Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 10
11 mannslát hafa verið til- kynnt eftir árásirnar. Það vantar aðgerðir strax til að stemma stigu við þeirri fátækt sem við erum að sjá raungerast á hverjum einasta degi. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Ör- yrkjabandalags Íslands Leiguverðið lækkaði um tíma sem er eigin- lega ótrúlegt. Kári S. Friðriks- son, hagfræð- ingur hjá HMS 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 150% 145% 140% 135% 130% 125% 120% 115% 110% 105% 100% 95% Leiguverð Fasteignaverð Þróun leigu- og fasteignaverðs 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 150% 125% 100% Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á föstu verðlagi jan. 2011 - ágúst. 2022 HEIMILD/ÞJÓÐSKRÁ ÍSLANDS Hækkanir á leiguverði hafa verið mun hóflegri en hækk- anir fasteignaverðs. Hag- fræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun býst við að það dragi saman með hækkunum. kristinnhaukur@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Hækkun fasteigna- verðs hefur verið meira en tvöföld á við hækkun leiguverðs á Íslandi síðan árið 2010. Þetta er sambærileg þróun og í flestum Evrópulöndum á sama tíma. Kári S. Friðriksson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofn- un, segir það hafa verið hagstætt að leigja undanfarin ár. Þetta sýni meðal annars árlegar leigukann- anir. „Leiguverðið lækkaði um tíma sem er eiginlega ótrúlegt,“ segir hann. Aðrir mælikvarðar bendi einnig til að það hafi verið gott að leigja, til dæmis aukin ánægja með leigu- sala. Aukið framboð af leiguíbúðum spili þarna inn í. „Þegar það er meira framboð af leiguíbúðum komast leigusalar upp með miklu minna. Þeir geta ekki hagað sér hvernig sem er,“ segir Kári. Síðan árið 2010 hefur fasteigna- verð á Íslandi hækkað um nærri 200 prósent. Leiguverð hefur hins vegar aðeins hækkað um 75 prósent. Þetta er nokkurn veginn í samræmi við þróunina í álfunni, en á EES svæðinu öllu hefur fasteignaverð hækkað um 50 prósent frá árinu 2010 en leiguverð aðeins um tæp- lega 20 prósent. Telur að leiguverð eigi inni hækkanir eftir afar hagstæð ár að undanförnu Aðeins í örfáum löndum halda hækkanir leiguverðs í við, eða fara fram úr, fasteignaverði. Það er Eist- landi, Litáen, Póllandi, Rúmeníu, Írlandi og Finnlandi. Leigumarkað- urinn er misjafn milli landa, það er hversu mikið regluverk er í kringum hann. Munurinn getur einnig verið töluverður milli borga í hverju landi. Almennt séð hefur hann þó reynst stöðugri en fasteignamark- aðurinn sem er viðkvæmari fyrir hagsveiflum. Kári segir að á undanförnum árum hafi lækkandi vaxtastig og lækkandi kostnaður við leigurekst- ur valdið hóflegri verðhækkunum á leigumarkaðinum. Hér á Íslandi hafi það verið auðveldara en áður fyrir fyrstu kaupendur að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þá hafi þrýstingur vegna skammtímaleigu minnkað. Það er að framboð hótel- herbergja hafi aukist og arðbærni leigu á AirBn’b minnkað. Framboð á leiguhúsnæði í gegnum óhagnaðar- drifin leigufélög hafi einnig aukist. „Þetta hefur létt á leigumarkað- inum,“ segir hann, um þessa sam- verkandi þætti. Kári býst hins vegar við því að bilið milli hækkana fasteignaverðs og leiguverðs muni minnka. Vextir Seðlabankans séu að hækka hratt, sem skili sér f ljótt út í fasteigna- verðið. Fasteignaverð muni því hækka hóf lega eða jafnvel lækka á komandi mánuðum. „Ég held að leiguverð eigi inni einhverjar hækk- anir,“ segir hann. Erfitt sé hins vegar að tímasetja þær. n birnadrofn@frettabladid.is ÍRAN Fjölskylda Möhsu Amini, 22 ára kúrdísku konunnar sem lést í haldi lögreglu fyrir þremur vikum, sem olli mótmælum víðs vegar um Íran, segist hafa fengið líf látshót- anir og verið vöruð við því að taka þátt í mótmælunum. Mahsa varð tákn kúgunar Írans eftir að hún var handtekin af sið- gæðislögreglunni í landinu, sem sakaði hana um að hafa klæðst hijab á óviðeigandi hátt. Andlit hennar og saga eru nú þekkt um allan heim. Um tvö hundruð manns hafa látið lífið í mótmælunum í Íran sem íransk-bandaríski blaðamaðurinn Negar Mortazavi segir ólík fyrri mótmælum sem hafa átt sér stað í landinu. Þau séu drifin áfram af konum og hafi feminísk markmið sem beint sé að inngróinni mis- munun. Fjöldi fólks hefur mótmælt á götum úti í Íran undanfarnar vikur. Konur hafa skorið hár sitt ásamt því að brenna höfuðslæður sínar á báli í mótmælaskyni. n Fjölskyldu Möhsu Amini hótað Fjöldi fólks hefur mótmælt á götum úti í Íran undanfarnar vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY benediktboas@frettabladid.is SAMFÉLAG Öryrkjabandalag Íslands lýsir áhyggjum af framfærsluvanda vaxandi hóps fatlaðs fólks á Íslandi og skorar á stjórnvöld að bregðast við án tafar. Þetta er á meðal þess sem segir í ályktun sem aðalfundur ÖBÍ samþykkti um helgina. Fatlað fólk er nú 42 prósent þeirra sem leita til Umboðsmanns skuldara og hefur fjölgað hratt í þeim hópi frá 2019. „Það vantar aðgerðir strax til að stemma stigu við þeirri fátækt sem við erum að sjá raungerast á hverj- um einasta degi. Sérstaklega núna þegar verðbólgan er eins og hún er,“ segir Þuríður H. Sigurðardóttir, for- maður ÖBÍ. n Skuldir fatlaðs fólks aukast hratt ragnarjon@frettabladid.is ÚKRAÍNA Rússar skutu í gær loft- skeytum að Kænugarði, höfuð- borg Úkraínu, auk annarra borga, í stærstu loftárás þeirra frá upphafi stríðsins. Loftskeytum var einnig beint að borgunum Lvív, Zaporízjzja og Karkív ásamt öðrum. Almenningsgarðar, umferðar- götur og vinsælir ferðamannastaðir voru meðal skotmarka Rússa en ell- efu mannslát hafa verið tilkynnt og eru yfir 89 sagðir slasaðir en talið er að sú tala muni hækka. Fjöldamargir borgarbúar leituðu skjóls í sprengjuskýlum víðs vegar um borgina en langdrægum loft- skeytum var skotið frá skipum, flug- vélum og af landi. Talið er að árás Rússa sé hefndaraðgerð vegna árásar sem gerð var á brúna sem tengir Krímskaga við Rússland, en Vla- dímír Pútín Rússlandsforseti hefur kallað þá árás hryðjuverk. „Að leyfa slíkum hlutum að gerast án þess að svara í sömu mynt er ein- faldlega ómögulegt,“ sagði Pútín í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í tengslum við árásirnar í gær. Volodymyr Zelenskyj, forseti Úkraínu, hefur fordæmt árásirnar en hann segir þær hafa verið vísvit- andi gerðar til að myrða úkraínska borgara. „Þeir eru að reyna að tortíma okkur og eyða okkur af yfirborði jarðar,“ sagði hann í tilfinninga- þrungnu svari sínu um árásirnar. Fleiri hafa fordæmt árásirnar, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjafor- seti. „Þessar árásir drápu og særðu saklausa borgara og eyðilögðu skot- mörk sem ekki hafa neinn hern- aðarlegan tilgang,“ sagði Biden í til- kynningu eftir árásirnar. Það var fyrir tveimur dögum sem árásin á brúna á Krímskaga var gerð en hún var talin sérstaklega vand- ræðaleg fyrir Rússa þar sem brúin var byggð árið 2014, eftir að Pútín innlimaði Krímskaga. Úkraínumenn hafa enn ekki lýst yfir ábyrgð á árásinni en íbúar landsins fögnuðu henni ákaft þegar í ljós kom að brúin hefði orðið fyrir skemmdum. n Rússar sprengdu skotmörk með engan hernaðarlegan tilgang Frá miðbæ Kænugarðs þar sem ein af sprengjum Rússa sprakk.FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 8 Fréttir 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.