Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.10.2022, Blaðsíða 6
Hægt verði að kalla inn forfallabílstjóra tólf tíma á dag Fjögur manndráp á stuttum tíma vekja óhug, það er ekki hægt að neita því. Helgi Gunn- laugsson, af- brotafræðingur ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK • SÍMI 590 2323 THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 17:00 VIÐURKENNT ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA FÓLKSBÍLA - HÚSBÍLA - VINNUBÍLA STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 SMURÞJÓNUSTA UMBOÐSAÐILI Tveir menn eru í haldi lög­ reglu vegna gruns um mann­ dráp á konu á sextugsaldri. Ekki hafa verið fleiri mann­ dráp á einu ári á Íslandi. kristinnhaukur@frettabladid.is odduraevar@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Kona á sextugsaldri fannst látin í bifreið í Laugardalnum á laugardagsmorgun og lögregla kom á vettvang um klukkan 10.30. Tveir karlmenn á fimmtugsaldri eru í haldi lögreglu grunaðir um að eiga aðild að dauða hennar. Lögregla verst allra frétta af mál­ inu en talið er að konan sé af erlendu bergi brotin og að mennirnir tveir sem í haldi eru hafi haft tengsl við hana. Rannsókn málsins er sögð vera á viðkvæmu stigi. Þetta er fimmta manndrápið á árinu og það fjórða á undanförnum sex vikum. Ekki er nema vika síðan maður var stunginn til bana á Ólafs­ firði. Í ágústmánuði létust kona og maður á Blönduósi en talið er að maðurinn hafi skotið konuna til bana. Bæði málin eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Snemma í júní var maður barinn til bana við Barðavog í Reykjavík. Manndráp hafa ekki verið fleiri á Íslandi, að minnsta kosti ekki á 20. eða 21. öldinni, en á þessu ári. Þetta er hins vegar í sjötta skiptið þar sem framin eru fimm manndráp á einu ári. Gerðist það í fyrsta skiptið árið 1953 en það ár eitraði lyfsali fyrir eiginkonu sinni og þremur börnum áður en hann tók eigið líf. Hin árin eru 1988, 2000, 2004 og 2020, þegar Fimmta manndrápið á árinu framið í Laugardal og tveir menn í varðhaldi Fjögur mann- dráp hafa verið framin á aðeins sex vikum. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR þrefalt manndráp var framið með íkveikju á Bræðraborgarstíg. „Fjögur manndráp á stuttum tíma vekja óhug, það er ekki hægt að neita því,“ segir Helgi Gunnlaugs­ son, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Helgi segir óljóst hvort mann­ drápin tengist auknum vopna­ burði, skipulagðri brotastarfsemi, aukinni hörku í undirheimum eða mögulegum auknum vopnaburði lögreglunnar. „Drápin geta einnig verið af ólíkum toga innbyrðis, það á eftir að koma betur í ljós,“ segir Helgi og rifjar upp að áður hafi hrina mann­ drápa riðið yfir. Þegar málin séu tiltölulega fá á hverju ári megi alltaf búast við sveif lum. Sum ár séu engin mann­ dráp, til dæmis 2003, 2006 og 2008. Þess vegna sé nauðsynlegt að skoða alla vega tíu ár til að sjá tíðnina á Íslandi í samanburði við aðrar þjóðir. „Að jafnaði höfum við verið með um það bil tvö manndráp á ári frá aldamótum sem telst lítið í alþjóð­ legum samanburði. Í því ljósi eru fjögur manndráp á stuttum tíma hátt hlutfall og hærri tíðni en við sjáum víða. Við verðum að vona að hrinan líði hjá eins og áður hefur gerst hjá okkur,“ segir Helgi um manndrápstíðnina. n Krónan Nettó Nettó app Hagkaup Heimkaup 94% 95% 93% 105% 112% 92% 98% 96% 103% 107% 2,1% -3,3% -3,3% 2,1% 4,1% 0,8%Vegin breyting Meðalgildi í októberVerslanir Meðalgildi í ágúst Breyting frá því í ágúst Breyting milli ágúst og októberolafur@frettabladid.is NEYTENDUR Óveruleg hækkun varð á matarkörfunni hér á landi frá ágúst fram í október. Veritabus kannaði verð í Krón­ unni, Nettó, Hagkaupum og Heim­ kaupum og í ljós kom að matar­ karfan hækkaði um 0,8 prósent en óvissan í mælingunni er 1,5 prósent og því gæti verð jafnvel hafa lækkað. Verðbilið milli matarkörfunnar í Krónunni og Nettó hefur dregist verulega saman á þessu tímabili, enda hefur matarkarfan lækkað um 3,3 prósent í Nettó. Sem fyrr er verð matarkörfunnar hæst í Heimkaupum og eykst mun­ urinn milli Heimkaupa og annarra verslana í könnuninni frá ágúst til október. Vitað er að Bónus og Krónan hafa um langt árabil fylgst mjög að í verði og helstu vörur eru yfirleitt einni krónu dýrari í Krónunni en Bónus, sem ekki er með í könnuninni vegna þess að keðjan rekur ekki vef­ verslun. Nú þegar Nettó hefur mjög nálgast Krónuna í verði má segja að neytendur eigi kost á fleiri lágvöru­ verðsverslunum en áður. Á móti má segja að bilið milli ódýrustu mat­ vöruverslananna og þeirrar dýrustu hafi breikkað. Veritabus kannaði 96 vöruliði, sem til voru í öllum verslununum. Könnunin fór fram í síðustu viku og var gerð á netinu. Væru vörur ekki til á netinu var verð í verslununum kannað. n Lækkun í Nettó og hækkunin mest í Heimkaup kristinnhaukur@frettabladid.is SAMGÖNGUMÁL Samkvæmt nýrri reglugerð Sigurðar Inga Jóhanns­ sonar innviðaráðherra verða heim­ ildir leigubílstjóra rýmkaðar til að nota forfallabílstjóra. Greint hefur verið frá því að skortur sé á leigu­ bílum, einkum á álagstímum. Í reglugerðardrögunum er lagt til að leigubílstjórum sem hafa skerta starfsgetu vegna veikinda verði heimilt að kalla inn forfalla­ bílstjóra í allt að tólf tíma á dag, alla daga vikunnar. Einnig að þeir megi keyra á móti forfallabílstjóra í allt að sex tíma á dag. Þá verður einnig heimilt að taka tillit til meðmæla Öryrkjabanda­ lagsins og tryggingafyrirtækis þegar öryrkjar sækja um atvinnuleyfi. n Rýmka heimildir forfallabílstjóra ser@frettabladid.is NÁTTÚRUVÁ Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissu­ stigi almannavarna vegna mögulegs jökulhlaups úr Grímsvötnum. Í tilkynningu frá embættinu segir að íshellan í Grímsvötnum sé tekin að lækka og megi búast við því að vatnið sem rennur undan henni komi fram í Gígjukvísl á næstu dögum. Jafnframt segir að vatnsstaða í Grímsvötnum sé lág og því bresti varla á með stóru hlaupi sem ógnað gæti mannvirkjum. n Óvissustig vegna mögulegs hlaups Frá Grímsvötnum. 4 Fréttir 11. október 2022 ÞRIÐJUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.