Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 44
Fyrir íslenska knatt-
spyrnu værum við að
skrifa nýjan kafla í
sögubókina.
Dagný Brynjarsdóttir
Ísland og Portúgal
hafa níu sinnum mæst.
Íslenska liðið hefur
unnið sex sinnum,
Portúgal tvisvar og
einu sinni gerðu liðin
jafntefli.
14 Íþróttir 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGUR
helgifannar@frettabladid.is
FÓTBOLTI Icelandair býður upp
á stutta ferð til Portúgals í dag, í
þeim tilgangi að fá fólk út til að
styðja stelpurnar okkar í leiknum
mikilvæga í kvöld. Í stuttu samtali
við Fréttablaðið í gær sagði Guðni
Sigurðsson, upplýsingafulltrúi
Icelandair, að góður gangur væri í
sölunni.
Farið verður af stað í ferðina nú
snemma í morgunsárið. Flogið
verður beint til Porto, þar sem leik-
urinn fer fram. Samkvæmt áætlun á
ferðin að taka rétt tæpan sólahring.
Ferðalangar verða því mættir aftur
hingað til lands við fyrsta hanagal
á morgun.
„Salan hefur farið vel af stað. Við
búumst við því að fara með fulla vél
Full vél af íslensku stuðningsfólki flýgur til Porto
Stuðningsmenn íslenska kvennalandsliðsins létu til sín taka á pöllunum á
EM á Englandi í sumar. Ljóst er að stuðningur þeirra getur fleytt liðinu langt.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Dagný Brynjarsdóttir segir stemninguna í íslenska hópnum góða fyrir risaleikinn gegn Portúgal ytra í kvöld. Með sigri í venjulegum leik-
tíma eða í framlengingu er sæti á Heimsmeistaramótinu í Ástralíu og Nýja-Sjálandi að ári gulltryggt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
af stuðningsfólki á leikinn,“ segir
Guðni. Hann sagði jafnframt frá því
í samtalinu við Fréttablaðið í gær að
ferðin hefði verið á góðri leið með
að seljast upp.
Það má því búast við því að full
vél af íslensku stuðningsfólki fari
af stað með vél Icelandair frá Kefla-
víkurflugvelli nú klukkan 7.15.
Stórleikurinn á milli Íslands og
Portúgals um sæti á HM fer fram á
Estadio Capital do Móvel-leikvang-
inum. Félagsliðið Pacos Ferreira í
efstu deild Portúgals karlamegin
leikur heimaleiki sína á vellinum.
Tekur hann um níu þúsund manns
í sæti.
Það mun án efa gefa íslenska
liðinu mikið að heyra hávaðann í
íslenska stuðningsfólkinu á pöll-
unum í kvöld. n
Íslenska kvennalandsliðið í
knattspyrnu leikur í kvöld
einn mikilvægasta leik liðsins
frá upphafi, í umspilsleik gegn
Portúgal, um laust sæti á HM
2023. Dagný Brynjarsdóttir,
leikmaður liðsins, segir að
draumur hjá sér muni rætast,
takist íslenska landsliðinu
ætlunarverk sitt.
FÓTBOLTI Það verður mikið undir í
leik Portúgals og Íslands sem spil-
aður verður í Porto í Portúgal síðar í
dag. Flautað verður til leiks klukkan
17.00 að íslenskum tíma.
„Andinn er bara góður. Við höfum
átt saman góðar æfingar á Algarve á
Spáni í aðdraganda leiksins og erum
núna mættar til Portúgal,“ sagði
Dagný í samtali við Fréttablaðið, en
íslenska landsliðið æfði á keppnis-
vellinum síðdegis í gær.
Leik mannahópur inn er vel
stemmdur að sögn Dagnýjar og það
ríkir mikil tilhlökkun fyrir leikn-
um. Umrædd æfingaferð liðsins til
Algarve í aðdraganda leiksins hafi
gefið liðinu mikið.
„Það hefur gert okkur gott að fá
aðeins f leiri æfingar saman, við
gátum farið betur yfir hlutina sem
lið. Að mínu mati var þetta betri
kosturinn fyrir okkur, að taka
æfingaferð saman fremur en að
spila einhvern æfingaleik á meðan
við biðum eftir því að sjá hvort við
fengjum Portúgal eða Belgíu í þessu
umspili.“
Sterkur andstæðingur
Þá hafi gefist góður tími til að fara
yfir andstæðing morgundagsins,
Portúgal.
„Við höfum séð fullt af þeim. Þær
eru með ótrúlega sterkt lið og eru
góðar á boltanum. Þá eru framherj-
arnir þeirra eldsnöggar. Þá er þetta
lið sem hefur verið að bæta sig gríð-
arlega mikið undanfarin ár, þær eru
á mikilli siglingu en ég tel möguleika
okkar góða. Við verðum hins vegar
að eiga toppleik ef við ætlum okkur
að ná þessu HM sæti.
Við þurfum að vera vakandi fyrir
þeirra styrkleikum en að sama skapi
vitum við hvar okkar helstu tæki-
Draumur að rætast yrði HM-sætið tryggt í kvöld
Hvernig HM-sætið er tryggt
Sigri Ísland leikinn gegn Portúgal í venjulegum
leiktíma eða eftir framlengingu, fer liðið beint
á HM. Ef það vinnur sigur eftir vítaspyrnu-
keppni er mögulegt að liðið raðist í þriðja sæti
af þeim liðum sem sigra umspilið.
Tvö lið af þeim þremur sem sigra einvígi sitt
í annarri umferð fara beint á mótið. Liðið sem
raðast í þriðja sæti fer í tíu liða mót á Nýja-
Sjálandi í febrúar, þar sem leikið er þvert á
heimsálfur um þrjú síðustu sætin á HM.
Eini möguleikinn fyrir annað lið til að hoppa
upp fyrir Ísland og senda stelpurnar okkar í tíu
liða mótið á Nýja-Sjálandi, væri því ef íslenska
liðið vinnur einvígi sitt í vítaspyrnukeppni.
Aðalatriðið er þetta: Sigur í venjulegum
leiktíma eða framlengingu nægir til að tryggja
Íslandi sæti á HM 2023 sem fer fram í Ástralíu
og á Nýja-Sjálandi.
færi munu liggja, við verðum að
nýta okkur glufurnar í þeirra leik.
Þær spila með tígulmiðju þannig að
mesta plássið fyrir okkur til að sækja
á verður á köntunum, þar ættum við
að vera í yfirtölu.“
Vilja ekki upplifa þetta aftur
Portúgal sé með það gott lið að ef
íslenska liðið mætir ekki til leiks með
fulla einbeitingu muni róðurinn
verða þungur.
„Að mörgu leyti fann maður fyrir
svipaðri tilfinningu eftir leikinn
gegn Hollandi og maður fann eftir
leikinn gegn Frakklandi á EM í
sumar. Þar voru vonbrigði að komast
ekki upp úr riðlinum og á móti Hol-
lendingum vorum við aðeins níutíu
sekúndum frá því að tryggja okkur
sæti á HM.
Maður var kýldur niður þegar
tilfinningin var sú að maður hélt
að sætið væri nánast í höfn. Nú er
mikilvægt fyrir okkur í leiknum á
móti Portúgal að nýta þessa slæmu
reynslu sem við fengum úr þessum
leikjum og reyna að snúa henni
okkur til góðs, því við vitum allar
hvernig tilfinningin var bæði eftir
EM sem og Hollandsleikinn. Við vilj-
um ekki finna þá tilfinningu aftur.
Fyrir íslenska knattspyrnu værum
við að skrifa nýjan kafla í sögubók-
ina. Kvennalandslið Íslands í knatt-
spyrnu hefur aldrei komist á Heims-
meistaramótið, þetta yrði risastórt
skref.
Persónulega séð, þá er þetta eitt-
hvað sem mig hefur dreymt um
síðan að ég var lítil stelpa. Nú hefur
maður fengið reynsluna af stór-
mótum í gegnum EM en á HM eftir.
Vonandi tökum við það núna.“ n
Aron
Guðmundsson
aron
@frettabladid.is