Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 202212 Athafnamaðurinn Thor Kolbeins- son í Grundarfirði festi á dögunum kaup á notuðum strætisvagni til að ferja ferðamenn að Kirkjufellsfossi í Grundarfirði. Toggi, eins og hann er ávallt kallaður, keypti vagninn í samstarfi við Lýð Valgeir Jóhann- esson og reka þeir félagarnir ferðir frá Grundarfjarðarhöfn að Kirkju- fellsfossi þegar farþegar skemmti- ferðaskipa vilja leggja leið sína þangað. Þegar stærstu skipin liggja við höfnina er því mikill hamagang- ur við að ferja fólkið að fossinum. Þannig var staðan þegar fréttarit- ari Skessuhorns hitti á Togga sem mátti varla vera að því að stilla sér upp fyrir myndatöku því næsta ferð var að leggja af stað. Kirkju- fell Express fer á heila og hálfa tím- anum á meðan farþegarnir vilja fara að fossinum. „Við ætluðum fyrst að kaupa lest til að ferja farþega á milli,“ segir Toggi í stuttu spjalli við fréttaritara. „Það reyndist svo ómögulegt að fá hana samþykkta hérna þannig að hún endaði í Grímsey og við keyptum þennan strætisvagn í staðinn,“ bætir hann við. „Það hefur verið mikið að gera á stærstu dögunum og varla gefist tími til að borða.“ Toggi og Lýð- ur njóta liðsinnis vina sinna og vilja koma þökkum til þeirra. „Einnig fær Georgia Lamprau, sambýlis- kona mín, kærar þakkir fyrir mikla þolinmæði og stuðning við það sem ég tek mér fyrir hendur,“ bætir Toggi við að lokum og brosir. tfk Laugardaginn 6. ágúst sl. fór fram Pósthlaupið, sem er utanvegahlaup, í fyrsta skipti og farin var Land- póstaleiðin frá Staðarskála í Hrúta- firði og að pósthúsinu í Búðardal. Hlaupnar voru þrjár vegalengdir; 50 km, 26 km og 7 km. Vel viðraði á keppendurna um helgina; hægur andvari og milt veður enda skein gleðin af hverjum manni þrátt fyr- ir römm átök. Starfsmenn Íslandspósts, sem skipulögðu hlaupið, voru þó nokkr- ir meðal þátttakenda, en einnig áttu Dalamenn hlaupara í öllum hlaupagreinum. Um 80 keppendur tóku þátt og fór þátttakan fram úr björtustu vonum. Tíu manns hlupu 50 kílómetra og var Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Pósts- ins, á meðal þeirra. Sigurvegari í þeirri vegalend var hins vegar Jósep Magnússon, sem var langfljótastur í mark með frábæran tíma, um 3 klukkustundir og 50 mínútur, sem hann telur sjálfur erfitt að jafna síð- ar, enda kjöraðstæður fyrir hendi. Næsti maður á eftir honum, Sig- urður Kiernan kom 53 mínútum á eftir Jósep í mark og mínútu síðar Ingi Rúnar Árnason. Ekki er laust við að Dalamenn séu stoltir af sín- um manni, Jósep, sem er rísandi stjarna í hlaupaheiminum. Eftir hlaupið var boðið upp á súpu við Pósthúsið og var mann- fjöldi við endamarkið að hvetja sínar hetjur í mark. Lokametrarn- ir voru upp Miðbrautina í Búðar- dal þannig að það var á bratt- ann að sækja í lokin. Hlaupið fór fram að mestu eftir veginum yfir Haukadalsskarðið, þar sem þurfti að vaða ána á einum stað. Þá var hlaupið út Haukadalinn en eft- ir það að mestu eftir stígum enda talsverð umferð á Vestfjarðaveg- inum á laugardaginn. Björgunar- sveitin Ósk í Búðardal gætti kepp- enda á ýmsum stöðum á leiðinni og Ungmennafélagið Ólafur Pá hélt utan um skipulag hlaupsins ásamt Póstinum. Allur ágóði hlaupsins rann til þessara tveggja félagasam- taka. Í spjalli fréttaritara við Ingi- björgu Jóhannsdóttur stjórnarkonu í Ungmennafélaginu Ólafi Pá, kom fram að áform eru um að gera þetta hlaup árvisst og að mikil ánægja og áhugi hafi verið með hlaupið í heild. Skráning fór hægt af stað, en þátttakan ótrúleg miðað við nýtt og óþekkt hlaup og mikla ferðahelgi. Efstu sæti í öllum þremur vegalengdum í flokkum karla og kvenna: 50 kílómetrar karlar: Nr.1 Jósep Magnússon, fæddur 1977 Nr. 2 Sigurður Kiernan, fædd- ur 1969 Nr. 3 Ingi Rúnar Árnason fædd- ur 1981. 50 kílómetrar konur: Nr. 1 Þórhildur Ólöf Helgadóttir, fædd 1972. 26 kílómetrar karlar: Nr. 1 Reimar Marteinsson, fædd- ur 1980 Nr. 2 Almar Viðarsson, fæddur 1981 Nr. 3 Birkir Þór Stefánsson, fædd- ur 1968 26 kílómetrar konur: Nr. 1 Mari Jaersk, fædd 1987 Nr. 2 Guðrún Gróa Þorsteinsdótt- ir, fædd 1989 Nr. 3 Sara Ólafsdóttir, fædd 1988. 7 kílómetrar karlar: Nr. 1 Breki Blöndal, fæddur 2005 Nr. 2 Arnar Másson, fæddur 1971 Nr. 3 Dagur Tjörvi Arnarsson, fæddur 2000. 7 kílómetrar konur: Nr. 1 Berglind Sigurðardóttir, fædd 1981 Nr. 2 Erla Jörundsdóttir, fædd 1986 Nr. 3 Lilja Gísladóttir, fædd 1971. bj Lestin sem endaði í Grímsey. Kirkjufell Express flytur ferðamenn að Kirkjufellsfossi Toggi við strætisvagninn á höfninni. Kirkjufell Express á ferðinni í Grundarfirði. Mynd innan úr vagninum í fyrstu ferðinni sem var farin. Landpóstahlaup yfir Haukadalsskarð Sigurvegarar í hlaupinu fengu medalíu, blóm og knús frá Þórhildi Ólöfu forstjóra Póstsins, ásamt ýmsum glaðningi. Hetja dagsins Jósep Magnússon rétt náðist á filmu en hann hljóp á geysigóðum tíma; 3 klukkustundum og 50 mínútum. Björgunarsveitin Ósk og Ungmennafélagið Ólafur Pá önnuðust eftirlit og þjónustu við hlaupara en hér er Helgi Fannar Þorbjörnsson rétt kominn niður af Haukadalsskarði. Síðustu skrefin reyndust mörgum dálítið þung, því endaspretturinn var upp í móti, en nokkrir spenntir áhangendur hlupu síðasta spölinn með sínu fólki.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.