Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 20226 Bílvelta við Hreðavatnsskála NORÐURÁRD: Hringt var í Neyðarlínuna seinni part sunnudags og tilkynnt um bíl- veltu við Hreðavatnsskála í Norðurárdal. Ökumaður missti stjórn á bifreiðinni þegar bif- reið fyrir framan hann hemlaði skyndilega og valt bifreið hans í kjölfarið. Björgunarsveitar- menn voru fyrstir á vettvang og hlúðu að ökumanninum þang- að til lögregla og sjúkrabif- reið komu á staðinn. Hann var síðan færður til skoðunar á heilsugæslustöð HVE í Borgar- nesi. -vaks Á hjóli í göngunum HVALFJ.SVEIT: Erlendur ferðamaður á hjóli var tekinn í Hvalfjarðargöngunum á föstu- daginn þar sem hann var kom- inn um fimm kílómetra niður í göngin. Þar var hann að reiða hjól sitt meðfram veginum í norðurátt og voru afskipti höfð af honum. Honum var bent á af lögreglu að athæfið væri strang- lega bannað og stórhættulegt. -vaks Aflatölur fyrir Vesturland 30. júlí – 5. ágúst Tölur (í kílóum) frá Fiski- stofu Lítill afli var færður til hafna á Vesturlandi þessa vikuna þar sem strandveiðar voru stöðv- aðar seinnihlutann í júlí, veiði- tímabilið að líða undir lok og nýtt fiskveiðiár hefst ekki fyrr en um næstu mánaðamót. Lítið hefur þess vegna verið um sjó- sókn undanfarna daga. Akranes: 1 bátur. Heildarlöndun: 884 kg. Mestur afli: Mardís AK: 884 kg í einni löndun. Arnarstapi: Engin löndun á tímabilinu Grundarfjörður: 4 bátar. Heildarlöndun: 250.487 kg. Mestur afli: Þórir SF: 97.604 kg í einum róðri. Ólafsvík: 1 bátur. Heildarlöndun: 1.275 kg. Mestur afli: Kría SH: 1.275 kg í einum róðri. Rif: 1 bátar. Heildarlöndun: 34.967 kg. Mestur afli: Bárður SH: 34.967 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 38.955 kg. Mestur afli: Kári SH: 14.650 kg í fimm löndunum. 1. Þórir SF – GRU: 97.604 kg. 3. ágúst. 2. Harðbakur EA – GRU: 84.977 kg. 3. ágúst. 3. Skinney SF – GRU: 63.316 kg. 1. ágúst. 4. Bárður SH – RIF: 27.822 kg. 3. ágúst. 5. Bárður SH– RIF: 7.145 kg. 2. ágúst. -sþ Fjögur prósent án vinnu LANDIÐ: Hlutfall atvinnu- lausra var 4,0% í júní síðast- liðnum samkvæmt árs- tíðaleiðréttum tölum vinnu- markaðsrannsóknar Hag- stofunnar. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,8% og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 76,6%. Árstíðaleið- rétt atvinnuleysi jókst um 0,5 prósentustig á milli mánaða á meðan hlutfall starfandi dróst saman um 1,4 pró- sentustig. Árstíðaleiðrétt leitni atvinnuleysis hefur lækkað um 0,7 prósentustig síðustu sex mánuði á meðan leitni hlutfalls starfandi hef- ur aukist um 0,4 prósentu- stig. -mm Fór út af og valt BORGARFJ: Síðasta föstu- dagsmorgun var hringt í Neyðarlínuna og tilkynnt um umferðaróhapp við Árdalsá á Borgarfjarðar- braut. Ökumaður hafði þar misst stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún fór utan vegar og valt tvær veltur. Lögregla og sjúkralið komu á staðinn og var þá ökumaðurinn kominn út úr bílnum en með áverka á baki, höfði og höndum. Var hann fluttur á HVE á Akra- nesi til nánari skoðunar og aðhlynningar. -vaks Skot í myrkri BORGARFJ: Tilkynnt var um skothvelli í Skorradal síðasta föstudagskvöld og fór lögregla ásamt sérsveit á vettvang til að skoða mál- ið en ekkert kom út úr þeirri rannsókn. -vaks Ákveðið hefur verið að ráða Krist- ján Guðmundsson tímabundið í starf verkefnisstjóra á Áfangastaða- og markaðssviði Samtaka sveitar- félaga á Vesturlandi (SSV) og Markaðs stofu Vesturlands. Krist- ján hefur störf 15. ágúst og kemur í stað Thelmu Harðardóttur sem ákveðið hefur að láta af störfum hjá samtökunum. Kristján er öllum hnútum kunnugur í ferðaþjónustu á Vesturlandi, en hann starfaði hjá Markaðsstofu Vesturlands frá árinu 2013 fram á árið 2018 og var jafn- framt forstöðumaður hennar frá hausti 2014 og fram að starfslok- um. Þá hefur Kristján starfað sem sölu- og markaðsstjóri hjá Hót- el Húsafelli auk þess að sinna fleiri störfum tengdum ferðaþjónustu á svæðinu. Ráðning hans gildir til 1. mars á næsta ári. Þess má geta að Margrét Björk Björnsdóttir fagstjóri hjá Markaðs- stofunni verður í leyfi frá 1. október og fram að áramótum og hyggst leggja land undir fót. Stjórnunar- reynsla Kristjáns á þessu sviði mun því koma sér vel. Starf verkefnis- stjóra verður síðan auglýst á nýju ári. gj „Tveggja daga hjónaholl í Straumfjarðará endaði með sex fiskum á land og það veiddust tve- ir Maríulaxar,“ sagði Birna Dögg Jónsdóttir, en Straumfjarðará hef- ur nú gefið um 200 laxa. „Veðr- ið var ekki að vinna með okk- ur en við létum það ekki á okkur fá. Það var erfitt að kasta flugu í roki og kulda, en þetta er eitthvað sem við höfum öll prófað áður og flestir veiðimenn kannast vel við. En það var mjög gaman samt í Straumfjarðará og öll aðstaða til fyrirmyndar,“ sagði Birna Dögg ennfremur. Laxinn er aðeins byrjaður að veiðast á Vatnasvæði Lýsu á Snæ- fellsnesi og rígvænir sjóbirtingar verið að veiðast þar. ,,Já, ég fékk flottan sjóbirting og svæð- ið skemmtilegt,“ sagði Ágúst Tómas son sem var á Vatnasvæði Lýsu. gb Kristján Guðmundsson ásamt konu sinni Eydísi Smáradóttur á Hvanneyrarhátíð um liðna helgi. Ljósm. mm. Kristján Guðmundsson kemur til starfa hjá SSV Straumfjarðará að komast í 200 laxa

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.