Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 25
FASTEIGNIR.FRETTABLADID.IS Fasteignablaðið 41. TBL. 11. OKTÓBER 2022 Fold fasteignasala sími 552- 1400, fold@fold.is, kynnir til sölu eða langtímaleigu: Fal- legt og vel skipulagt 249 fm parhús á tveimur fastanúm- erum með þremur íbúðum á þessum eftirsótta stað við Flókagötu í 105 Reykjavík. Þrjár íbúðir eru í húsinu, 3 her- bergja 75,5 fm íbúð á 2. hæð, 3 herbergja 75,5 fm íbúð á 1. hæð og 2 herbergja íbúð í kjallara sem er skráð 40 fm. Hægt væri að stækka kjallaraíbúð sem nemur sameign í kjallara sem er skráð 58 fm og væri íbúðin þá orðin 98 fm. Í sameign í kjallara eru í dag stórt sameiginlegt þvottahús með sértenglum fyrir hverja íbúð og gluggum, gangur með skápum og stór geymsla. Loft- hæð í kjallara er mjög góð og aukin lofthæð er á efri hæðum hússins. Á framlóð hússins er útigeymsla sem væri hægt að nota fyrir hjól. Sameiginlegur inngangur er með neðri og efri hæð. 1. hæð: Komið er inn í hol með skáp og fatahengi. Tvö rúmgóð svefnherbergi, annað þeirra er með innbyggðum fataskáp og frá hinu svefnherberginu er útgengt á suðursvalir. Stór stofa. Eldhús með nýlegri hvítri innréttingu, borð- krók, nýlegum tækjum og glugga. Baðherbergi með dúk á gólfi, nýlegur sturtuklefi og tengi fyrir þvottavél á baðherbergi. 2. hæð: Komið er inn í hol með skáp og fatahengi. Tvö rúmgóð svefnherbergi, annað þeirra er með innbyggðum fataskáp og frá hinu svefnherberginu er útgengt á suðursvalir. Stór stofa. Eldhús með fallegri upprunalegri innréttingu og glugga. Baðherbergi með flísum á gólfi og mósíklagðir veggir, skápar og nýlegur sturtuklefi og tengi fyrir þvottavél á baðherbergi. Kjallari: Sérinngangur er í íbúð- ina. Komið er inn á parketlagðan gang. Salerni með lökkuðu gólfi og glugga. Rúmgóð stofa með parketi á gólfum. Svefnherbergi með park- eti á gólfum. Eldhús með hvítri innréttingu og tækjum. Sturtu- herbergi er inn af eldhúsi með nýlegum sturtuklefa. Sameign í kjallara: Innangengt er í sameign í kjallara bæði frá kjallaraíbúð og íbúðum af efri hæðum í gegnum stigahús. Að sögn seljanda hafa neðan- greindar endurnýjanir átt sér stað: Húsið var steinað að utan á síðasta ári. Skipt var um alla glugga nema tvo vesturglugga. Þak var endur- nýjað á síðasta ári. Stigagangur er nýmálaður. Dren og frárennslis- lagnir voru skoðaðar og ekki séð ástæða til endurnýjunar. Raflagnir endurnýjaðar að einhverju leyti og rafmagnstafla fyrir húsið er nýleg. Búið er að endurnýja klóaklagnir frá húsi og út í götu. n Vinsamlegast bókið einkaskoðun á fold@fold.is eða hjá fasteigna- sölum Foldar: Fold fasteignasala, Sóltúni 20, 105 Reykjavík. fold@ fold.is Sími 552 1400 / utan skrifstofu- tíma: Einar 893-9132, Rögnvaldur 660-3452, Gústaf 895-7205, Viðar 694-1401, www.fold.is. Hús með þremur íbúðum Húsið er við Flókagötu sem er vinsæll staður og miðsvæðis. ÁRANGUR Í SÖLU FASTEIGNA ÓSKAR BERGSSON LÖGGILTUR FASTEIGNASALI SÍMI 893 2499 OG oskar@eignaborg.is www.eignaborg.is VIÐ LEIÐUM ÞIG HEIM Hlíðasmára 2 Sími: 512 4900201 Kópavogur www.landmark.isLandmark fasteignamiðlun 2022 2002 Á traustum grunni í 20 ár Grensásvegur 3, 2 hæð 108 Reykjavík Sími 530 6500 heimili@heimili.is heimili.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.