Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 202220 Vörur og þjónusta H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Dreifi bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is - Meirapróf - Fjarnám - Aukin ökuréttindi Verkleg kennsla/próf; Akranes - Reykjavík,- valkvætt. Upplýsingar á aktu.is og í síma 892-1390. Ökuskóli allra landsmanna Klifur - tónlist - námskeið - afmæli - hópafjör Fjölskyldutímar á sunnudögum 11-14 Afþreyingarsetur á Akranesi smidjuloftid.is GJ málun ehf málningarþjónusta Akravellir 12 - Hvalfj arðarsveit sími 896 2356 301 Akranes gardjons@visir.is Garðar Jónsson málarameistari 1990-2020 30 ár Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Pennagrein Ágæti lesandi! Ég reikna með að einhverjir hafi séð að búið er fyrir nokkru að stækka og laga mikið í kirkjugarðinum að Borg á Mýrum. Þarna er í höfn löngu tímabær stækkun á garðin- um sem er einn elsti kirkjugarð- ur á Íslandi og þar með einn elsti greftrunarstaður landsins þó ekki séu allir slíkir í kristni. Að líkind- um er stofnað til kirkjugarðs á Borg um sama leyti og kirkja er þar reist upp úr árinu 1000 þegar Þorsteinn Egilsson lét kirkju gera að Borg. Þetta fyrirkomulag að jarðsetja fólk eftir dauðann er gjörð sem skilur okkur mannfólkið frá öðrum skepnum jarðarinnar umfram flest annað. Að koma látnum frá hinum lifandi getur jafnvel verið afar knýj- andi í suðrænum löndum og þar sem trúarskoðanir hafa gert það að skyldu sem efa lítið er komin af nauðsyn. Við Íslendingar þurfum ekki alltaf að flýta okkur mikið en hög- um þessu frekar eftir hentugleik- um og reynum að aðlaga athöfnina þeim lifandi fremur en þeim látnu. Þetta er allt gott og blessað en nú kem ég að því sem mig langar mest að ræða um og það er þetta með að kalla greftrunarstaðina kirkjugarða. Að fornu var engin þörf á að hafa annað orð um þessa staði en kirkju- garða enda voru allir kristnir eða a.m.k. í orði kveðnu enda ekki frelsi um skoðanir og jafnvel gat verið hættulegt að viðra aðrar skoðan- ir en kirkjan studdi. Í dag er þetta breytt og nú eru hér saman komn- ir æði margir trúarhópar og ýmsir siðir enda ríkir trúfrelsi sem bund- ið er í stjórnarskrá hversu sáttir eða ósáttir menn eru við það. Vegna þess einmitt að trúfrelsið er í dag talið sjálfsagt þá ættum við að telja jafn sjálfsagt að allir trúarhópar geti jarðsett sína látnu með sömu virðingu og þeir sem til Þjóðkirkj- unnar teljast og raunar held ég að ekki sé fyrirstaða við slíkt frá Þjóð- kirkjunni. Þetta nafn á jarðsetn- ingarstaðnum gæti hins vegar orðið viðkvæmara mál og er það í sjálfu sér ekki óskiljanlegt. Persónulega finnst mér það vera sanngirnismál að taka öllum vel og reyna frekar að liðka til með fólki en að setja steina í götu þess og því held ég að það gæti verið ágætt að breyta nafni á kirkjugörðum og kalla þá legstaði eða grafreiti þar sem allir gætu hvílt í friði þó ein- hverjar trúarskoðanir hafi kannski verið mismunandi á meðan við- komandi lifðu. Og svo kemur upp í hugann reksturinn á þessum görðum okkar sem eru ótrúlega margir og liggja víða. Það er nefnilega ansi dýrt að halda svona kirkjugarði í þokka- legri hirðu svo ekki sé vansi að. Ég skil það vel að ættingjar séu ekki ýkja hrifnir af að koma í illa hirtan garð þar sem þeirra nánustu liggja en gera sér litla eða enga grein fyrir því að hirðing svona staðar er ekki lítið verk. Í sambandi við slíkt hef- ur mér stundum dottið í hug kvæði Tómasar Guðmundssonar, Hót- el Jörð, þar sem sagt er frá því að flestum er vel tekið við komuna til lífsins en eitthvað minni glans yfir brottförinni. Á fæðingardegi er ekki spurt um kostnaðinn en útför- ina þarf að greiða og það á ýmsan hátt og síðan halda í horfinu á leg- stað í æði mörg ár. Flestir eru svo sem búnir að greiða til samfélags- ins í öll sín ár nánast en það dugar eiginlega ekki til þegar að enda- lokunum kemur. Nýburar eru svo- lítið líkir nýjum viðskiptamönnum í banka sem eru gladdir með alls- konar bitlingum en þegar sjóðflæð- ið minnkar er ekki eins vel opin pyngjan. Og þetta veit ég nokk- uð vel því að rekstur á kirkjugarði er svolítið líkt og að moka þurrum sandi í vindi þar sem kornin loða ekki vel saman og lítið verður eftir á skóflunni í enda sveiflunnar. Það væri hægt að gera þennan rekstur verulega ódýrari og með minni fyr- irhöfn ef görðum væri steypt saman í rekstri þannig að ekki sé verið að vasast með örfáar grafir á hverjum stað sem gerir það illmögulegt að hafa samning um grafartökur og hirðingu. Í raun er þetta sennilega hluti af því stóra vandamáli að kirkjusókn- ir í okkar dreifðu byggðum eru allt of litlar og fámennar. Fyrir minna en 100 árum voru margfalt fleiri búandi í dreifbýlinu og samgöngur erfiðar þannig að erfitt var að sækja kirkju um langan veg. Í dag hins vegar er nánast hægt að aka á milli allra kirkna á Vesturlandi á einum degi. Hver sókn er orðin að örfáum sálum sem samt þurfa að standa að bæði kirkju og kirkjugarði líkt og var á meðan fólksfjöldi var marg- faldur. Og á þeim tíma voru held- ur ekki eins háar kröfur um hirðu kirkjugarða og nú er. Ég hef átt því láni að fagna í þessu aukahlutverki mínu sem sóknarfor- maður að Borg að hafa getað virkjað fólk úr sókninni sem hefur komið og lagt til vinnu við endurbætur og snyrtingu í kirkjugarðinum. Ósér- hlífið fólk sem mætti með verkfæri og viljann til að lagfæra í kring- um liðna ættingja og nágranna. Svona starf er ekki sjálfsagt og alls ekki hægt að gera ráð fyrir því að ná saman virkum hópi en að Borg gekk þetta aldeilis frábærlega og gæti jafnvel orðið oftar miðað við undirtektir áður. Og annað höfum við að Borg verið ákaflega hepp- in með og það er einmitt aðgengi að viljugu fólki í sókninni sem hef- ur unnið við hirðingu og grafar- tökur þegar þurft hefur. Slíkt er þó greitt enda allt of mikið starf til að unnið sé launalaust. Ég held reynd- ar að rekstur á grafstæðum ætti að vera samfélagslegt og vera hluti af skyldum sveitarfélaga eða ríkis en ekki í höndum mýmargra mismun- andi virkra smásókna. Við fæðumst orðið flest á sjúkrahúsi en förum í gröfina á eigin vegum ef svo má segja, en greiðum skatta þess í milli. Svona sem niðurlag í þessu rausi mínu vil ég vekja fólk til hugsun- ar um hvort ekki sé orðið tímabært að stokka svolítið upp í þessu fyrir- komulagi okkar um kirkjur og graf- stæði og færa það til nútímans svo auðveldara verði að standa að þess- um málum svo að til sóma sé. Sam- kvæmt svolítið skrýtinni skoðana- könnun sem gerð var fyrir u.þ.b. 10 árum síðan kom í ljós að meirihluti þjóðarinnar (þó ekki hafi kannski meirihlutinn tekið þátt í þessari könnun) vildi halda í Þjóðkirkjuna. Það segir samt ekki að ómögulegt sé að færa hlutina til nútímans og aðlagast betur aðstæðum. Og eins og ég sagði hér áður þá eru fleiri hópar til en sem tilheyra Þjóðkirkj- unni og þeirra réttur er sá sami og okkar hinna. Með vinsemd og virðingu, Tungulæk síðsumars 2022. Einar Óskarsson Upphaf og endir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.