Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2022 5 Spennandi störf í útibúi Landsbankans á Akranesi Við leitum að kraftmiklum einstaklingum í starf viðskiptastjóra og í starf þjónustu- stjóra í útibúi Landsbankans á Akranesi. Störfin fela í sér að rækta viðskiptasambönd og tryggja framúrskarandi þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga. Viðskiptastjóri Þjónustustjóri Nánari upplýsingar atvinna.landsbankinn.is Heiðrún Harpa Hjónin Karl B. Örvarsson og Hall- dóra Árnadóttir hafa rekið skóla- búðir að Reykjum í Hrútafirði sl. 21 ár. Nú blasa við breytingar á þeirra högum en þau festu nýver- ið kaup á Laugum í Sælingsdal. Þar koma þau til með að hefja ferða- þjónustu en Halldóra er mennt- uð á sviði ferðaþjónustu og hótel- reksturs og Karl menntaður mat- reiðslumaður. Blaðamaður Skessu- horns sló á þráðinn til þeirra hjóna sem voru önnum kafin við flutn- inga frá Reykjum. Þau gáfu sér þó nokkrar mínútur til að ræða þessar breytingar sem báru fremur skjótt að en þau segjast spennt fyrir kom- andi tímum. Skjótar breytingar Karl og Halldóra komu að Reykj- um haustið 2001 en höfðu sumar- ið þar áður verið að vinna á Hót- el Eddu í Neskaupstað. Halldóra er alin upp í Reykjavík en Karl er Hornfirðingur í húð og hár. ,,Við komum að Reykjum því það vant- aði fólk í vinnu þar. Við vorum búin að starfa í Neskaupstað en rennd- um norður og ákváðum að gefa þessu sjéns í eitt ár. Síðan er liðið 21 ár. Við höfðum alveg hugsað okkur að gefa þessu smá tíma í við- bót en nú var rekstur skólabúðanna settur í útboð og við skynjuðum þá að það væru vonir um einhverja breytingu á staðnum,“ segir Karl um skyndilega breytingu á högum þeirra. En hvernig komu Laugar svo inn í myndina? ,,Þetta gerð- ist eiginlega bara í smá spjalli. Við ákváðum að fara vestur og skoða þetta sem leiddi af sér viðræður við Dalamenn. Svo gerðum við bara tilboð og ákváðum að kaupa þetta,“ segir Karl. Hvött út í skólabúðarekstur Hjónin stefna nú að því að fara í framkvæmdir í hótelbyggingunni og hefja ferðaþjónustu að Laug- um. ,,Hér er þetta fína, flotta hót- el sem við ætlum að hressa aðeins uppá. Svo er þarna einn af fáum stöðum á landinu þar sem innan- gengt er frá hóteli yfir í sundlaug, sem getur verið vinsælt. Við sjá- um svo einnig fyrir okkur að halda tjaldsvæðinu lifandi en einnig höf- um við verið hvött til þess að fara út í skólabúðarekstur. Fyrst þurfum við þó að staldra aðeins við og leyfa okkur að lenda á nýjum stað. Þetta gerist allt svo hratt, við fáum afhent á Laugum 1. október og erum í óða önn að pakka saman hérna á Reykj- um,“ segja þau Karl og Halldóra. Þekkja vel til ferðaþjónustu Halldóra og Karl eru ekki að feta nýjar slóðir en þau þekkja vel inn á hótelrekstur ,,Halldóra lærði ferða- málafræði og hótelrekstur á sín- um tíma og ég er matreiðslumað- ur,“ segir Karl. ,,Við rákum hót- el á Reykjum á sumrin fyrir hópa og höfum farið víða og unnið við ferðaþjónustu svo við kunnum það vel. Við sjáum þó fyrir okkur að fá ferskt og flott fólk með okkur í lið en vera ekki eingöngu í þessu sjálf. Þetta verður bara mjög skemmti- legt verkefni,“ segja hjónin í sam- einingu. Gefandi að vinna með börnum Á Laugum er mikill húsakostur, m.a. nokkur einbýlishús en þau stefna sjálf á að flytja á staðinn. ,,Okkur hefur verið mjög vel tekið í Dölunum og finnum fyrir að við erum velkomin þar. Við erum þess vegna full tilhlökkunar að hefja nýjan kafla.“ En munu þau ekkert sakna þess að vinna með börnum? ,,Vissu- lega munum við sakna þess. Það er mjög gefandi og eigum við ótal dýrmætar minningar sem munu fylgja okkur en okkur telst það til að við höfum tekið á móti yfir 60.000 börnum. Við höfum feng- ið send bréf og skilaboð frá krökk- um og skólum og það hefur hvatt okkur virkilega áfram. Það verður enginn ríkur á að reka skólabúðir en það hefur þó sannarlega verið þess virði. Við viljum þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa heimsótt okkur að Reykjum og þess er ekki langt að bíða að við verðum með heitt á könnunni, opnar dyr og all- ir hjartanlega velkomnir að Laug- um eins og gestir okkar voru ævin- lega í Reykjaskóla,“ segja hjónin að lokum. sþ Laugar í Sælingsdal. Frá Reykjum að Laugum í Sælingsdal Karl B. Örvarsson og Halldóra Árnadóttir sem nýverið festu kaup á Laugum í Sælingsdal og stefna þar á að reka ferðaþjónustu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.