Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 31-32. tbl. 25. árg. 10. ágúst 2022 - kr. 950 í lausasölu Ert þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is 699 3444 molby@fastlind.is Löggiltur fasteignasali ÁRALÖNG ÞEKKING OG REYNSLA AF FASTEIGNAMARKAÐI Á VESTURLANDI BOGI MOLBY Allir kaupendur og seljendur fá Vildarkort Lindar hjá fjölmörgum fyrirtækjum sem veitir 30% afslátt Hér hefur sniðglímu verið beitt og andstæðingurinn felldur. Fulltrúar Glímusambands Íslands sýndu glímutök og kynntu íþróttina á Hvanneyrarhátíð um liðna helgi. Fleiri þjóðlegir dagskrárliðir voru í boði fyrir ríflega tvö þúsund gesti sem sóttu hátíðina. Sjá nánar bls. 18. Ljósm. gó. Eldgos hófst á um 300 metra langri sprungu í Meradölum á Reykjanes- skaga laust eftir hádegi miðviku- daginn 3. ágúst sl. Sprungan er u.þ.b. einn kílómetra norðaustur af megingígnum sem var virkur í gos- inu 2021. Gosið hófst mun kröft- ugar en gosið sem hófst í mars í fyrra. Meðalhraunflæði fyrstu tím- ana eftir að sprungan opnaðist var 32 rúmmetrar á sekúndu sem er um 4-5 sinnum meira en var í byrjun gossins í fyrra. Strax daginn eftir, 4. ágúst, hafði meðalrennsli hraunsins dottið niður í 18 rúmmetra á sek- úndu. Vegna veðurs hefur verið lokað að gosstöðvunum frá því á sunnu- dagsmorgun, en hvasst hefur verið á svæðinu, lélegt skyggni og mik- il rigning. Staðan verður endur- metin í dag og ákvörðun tekin, með tilliti til veðurs, um hvort svæðið verði opnað. Þrátt fyrir lokun hafa hópar fólks farið inn á svæðið og hafa björgunarsveitir þurft að leita að fólki og koma því til bjargar. Á meðan á lokuninni stendur hafa verið framkvæmdir á svæðinu sem er heldur stórgrýtt og erfitt yfir- ferðar fyrir göngufólk. Verktakar hafa unnið við að ýta til grjóti og slétta göngustíga svo þeir verði þægilegri yfirferðar fyrir almenning en ekki síst fyrir björgunarsveitar- fólk svo það eigi auðvelt með að fara um svæðið. Eldgosið trekkir að innlenda sem erlenda ferðamenn en bókanir á flugi til Íslands, bæði með flugfé- laginu Icelandair og Play, tóku kipp skömmu eftir að greint hafði verið frá gosinu í fjölmiðlum. Þá hækk- uðu sem dæmi hlutabréf í Icelandair um 7% á einungis nokkrum klukku- stundum eftir að gosið hófst. Þá má ætla að Grindvíkingar séu í óða önn að undirbúa sig fyrir mikinn ferða- mannastraum næstu daga og vikur. Gasmengun vegna brennisteins- tvíoxíðs er viðvarandi við gosstöðv- arnar og hefur suma daga náð langt inn í land, en það er breytilegt eftir veðri og landslagi hversu langt blá- móðan nær. Hlutfall brennisteins- tvíoxíðs í andrúmslofti á Vesturlandi getur þannig hækkað og loftgæði versnað vegna gossins. Á vefsíðu Veðurstofunnar er gasdreifingarspá þar sem hægt er að sjá hvernig gasið dreifir sér á hverjum klukkutíma og áhrifasvæði gass á næstu sex klukku- tímum og á næstu 24 tímum. gbþ Eldgos hófst á Reykjanesi fyrir viku Þannig leit gosið út að kvöldi fyrsta dags þess. Ljósm. Þórarinn Jónsson; Thor Photography. Þinn árangur Arion

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.