinu Popolini sem er gamalgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur mikinn metnað til að skapa sjálfbæran og hreinan heim fyrir börnin. Fjölskyldan hefur í forgangi að framleiða vörur úr lífrænt prófuðum vefnaðarvörum. Fatnaðurinn er ekki bara hlýr og Sængur sem umvefja þig hlýju og ró Arnar Þór Jóns- son er eigandi Sofðu rótt, en þar má finna afar vandaðan barnafatnað sem unninn er úr lífrænum efnum. Í Sofðu rótt eru sömu- leiðis þyng- ingarteppin og -sængurnar sem hafa slegið í gegn á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON Öll fjölskyldan nýtur þess að slaka á undir þyngingarsænginni. Sængurnar eru sérvaldar eftir líkamsþyngd fólks og eru því þægilegar að sofa með. Kerrupokarnir eru einstaklega hlýir og góðir. Silkikoddaver fer einstaklega vel með húðina og hárið. Ekki er verra að hafa silkigrímu til að hvíla augun. Sofðu rótt býður nokkra liti af grímum og koddaverum. Þyngingarteppin eru einstaklega notaleg fyrir framan sjónvarpið. góður fyrir börnin heldur einn- ig einstaklega fallegur þar sem hugsað er út í hvert smáatriði. Hægt er að skoða vörurnar inni á sofdurott.is en benda má á ullar- gallana og peysurnar úr merínóull sem hafa reynst einstaklega vel. Þá er sömuleiðis að finna vandaðar og hlýjar silki-/ullarsamfellur og ein- staklega vandaða kerrupoka. Sængur frá Kauffmann „Í sængurbransanum er Kauff- mann einn virtasti og gamalgró- nasti framleiðandi í heimi, en fyrirtækið var stofnað árið 1823 og verður því 200 ára á næsta ári,“ upplýsir Arnar. „Þeir sem hafa verið í þessum bransa vita að Kauffmann stendur fyrir gæði. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða sanngjarnt verð og eru sængurnar á sama verði og í Þýskalandi. Þetta eru gæðasængur sem fást í mis- munandi verðflokkum.“ Ein af sængunum frá Kauffmann er Climabalance en það er svo- kölluð hitajöfnunarsæng. „Sængin hentar öllum og þá sérstaklega þeim sem svitna mikið á næt- urnar, því hún andar allt að þrisvar sinnum betur en hefðbundin sæng. Svefninn verður jafnari og fólk hvílist betur og það hefur verið staðfest með rannsókn við svefnrannsóknadeild Regensburg- háskólans í Þýskalandi,“ bendir Arnar á. n Skoðið endilega vöruúrvalið á sofdurott.is eða kíkið í verslunina í Síðumúla 23 (bakhús) en þar er hægt að leggjast upp í rúm og prófa þyngingarsæng eða -teppi og finna áhrifin. ALLT kynningarblað 15ÞRIÐJUDAGUR 11. október 2022
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.