Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 202218 Síðastliðinn laugardag héldu Hvanneyringar þorpshátíð sína. Oftast hefur hátíðin farið fram í júlímánuði, en nú var ákveðið að halda hana viku af ágúst þegar flest- ir hafa lokið sumarfríum sínum. Það fyrirkomulag voru menn almennt ánægðir með. Dagskrá hátíðarinn- ar var á margan hátt hefðbundin, en lögð var sérstök áhersla á þjóðlegan leik og skemmtun. Veður var milt allan tímann, að mestu sólarlaust en um fimmtán stiga hiti. Fergusonfélagið og Fornbílafé- lag Borgarfjarðar mættu á svæð- ið með dráttarvélar og bíla. Land- búnaðarsafn Íslands, Ullarselið og Jarðræktarmiðstöð LbhÍ voru öll- um opin. Meðal annars var boðið upp á glímusýningu á vegum Glímusam- bands Íslands. Farmal A og Centaur slógu blett með greiðusláttuvélum á túninu skammt frá kirkjugarðin- um og þar hófst í kjölfarið keppni í dráttarvélaakstri og þrautabraut. Þá kepptu slökkviliðsmenn í staura- og stígvélakasti, að hætti Guðmundar Hallgrímssonar. Samhliða þessu var markaður í íþróttahúsinu, dag- skrá í Ullarseli og kaffiveitingar voru seldar á Hvanneyri Pub og í Skemmunni. Skemmst er frá því að segja að fjölmenni mætti á svæð- ið og seldist upp allt matarkyns á markaði og hlaðborð Skemmunn- ar var orðið fremur tómlegt und- ir lokin. Viðtökur voru því góðar og talið að ríflega tvö þúsund gest- ir hafi mætt á Hvanneyri þennan dag. Í lok dagskrár söng Bjartmar Guðlaugsson í Skemmunni og um kvöldið voru tónleikar með Tóta og Evu í Halldórsfjósi. „Fjöldinn allur af fólki mætti á svæðið og gleðin var allsráðandi. Frábær dagur í alla staði,“ segir í frétt á íbúasíðu Hvanneyringa. mm Hvanneyrarhátíð þjóðleg og vel sótt Tryggvi Konráðsson og Deutz gera sig klára í braut og bíða þess að Guðmundur Sigurðsson gefi merki. Skagfirðingar voru sem fyrr sigursælir í dráttarvélaakstri. Hér hampar Bessi Vésteinsson bóndi í Hofsstaðaseli verðlaunagrip sínum. Við hlið hans stendur stjórnandinn Guðmundur Hallgrímsson. Veðurblíðunnar notið við Skemmuna. Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri kom, sá og sigraði bæði í stígvéla- og staurakasti. Pétur Jónsson, vanur maður á Farmal A, sló heimatúnið. Mælifells-Centaur frá árinu 1934 er vél sem kom til varð- veislu á Landbúnaðarsafnið í fyrra. Hér er á ferð framúr- stefnuleg vél þess tíma, en hægt er að tengja ýmis jaðartæki við hana, hér greiðusláttuvél. Ford dráttarvél af fínni gerðinni var meðal véla sem til sýnis voru. Glímutök voru sýnd á þaki jarðhússins neðan við gamla skóla. Ragnhildur Helga og Bjarni á spjalli á hlaði Landbúnað- arsafns. Þeir Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson luku með form- legum hætti ferð sinni um Vestfirði á dráttarvélum. Með akstrinum létu þeir gott af sér leiða og söfnuðu styrkjum fyrir Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Bjartmar Guðlaugsson söng fyrir gesti í Skemmunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.