Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 20224 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 4.110 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.550. Rafræn áskrift kostar 3.220 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.968 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir gb@skessuhorn.is Valdimar K. Sigurðsson vaks@skessuhorn.is Guðrún Jónsdóttir gj@skessuhorn.is Steinunn Þorvaldsdóttir sth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Díana Ósk Heiðarsdóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Þeir sem þora Á ævi sem brátt nálgast það í mínu tilfelli að vera löng hef ég fengið tækifæri til að kynnast fjölmörgu fólki, eðli málsins samkvæmt misjafnlega áhuga- verðu. Fyrst á uppvaxtarárum og í skóla, síðan í ýmsum störfum og nú á seinni hlutanum í gegnum núverandi starf, en í því hef ég haft tækifæri til að ræða við marga. Að fá til dæmis að taka viðtal við vel gefinn einstakling sem prófað hefur margt á lífsleiðinni og hefur jafnvel frásagnargáfu yfir meðal- lagi getur verið afar gefandi. Ég hygg að ekki sé hallað á neinn þó ég nefni þrjá eftirminnilega einstaklinga sérstaklega. Allir fengu þeir frumkvöðlaeðlið í vöggugjöf eða/og með móðurmjólkinni og nýttu lífsgönguna vel. Höfðu auga fyrir að nýta það sem landið gaf og fóstraði og ekki síður hvað það gæti gefið. Þetta voru þeir Steinólfur í Ytri-Fagradal, Kristleifur á Húsafelli og Bragi Þórðarson, sem nýlega var burt kvaddur. Heiðursmaður Bragi Þórðarson, útgefandi, rithöfundur og fram- kvæmdastjóri á Akranesi var jarðsettur á föstudaginn. Braga kynntist ég fyrst fyrir aldarfjórðungi, en vegir okkar lágu oft saman eftir það á förnum vegi og í gegnum störf hans að útgáfu og bókaskrifum. Þegar lífshlaup hans er skoðað í baksýnisspeglinum sést hversu óhemju miklu hann fékk áorkað á langri og farsælli ævi. Dýrmætast fyrir héraðið var skráning heimilda um mannlíf liðinna tíma og útgáfa þess í bókum. Kannski náði hann hvað lengst vegna skaphafnar sem vel var af Guði gerð en einnig með hógværri festu. Ég sé mikið eftir honum Braga, finnst vanta að sjá hann á sinni daglegu göngu með sixpensarann, brosandi og glaðan. Spurði ætíð hvernig gengi og fylgd- ist með mannlífinu fram á síðasta dag, því sem skipti máli. Bragi var vel að ýmsum titlum og orðum kominn, ekki síst að vera gerður að heiðursborgara Akraness. Eiginlega var það Kristleifur á Húsafelli sem fann upp ferðaþjónustuna hér á landi, ekki tilviljun að hann var handhafi skírteinis nr. 1 hjá Ferðaþjón- ustu bænda. Um miðjan aldur var brugðið hefðbundnu stóru sauðfjárbúi og farið að gera út á tvífætlinga. En það mátti gera með ýmsu móti. Jafnvel að leigja land undir „bindindismót“ sem yngri kynslóðin fjölmennti á, bora holu í jökul og leigja hana út sem brúðarsvítu fyrir yfir sig ástfangið fólk, svo ástfangið að það vildi verja fyrstu nóttinni við ísskápahita. Hugmyndir sem Kristleifur fékk og framkvæmdi. Þá hafði hann hugmyndir um sitthvað fleira framúrstefnulegt sem honum entist ekki ævin til að hrinda í framkvæmd. Steinólfur bóndi og lífskúnstner í Ytri Fagradal var ekki líkur þeim Krist- leifi eða Braga nema að því leyti að hann kunni einnig að hugsa út fyrir rammann. Steinólfur nýtti einstaka frásagnargáfu til að fylgja hugmyndum sínum eftir. Vissulega var hann einn litríkasti persónuleiki sem þessi lands- hluti hefur alið enda varð hann þjóðsagnapersóna í lifandi lífi fyrir óvenju- leg og hnyttin tilsvör og litskrúðugt tungutak, jafnt í ræðu sem riti. Frá- sagnarhæfni sína nýtti Steinólfur meðal annars til að vekja ráðamenn til umhugsunar um ýmis framfaramál sem hann sá fyrir. Hafa sem betur fer sum bréfa hans varðveist, svo sem Trjónukrabbabréfið þar sem hann hvatti til nýtingar á þeirri undarlegu sjávarskepnu, nú eða Gilsfjarðarrollan, bréf ritað á nýársdegi 1990 þar sem Steinólfur skrifaði samgöngumálaráðherra fjárveitingavaldsins og „gullkreistara ríkisins,“ til að vekja máls á knýjandi nauðsyn þess að brúa hinn illræmda Gilsfjörð. Bréf þetta hafði vafalaust þau áhrif að ráðist var í þverun fjarðarins og brúargerð nokkru síðar. Þá var Steinólfur hvatamaður þess að reist yrði graskögglaverksmiðja í Saurbæ og vakti síðar máls á nýtingu þörunga sem síðar var gert á Reykhólum. Vel má velta því fyrir sér hvernig ástatt væri nú, á slóðum þessara karla, ef þeirra hefði ekki notið við. Atvinnulíf væri í það minnsta ekki jafn fjölbreytt og það er. Kannski hefðu einhverjir aðrir rutt brautina að þeirra hætti, það veit enginn. Sem gömlum atvinnuráðgjafa datt mér í hug að rifja þetta upp, því góður frumkvöðull er það dýrmætasta sem nokkurt hérað getur átt. Án þeirra sem þora verða nefnilega engar framfarir. Magnús Magnússon Þýski listamaðurinn Jo Kley heggur nú fimm metra háan vita í Saltporti, vinnustofu listamanna á Hellissandi. Vitinn er skúlptúr úr steini og er þetta er 25. verk listamannsins í seríu sem ber heitið Play City en hann hefur sett upp verk í 24 löndum undir því verkefni. Tvo mánuði tekur að höggva vitann en listaverkið verður afhjúpað í lok ágúst þegar þýski sendiherrann og fleiri mæta á staðinn og verða viðstaddir hátíðlega athöfn. sþ Einar Sveinbjörnsson veður- fræðingur greindi frá því á Face- booksíðu sinni í byrjun mánaðarins að veðurfar í nýliðnum júlí hafi ver- ið undir meðallagi gott. Mánuður- inn var sólarlítill og meðalhitinn einni gráðu lægri en meðalhiti í júlí áranna 1991-2020. Þrátt fyrir fáa sólardaga og einkennandi skýjafar var þó ekki mikil úrkoma svo bænd- ur náðu flestir að sinna heyskap. Hæsta hitastig mánaðar- ins mældist 15,9 gráður en lægra hámark hefur ekki sést síðan 1989. Sá mánuður komst að vísu í sögu- bækur fyrir sólarleysi, segir Einar, en töldu sólarstundirnar 77 klukku- stundir í Reykjavík það ár. Í ár voru sólarstundir þó 150 en heilt yfir var lítil sól á landinu þennan júlí- mánuð. Laugardagurinn 30. júlí var kaldasti dagur mánaðarins og var mánuðurinn á landsvísu mjög kald- ur. Veðurfræðingar spá því að fleiri sólardagar verðir í ágúst. sþ Ferðamönnum hefur fjölg- að mjög í Grundarfirði á síð- ustu árum með tilheyrandi áhrif- um á ferðaþjónustu. Nú er í kynn- ingarferli bygging allt að 100 her- bergja hótels og fimm smáhýsa á jörðinni Skerðingsstöðum, sem er í nágrenni bæjarins. Hótelið verð- ur með útsýni að vestur hlið Kirkju- fells, sem nýtur sífellt meiri vin- sælda og er svæðið orðið með fjölfarnari ferðamannastöðum á landinu. Kirkjufellið mun hafa sterk áhrif á hótelið en það er hannað af arki- tektastofunni Zeppelin arkitekt- um. Hámarks byggingarmagn hótelsins verður 5.500 fermetr- ar ofanjarðar. Byggingin verður klædd að utan með náttúrulegum efnum og þök lögð gróðurþekju. Byggingarreitur fyrir smáhýsin er austast á skipulagssvæðinu og er húsunum raðað upp með óreglu- legum hætti. Hæð þeirra verð- ur mest 4,5 m frá botnplötu og hámarks byggingarmagn 300 fer- metrar. Skerðingsstaðir er 264 hekt- ara eyðijörð á sérstaklega falleg- um stað, við Lárvaðalinn; mann- gert lón sem mótað var árið 1965 vegna laxeldis sem þar var stundað. Búseta á jörðinni lagðist af í kring- um 1970. Skipulagssvæðið er um fimm hektarar að stærð. Landeigendur Skerðings- staða óskuðu fyrst eftir heimild Grundarfjarðarbæjar til að vinna deiliskipulag fyrir jörðina árið 2018. Þá var landnotkun breytt úr landbúnaði í verslun og þjón- ustu. Þegar skipulagslýsing til- lögunnar var kynnt, bárust nokkr- ar athugasemdir sem teknar voru til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðar- bæjar í nóvember 2019. Í kjöl- farið var þeim sem gert höfðu athugasemdir við lýsinguna sent minnisblað um viðbrögð við athugasemdunum. Við tók öflun frekari gagna og var m.a. lögð sér- stök áhersla á greiningu sjónrænna áhrifa og ásýnd, enda sjálft Kirkju- fellið í baksýn í aðeins 1,3 km. fjar- lægð. Auk þess voru gerðar rann- sóknir á forminjum, vatnafari og lífríki. Nú hefur deiliskipulags- tillagan verið uppfærð með tilliti til niðurstaða þessarra rannsókna og samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum þann 10. mars síðastliðinn að auglýsa tillöguna og óska eftir umsögnum og athugasemdum ef einhverjar eru. Tillagan hefur verið til sýnis frá 20. júlí og verður það áfram til 14. september n.k. Hún er ásamt fylgi- skjölum aðgengileg á vef sveitarfé- lagsins www.grundarfjordur.is og í Ráðhúsinu og Sögumiðstöðinni á opnunartímum. Kynningarfund- ur verður haldinn þriðjudaginn 23. ágúst nk. kl. 17 í Sögumiðstöðinni. Þeir sem ekki gera athugasemd- ir innan frestsins teljast samþykkir tillögunni. gj Fyrirhuguð hótelbygging á Skerðingsstöðum. Teikning: Zeppelin arkitektar. Áform um nýtt hótel í nágrenni Grundarfjarðar Baulan 15. júlí síðstliðinn í einkennandi veðurfari fyrir júlímánuð þessa árs. Lítil sól og lægri hiti einkenndi júlímánuð Heggur fimm metra háan vita á Hellissandi Jo Kley vinnur að vitanum í Saltporti á Hellissandi. Ljósm. Saltport.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.