Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 202214 Í Nýsköpunarsetrinu á neðri hæð Stjórnsýsluhússins í Búðardal er skrifstofa Lindu Guðmundsdóttur, nýráðins verkefnisstjóra DalaAuðs, verkefnis sem á að efla og byggja upp Dalabyggð undir verndar- væng Byggðastofnunar. Linda er sömuleiðis nýr íbúi í sveitarfé- laginu þótt hún sé búin að vera með annan fótinn í Saurbænum í tæplega tvö ár. Hún er nefnilega orðin húsfreyja í Þurranesi. Hún er sambýliskona Jóns Inga Ólafsson- ar, sem þar stundar sauðfjárbúskap og ferðaþjónustu. Linda settist nið- ur í spjall með fréttaritara Skessu- horns. Hún segist mjög ánægð með titilinn húsfreyja en ekki síður með titil dótturinnar sem heimasætu í Þurranesi. Dóttir Lindu heit- ir Hulda Sophia og er átta ára, en þær mæðgur hafa búið undanfarin ár á Akureyri og dóttirin gengið í Oddeyrarskóla. Jón Ingi á tvö börn sem dvelja hjá þeim öðru hverju og þannig er orðin til talsvert stærri fjölskylda en áður. Heimsborgari og flökkukind Þegar spurt er út í bakgrunn Lindu koma tvö orð í hugann; heims- borgari og flökkukind. Hún segir glaðlega frá flökkuþránni sem hef- ur dregið hana um alla Evrópu, en hún ferðaðist um tíma í Balkan- löndunum á umbrotatímum og starfaði í Keníu og víðar í Austur- -Afríku. Hún lýsir sér sem leitandi ungri konu, sem langaði að hjálpa heim- inum að verða betri, vissi ekkert hvað hana langaði að læra, en vissi að hana langaði að fara á átakasvæði og láta gott af sér leiða. Linda end- aði á því að læra mannfræði, flakk- aði um og tókst á við allskonar verk efni, en hefur undanfarið unnið sem verkefnisstjóri í félagslegum verkefnum hjá Rauða krossinum á Akureyri. Hún hefur unnið mikið með jaðarsettu fólki, svo sem inn- flytjendum og félagslega einangr- uðu fólki. „Það er ótrúlegt hvað fólk getur lent langt úti á kantinum í samfélaginu,“ segir hún og dregur ekkert úr því að það getur tekið á að hjálpa fólki, því tilfinningar eins og ótti, reiði og depurð fylgja oft þeirri erfiðu stöðu sem fólk er í. „Það er mikilvægt að brynja sig, því allar þessar tilfinningar geta einfaldlega dregið burt allan mátt. En samt er svo ótrúlega mikilvægt að halda í og næra samkenndina í svona starfi.“ Aðspurð um hvort hún hyggist taka þátt í Rauða kross deildinni í Dölunum svarar hún: „Við það að starfa í Rauða krossinum verðurðu hægt og rólega að Rauða krossin- um, því Rauði krossinn er fólk, fyrst og fremst.“ Og jú, henni líst vel á að taka þátt í deildinni. Hún er með leiðbeinandaréttindi í sál- rænum stuðningi og getur miðlað af þeirri þekkingu sinni í Dölunum. Tækifæri í fjöl- breytileikanum Linda kveðst blómstra í sveitinni enda uppalin að hluta sem sveita- stelpa í Landeyjunum þar sem for- eldrar hennar bjuggu með kýr og kindur þegar hún var lítil. Henni og dótturinni er einstaklega vel tekið í Þurranesi og hún hlakkar til að takast á við hlutverk sitt þar, ekki síður en starfið sem verkefnastjóri DalaAuðs. Hún sér fyrir sér tæki- færi í Þurranesi líkt og annars staðar í Dalabyggð. Tækifærin í Dölunum telur Linda liggja í fjölbreytileik- anum, landkostirnir eru miklir og hægt að þróa matvælaframleiðslu, því hér er mikil þekking í landbún- aði. „Uppbygging á minni áfanga- stöðum fyrir ferðamenn, sem geta tekið á móti smærri hópum, en ekki endilega risastóra staði fyrir massa- túrisma. Fólk kemur hingað til að njóta kyrrðar og náttúru sem við erum rík af í Dölunum.“ Linda var landvörður á Gullfoss-Geys- is svæðinu á tímabili og þar sá hún vel hversu mikla umgjörð þarf til að halda stærstu stöðunum í lagi. Álag á stærri ferðamannastöðum kall- ar á mikla uppbyggingu og mann- skap. Og álagið er ekki bara á stað- inn, heldur líka á íbúana. Að dvelja og njóta, eins og slagorð Vestur- lands er í ferðaþjónustunni, á sér- lega vel við hér þar sem færri koma og hafa meiri tíma og meira rými. DalaAuður, verkefnið sem Linda stýrir, telur hún vera einskonar innspýtingu sem muni gefa kraft til að hreyfa við samfélaginu og blása í allskonar glæður. Hins vegar er líklega brýnasta málið húsnæðis- skortur eins og staðan er akkúrat núna. Tjái hug sinn Talið berst að samfélaginu og þátt- töku okkar í því. Linda leggur áherslu á það hversu fólk getur haft mikil áhrif á samfélagið sitt með því að þora að segja frá því sem það dreymir um. „Ef ég læt í mér heyra og vil að það sé til kór, þá verður kannski til kór því ég kemst að því að fleiri vilja nákvæmlega það sama. En ekki ef ég segi engum frá, því þá er ólíklegt að hugmyndin verði að veruleika.“ Linda er vongóð um að DalaAuður geti hjálpað íbúum að virkja sínar hugmyndir og ýta und- ir grósku í menningarlífi og félags- starfi. Íbúafundurinn í vor, sem markaði upphaf DalaAuðs, gefur tilefni til að ætla að hér sé gróska, því þar ræddu íbúar sínar framtíðarvæntingar og voru mjög jákvæðir og áhugasamir. Nú er verið að vinna að stefnumót- un upp úr niðurstöðum íbúaþings- ins. Í ágúst verður hún kynnt og geta íbúarnir þá haft áhrif á stefn- una og verkefnin framundan. „Það verður spennandi að taka við kefl- inu eftir fundinn,“ segir Linda sem kveðst að lokum hlakka til að kynn- ast samfélaginu betur og njóta þess að starfa og búa í Dalabyggð. bj Byggðarráð Borgarbyggðar hef- ur að undanförnu unnið að mót- un tillagna um framtíðarfyrirkomu- lag fyrir Safnahús Borgarfjarð- ar til næstu ára. Í húsinu eru fimm söfn og fólst verkefnið í að skil- greina hlutverk og framtíðarsýn fyrir þau, áherslur, meginmarkmið og nauðsynlegar aðgerðir til að ná þeim fram. Niðurstaðan er að auka þurfi fjöl- breytni í safnastarfinu og nýta bet- ur söfnin og safnkost þeirra. Enn- fremur að móta þurfi sýn, áherslur og aðgerðir fyrir hvert safn, færa Héraðsskjalasafnið nær stjórnsýsl- unni og nútímavæða bókasafnið með því að færa það í menningar- húsið Hjálmaklett þar sem Mennta- skóli Borgarfjarðar starfar. Einnig er kveðið á um að gera Náttúru- gripasafn Borgarfjarðar að hluta af Landbúnaðarsafni Íslands á Hvann- eyri, endurskoða nýtingu núverandi húsnæðis Safnahúss við Bjarnar- braut og munageymslur og stjórn- skipulag svo fátt eitt sé nefnt. Byggðarráð hefur falið for- stöðumanni menningarmála að láta kostnaðarmeta ofangreind- ar megintillögur og hefja form- legar viðræður um flutning Hér- aðsbókasafnsins við stjórn og skólastjóra Menntaskóla Borgar- fjarðar. Fram kemur á heimasíðu Safnahússins að Náttúrugripasafn Borgar fjarðar var stofnað árið 1972. Fuglar úr safneigninni eru sýndir á grunnsýningunni Ævintýri fugl- anna sem hönnuð er af Snorra Frey Hilmarssyni og var opnuð vorið 2013. Sýningin er helguð minningu Sigfúsar Sumarliðasonar sparisjóðs- stjóra sem átti á sínum tíma stóran þátt í að efla safnkostinn. Náttúrugripasafnið er deild í Byggðasafni Borgarfjarðar sem stofnað var árið 1960. Að því stóðu á sínum tíma Samband borg- firskra kvenna, Búnaðarsamband Borgarfjarðar, Borgfirðingafélag- ið í Reykjavík, Ungmennasamband Borgarfjarðar og Kaupfélag Borg- firðinga. Síðar féll reksturinn til sveitarfélaganna á svæðinu, en með samningi árið 2007 var byggða- samlagi um safnamál í Borgarfirði slitið. Þá varð Borgar byggð eini eig- andi byggðasafnsins en gerði þjón- ustusamninga við nágrannasveitar- félög sem aðra eigendur safnkosts- ins. Söfnin fimm hafa frá upphafi ver- ið í nánu sambýli í Borgarnesi sem er nú líklegt að verði breyting á. Menningarnefnd Borgarbyggð- ar hverju sinni er stjórn Safna- húss. Núverandi stjórn er atvinnu,- markaðs- og menningarmálanefnd sveitarfélagsins og er Eva Mar- grét Jónudóttir formaður hennar. Nefndin hefur lagt til að Þórunn Kjartansdóttir, sem er nýráðin for- stöðumaður menningarmála, verði áheyrnarfulltrúi á fundum nefndar- innar þegar menningarmál verða til umræðu. Þórunn hóf störf í byrjun ágúst. Nefndin staðfesti ákvörðun byggðarráðs um að hún leggði fram kostnaðaráætlun ásamt því að formlegar viðræður yrðu hafnar við stjórn og skólastjóra Menntaskóla Borgarfjarðar um flutning Héraðs- bókasafnsins. mm Reykhóladagar verða haldnir dag- ana 12.-14. ágúst. Dagskráin hefst kl. 13 á föstudag á afmælishátíð leikskólans Hólabæjar, en skólinn fagnar 30 ára afmæli og held- ur veislu af því tilefni. Þar verður Jörgen Nilsson með gögl (juggling) kennslu. Við tekur bátabíó fyr- ir börn á Báta- og hlunnindasýn- ingunni sem helguð er fuglum, bát- um og náttúrunytjum Breiðafjarð- ar og afmælishátíð Grettislaugar, sundlaugarinnar á svæðinu. Margt fleira verður á dag- skrá hátíðarinnar og má þar nefna Reykhólahlaupið og tónleika Björns Thoroddsen og Heru Bjark- ar í Reykhólakirkju á laugardag þar sem flutt verða lög við ljóð Jóns Thoroddsen. Dráttarvélaskrúð- ganga verður gegnum Reykhóla á laugardeginum og boðið verð- ur upp á brúðusýningu. Á menn- ingarkvöldi sama dag flytur Bergs- veinn Birgisson erindi þar sem farið verður um slóðir svarta víkingsins og kannað hvernig skrifað var um landnámið á miðöldum og það sem vantar í þá sögu. Kvöldinu lýkur með lifandi tónlist fram eftir nóttu á Báta- og hlunnindasýningunni. Á sunnudeginum verður sveppa- tínsla og dagskrá í Króksfjarðarnesi með vöffluhlaðborði. Þar munu félagar úr Harmonikufélaginu Nikkólínu mæta á svæðið. Sjá má nánar um dagskrána á vef Reyk- hólahrepps; www.reykholar.is. gj Miðað við tillögur sem byggðarráð hefur staðfest mun núverandi starfsemi í Safnahúsinu við Bjarnarbraut 4-6 færast annað. Breytingar fyrirhugaðar á starf- semi Safnahússins í Borgarnesi Frá Reykhólum. Reykhóladagar verða um helgina Að dvelja og njóta á sérlega vel við í Dölum Rætt við verkefnisstjóra DalaAuðs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.