Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 24
Silki er allra fínasta efni sem völ er á og sérstaklega notalegt þegar kemur að rúmfötum og klæðnaði. Nýlega bætti verslunin Silki- svefn við vöruúrvalið með glænýjum vörum á borð við kímonósloppa, skyrtur, sængur og kodda úr 100% Mullberry-silki að innan og utan. Verslunin Silkisvefn sérhæfir sig í rúmfatnaði úr 100% Mullberry- silki. Nýlega fékk verslunin stóra sendingu af glænýjum vörum sem eiga það sameiginlegt að bæta svefninn segir Einar Ágúst Einars- son, framkvæmdastjóri verslunar- innar. „Meðal nýrra vara má nefna sængur og kodda úr 100% silki að innan og utan. Einnig fengum við fallega kímonósloppa, náttföt, undirföt og rúmföt í nýjum litum.“ Hann segir að ólíkt bómull og memoryfoam dragi silkið ekki í sig raka. „Því myndast mun færri bakteríur í silki en í öllum öðrum efnum sem sofið er á. Silkið er því sérstaklega gott fyrir rakastig húðarinnar og þau sem eru með exem, astma eða ofnæmi eiga þá auðveldara með svefninn.“ Andar betur en önnur efni Einar segir silkið vera afar mjúkt og að auðvelt sé að hreyfa sig á slíku laki. „Silkið er náttúrulegt efni úr próteinríkum þráðum. Það andar betur en önnur efni og því verður hitastig líkamans jafnara þegar sofið er með silkisængurver.“ Mýktin hefur einnig yngjandi áhrif og kemur í veg fyrir að hár verði úfið bætir hann við. „Eins og flestir vita er silki allra fínasta efni sem völ er á og er sérstaklega nota- legt þegar kemur að rúmfötum og klæðnaði. Silki endist líka lengi ef vel er hugsað um það,“ segir Einar og bendir á að á heimasíðu Silkisvefns sé hægt að kynna sér þvottaleiðbeiningar í tengslum við silki. Bleikur október hjá versluninni Silkisvefni Augnhlífar 2.990 kr. 20% af sölu allra bleikra vara rennur til Bleiku slaufunnar í október. Sængurver 39.990 kr.Náttföt 34.000 kr.Hjónasett 109.990 kr. Hárteygja 1.490 kr. Koddaver 6.990 kr. Sloppur 39.000 kr. Rúmteppi 19.990 kr. Silkikoddaverin vinsælust Silkikoddaverin hjá Silkisvefni er vinsælasta varan hjá versluninni segir Einar „Í kringum jólin hafa silkikoddaverin okkar verið efst á óskalistanum hjá mörgun þar sem þau eru gífulega vinsæl til gjafa. Meðal annarra vin- sælla vara má nefna náttföt, hárteygjur, sloppa, boxer-nær- buxur, jakka- fataskyrtur, lök og sængurver í öllum helstu stærðum.“ Verslunin er alltaf að bæta við litaúrvalið og býður nú upp á rúmföt í tíu litum. „Þar á meðal er Ivory White, Champagne, French Blue, Lavender, Silver, Black, Rose Pink og nýju litirnir okkar sem eru Emerald Green, Space Gray og Gold.“ Október er bleikur mánuður og 20% af sölu allra bleikra vara rennur til Bleiku slaufunni. „Við erum með fjölbreytt vöruúrval í bleika litnum okkar, þar á meðal hárteygjur, augnhlífar, koddaver, lök, sængurver, boxer-nærbuxur og kímonósloppa.“ Mæla með heimsókn í búðina Fyrir þau sem eru áhugasöm bendir Einar á að best sé að skoða vörurnar í verslun þeirra í Fáka- feni 9 í Reykjavík en hún er opin virka daga frá klukkan 13-17 og einnig á laugardögum. „Mýktin er eiginlega ólýsanleg og þess vegna hvetjum við sem flesta til að kíkja við hjá okkur í Skeifunni og finna mýktina með eigin snertingu.“ Einnig má alltaf skoða vöruúr- valið á heimasíðunni, silki- svefn. is, eða senda fyrirspurn á netfangið silkisvefn@silkisvefn. is. „Auk þess má alltaf hringja í síma 618 0707 með frekari fyrirspurnir. Við sendum vörurnar okkar um land allt og hægt er að fá heim- sendingar á höfuðborgarsvæðinu samdægurs.“ n Nánari á silkisvefn.is. Náttföt 34.000 kr. 10 kynningarblað A L LT 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURGÓÐUR SVEFN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.