Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2022 23 KFB og Reynir Hellissandi mætt- ust á Álftanesi í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á föstudaginn og unnu heimamenn í KFB stór- sigur, 4-1. Það voru þó gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins strax á fjórðu mínútu með marki frá Benedikt Osterhammer Gunnars- syni. Reynismenn urðu síðan fyr- ir áfalli þegar lykilmaður í vörn þeirra, Kristófer James Eggertsson, var borinn meiddur af velli fjórum mínútum eftir markið en staðan í hálfleik 0-1 fyrir Reyni. Heimamenn í KFB reyndust sterkari í síðari hálfleiknum og skoruðu þrjú mörk á tíu mínútna kafla um miðjan hálfleikinn og það síðasta á lokamínútunni, niðurstað- an öruggur sigur Álftnesinga í húsi. Reynismenn eru í neðsta sæti riðils ins með þrjú stig eftir tólf leiki og eiga eftir að spila tvo leiki í sumar. Næsti leikur og síðasti heimaleikur sumarsins er næsta föstudag á Ólafsvíkurvelli gegn liði Kríu og hefst klukkan 20. vaks KH og ÍA mættust í 2. deild kvenna í knattspyrnu á mánudaginn og fór leikurinn fram á Valsvellinum við Hlíðarenda. Guðlaug Ásgeirs- dóttir kom KH yfir strax á fimmtu mínútu en fyrirliðinn Bryndís Rún Þórólfsdóttir jafnaði metin fyrir ÍA rétt fyrir hálfleik. Markamaskínan Samira Suleman skoraði síðan tvö mörk fyrir ÍA í seinni hálfleik og tryggði mikilvægan sigur, 1-3. ÍA er nú í fimmta sæti deildar- innar með 15 stig eftir átta leiki en efst er Fram með 24 stig, Grótta og Völsungur í öðru sæti með 23 stig og ÍR í því fjórða með 20 stig. Næsti leikur ÍA er gegn Völsungi á Húsavík næsta laugardag og hefst klukkan 16. Með sigri þar gæti ÍA stimplað sig inn af fullum krafti inn í toppbaráttuna og fyrir úrslita- keppnina sem hefst í lok ágúst. vaks Gömlu stórveldin ÍA og Val- ur mættust í Bestu deild karla í knattspyrnu á mánudaginn og unnu Valsarar nauman sigur, 1-2. Valur fékk fyrsta færi leiksins þegar Aron Jóhannsson sendi boltann inn fyrir vörn Skagamanna þar sem Tryggvi Hrafn Haraldsson ætl- aði að lauma boltanum í fjærhorn- ið en Árni Marinó Einarsson mark- vörður ÍA varði ansi vel. Á 18. mín- útu vildu Skagamenn fá vítaspyrnu þegar Eyþóri Aroni Wöhler var kippt niður í teignum en ekkert var dæmt. Skömmu fyrir leikhlé var Eyþór Aron að atast og hanga aftan í Hólmari Erni Eyjólfssyni sem var með boltann og slæmdi Hólmar Örn höndinni í bringuna á Eyþóri Aroni sem lá eftir. Skaga- menn heimtuðu rautt en Hólmar Örn slapp með gult spjald sem var líklega rétt miðað við leikræna til- burði Eyþórs Arons. Valur byrjaði seinni hálfleik- inn af krafti og komst yfir eftir sex mínútna leik. Tryggvi Hrafn sendi þá boltann á Aron sem var fyr- ir opnu marki og lagði boltann í netið. Nokkru síðar fengu Skaga- menn vítaspyrnu eftir hornspyrnu sem lauk með því að Arnór Smára- son braut á Hlyni Sævari Jónssyni sem var að reyna að koma boltan- um yfir línuna. Kaj Leó Í Bartal- stovu tók vítið en Frederik Schram gerði vel og varði út við stöng. Það var varla mínúta liðin eftir mark- ið þegar Valsmenn bættu við öðru marki og var það Arnór Smárason sem smellti boltanum fyrir utan teig í stöngina og inn, staðan 0-2 fyrir Val og útlitið ekki gott fyrir ÍA. Steinar Þorsteinsson fékk síð- an fínt færi en skaut rétt yfir og það var síðan fimm mínútum fyrir leikslok að Skagamenn minnkuðu muninn. Gísli Laxdal Unnarsson vippaði þá boltanum inn á teiginn þar sem Kristian Lindberg skall- aði boltann í fjærhornið og spenna komin aftur í leikinn. Skagamenn sýndu smá lífsmark síðustu mín- úturnar en tókst ekki að jafna metin og ekki hjálpaði til þegar Johann- es Vall leikmaður ÍA fékk sitt ann- að gula spjald og þar með rautt á lokamínútu leiksins. Niðurstaðan sjötta tap Skagamanna í röð og þeir sitja sem fastast á botninum með átta stig eftir 16 umferðir en fyrir ofan þá eru ÍBV með tólf stig, FH með ellefu stig og Leiknir R. með tíu stig. Næsti leikur ÍA er gegn KA á Greifavellinum á Akureyri næsta sunnudag og hefst klukkan 16. vaks Hvíti riddarinn og Skallagrímur mættust í A riðli 4. deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn og fór leikurinn fram að Varmá í Mosfells- bæ. Fyrir viðureignina var Hvíti riddarinn með 31 stig í efsta sæti riðilsins og Skallagrímur með 27 stig í þriðja sætinu, sæti á eftir liði Árbæjar sem var með 28 stig. Tvö lið fara í úrslitakeppni 4. deildar og því var þetta í raun úrslitaleikur fyrir Skallagrím að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Heimamenn komust yfir í leikn- um með marki Patreks Orra Guð- jónssonar úr víti og skömmu síð- ar heimtuðu Skallagrímsmenn vítaspyrnu en ekkert var dæmt og staðan í hálfleik 1-0 fyrir Mosfell- inga. Patrekur Orri var síðan aft- ur á ferðinni tuttugu mínútum fyrir leikslok og kom liði sínu í tveggja marka forystu áður en hann gull- tryggði þrennuna með marki á lokamínútu leiksins, lokatölur 3-0 og úrslitin mikil vonbrigði fyrir gestina og sæti í úrslitakeppninni að fjarlægjast. Þegar tvær umferðir eru eftir er Hvíti riddarinn í efsta sæti riðils- ins með 34 stig og með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Árbær er með 31 stig og Skallagrímur með 27 og þarf því Skallagrím- ur að vinna sína leiki gegn Ísbirn- inum og Herði Ísafirði til að eiga möguleika. Þeir þurfa síðan einnig að treysta á að Árbær nái aðeins einu stigi í leikjum á móti Hvíta riddaranum og Ísbirnin- um og því er staðan orðin heldur vonlítil fyrir Skallagrím. Á næsta ári verður 4. deildin tíu liða deild eins og hinar fjórar fyr- ir ofan sem þýðir að Skallagrímur gæti leikið í 5. deild á næsta ári. Fimmtu deildinni verður skipt í tvo átta liða riðla næsta sumar og fara þá tvö efstu liðin úr hvorum riðli í úrslitaleiki um tvö sæti í 4. deild fyrir árið 2024. Síðasti heimaleikur sumarsins hjá Skallagrími er næsta föstudag á móti Ísbirninum á Skallagríms- velli og hefst klukkan 20. vaks Víkingur Ólafsvík tók á móti liði Hattar/Hugins á Ólafsvíkurvelli í 2. deild karla í knattspyrnu á laugar- daginn og skiptu liðin bróður lega með sér stigunum, lokatölur 1-1. Brynjar Vilhjálmsson kom Vík- ingi yfir í byrjun seinni hálfleiks með sínu fjórða marki í deildinni í sumar en Stefán Ómar Magnús- son jafnaði metin fyrir gestina á 69. mínútu og þar við sat. Víkingur náði því ekki að fylgja eftir frábær- um sigri á toppliði Njarðvíkur í síð- ustu umferð og situr nú í sjöunda sæti deildarinnar ásamt ÍR með 16 stig eftir 15 leiki, sex stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur Víkings er einmitt gegn ÍR í Breiðholtinu á laugar- daginn og hefst klukkan 14. vaks Reynismenn að fagna markinu gegn KFB. Ljósm. tfk Reynir tapaði fyrir KFB Brynjar Vilhjálmsson skoraði mark Víkings gegn Hetti/ Hugin. Ljósm. Víkingur Ó. Víkingur Ó og Höttur/Huginn gerðu jafntefli Samira Suleman skoraði sín fyrstu mörk fyrir ÍA á móti KH. Ljósm. kfia Skagakonur með góðan sigur Skallagrímur að missa af úrslitakeppninni Kristian Lindberg skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍA í sumar gegn Val en það dugði ekki til. Ljósm. kfia Skagamenn töpuðu gegn Val – Sjötti tapleikur liðsins í röð

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.