Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 18
Æðardúnssængur eru lúxusvara. Hér áður fyrr fengu börn oft æðardúnssæng í ferm- ingargjöf og áttu hana alla ævi. Margrét Rögnvaldsdóttir Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Betri svefn með Lín Design Betri svefn með Lín Design Betri svefn með Lín Design www.lindesign.is Æðardúnn er einstaklega náttúruvæn vara. Dúnn- inn er sóttur í hreiður, en æðarkollan losar sig við dúninn og skilur hann þar eftir þegar hún þarf ekki á honum að halda. Dúnninn er einstaklega hlýr og hentar því vel í sængur og kodda. Á Íslandi eru skráðir á milli 380 og 400 staðir þar sem æðarfuglinn verpir. Æðarkollan er á sjó allt árið nema þegar hún kemur í land til að verpa, en þá leitar hún í skjól æðar- bænda sem verja hana frá vargi. „Við verjum æðarkolluna frá bæði flugvargi, tófu og minki. En það hefur sýnt sig að ef fólk hættir að sinna æðarvarpinu og verja fuglinn þá leitar hann annað,“ segir Margrét Rögnvaldsdóttir, for- maður Æðarræktarfélags Íslands. „Refurinn tekur eggin sér til matar en minkurinn er sérstaklega skæður, hann drepur kollurnar á hreiðrunum og étur ungana og eggin. Það eru minka- og refa- skyttur á vegum hins opinbera sem verja svæðin, og einnig æðar- bændur sjálfir, þeir verja ekki bara æðarfugl heldur allan fugl. En æðarbændur eru umhverfissinnar og okkar starf gengur ekki út á að drepa heldur að halda jafnvægi í náttúrunni, þannig að við verjum okkar fugl svo hann komi sínum ungum á legg,“ útskýrir hún. „Æðarfuglinn hefur verið friðað- ur á Íslandi frá árinu 1847 og Ísland er eini staðurinn þar sem hann er alfriðaður. 75-80% af heimsfram- leiðslu æðardúns er á Íslandi, en hún hefur farið minnkandi annars staðar. Við höfum haldið í þetta. Æðarrækt er aldagömul hefð hér á Íslandi og við höfum nýtt æðardún hér frá landnámi.“ Margrét segir að á mörgum stöðum þar sem er æðarvarp, sé enginn annar búskapur lengur og fólk sinni æðarvarpinu á sumrin með stórfjölskyldunni. „Þetta er fjölskylduiðja á mörgum stöðum. Öll stórfjölskyld- an kemur saman, sinnir fuglinum, safnar dúninum og hreinsar hann. En svo eru enn margir æðar- bændur sem eru líka með búskap,“ segir hún. Enginn dúnn jafn hlýr Æðardúnn hefur mikið einangr- unargildi og Margrét segir að samkvæmt vísindarannsóknum sé enginn dúnn jafn hlýr og léttur og æðardúnninn. „Þetta er besti dúnn í heimi. Æðarfuglinn er villtur fugl sem kemur til okkar og verpir. Við Æðardúnninn er lúxusvara Margrét segir skráða á milli 380-400 æðar- varpstaði á Ís- landi. MYNDIR /AÐSENDAR Oft hjálpast öll fjölskyldan að við að safna dúninum. Æðarkollan liggur á hreiðrinu í 25-27 daga. hormónabreytingar í fuglinum dettur dúnninn af til að hann geti myndað varpblett. Það er auður blettur á bringunni á fuglinum, og með honum heldur hann hita á eggjunum. Eftir að ungarnir koma úr egginu er kollan í um það bil sólarhring með ungana í hreiðrinu, svo fer hún með ungana út á sjó og skilur dúninn eftir,“ útskýrir Margrét. „Þannig að dúnninn er bara aukaafurð sem fuglinn nýtir ekk- ert, svo við tökum hann og nýtum hann. Við erum ekki að reita dúninn af fuglinum og kollan reitir sig heldur ekkert sjálf. Þetta er bara hormónabreyting sem á sér stað svo kollan geti haldið hita á eggj- unum. Hún situr svo á hreiðrinu í 25-27 daga. Þetta er allt mjög nátt- úrulegt og ekkert inngrip.“ Margrét segir að eftirspurn eftir æðardúni sé góð en hún sveiflist þó svolítið. Æðardúnn er mikið seldur frá Íslandi sem hrávara en þó sé það að aukast að fullunnar dúnsængur og aðrar vörur úr æðar- dúni séu framleiddar hér á landi og seldar til útflutnings. „Stærstu markaðirnir fyrir óunninn æðardún hafa verið Japan og Þýskaland. En framtíðarsýn íslenskra æðarbænda er að flytja út fullunna vöru þannig að öll verðmætaaukningin eigi sér stað á Íslandi,“ segir hún. Munur að sofa með æðardún Margrét segir að verulegur munur sé á því að sofa með æðardúnssæng og aðrar dúnsængur. „Ég veit ekki um neinn sem hefur sagt annað eftir að hafa sofið með æðardúnssæng. Hún er svo létt og þægileg. Ég veit um fólk sem hefur haft áhyggjur af að fá ofnæmi. En það er ekki hætta á því. Dúnninn fer í gegnum langt hreinsunarferli, hann er hitaður í 120 gráðum í langan tíma, svo er hann í verum sem loka dúninn alveg inni. Annars vegar í bómullarverum og hins vegar silki. Hér á landi hafa silkisængur ekki verið vinsælar, en þær eru mjög vinsælar í Japan,“ segir hún. „Æðardúnssængur eru lúxusv- ara. Hér áður fyrr fengu börn oft æðardúnssæng í fermingargjöf og áttu hana alla ævi. Þá þarf auðvitað að lofta sængina og hreinsa hana. En það eru skiptar skoðanir á því hversu oft þarf að þvo sængina, en þess þarf ekki nema á 10 ára fresti eða þar um kring. En það er ótrúlegt hvað dúnninn tekur við sér við að komast út í sól. Þá lifnar hann alveg við. Þetta er ægilega skemmtilegt efni.“ Eins og áður segir er Margrét for- maður Æðarræktarfélags Íslands. Það eru frjáls félagasamtök, en Margrét segir flesta æðarbændur á Íslandi vera aðila í félaginu. „Æðarbændur eru margir um allt land en með misstór vörp og sumir fá lítið af dúni. Á vefsíðu félagsins er hægt að sjá lista yfir þá sem eru að selja æðardúnssængur hér á landi,“ segir hún. n 4 kynningarblað A L LT 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURGÓÐUR SVEFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.