Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2022 7 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is www.penninn.is S: 540-2115 akranes@penninn.is Dalbraut 1 Skólinn byrjar hjá okkur Gerum skólann skemmtilegri! Skipti- bækur Skiptibókamarkaðurinn er í fullum gangi Frábært úrval af skólatöskum og pennaveskjum Upphaf skólastarfs á haustönn 2022 Nýnemar mæta miðvikudaginn 17. ágúst kl. 8:30. Nemendur eru beðnir um að vera búnir að ná sér í íslykil á www.island.is. Þeir nemendur sem eiga fartölvur eru beðnir um að koma með þær. Nýnemar fá sérstaka kynningu á helstu þáttum skólastarfsins á þessum nýnemadegi. Skólasetning og fyrsti kennsludagur á haustönn 2022 er fimmtudaginn 18. ágúst kl. 8.30. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans www.fsn.is. Fjölbrautaskóli Snæfellinga er á Facebook og Instagram. Með skólakveðjum Starfsfólk FSN Strandveiðar voru stöðvaðar 21. júlí síðastliðinn þegar kvótinn kláraðist. Þá var meira en mánuður eftir af veiðitímabilinu. Matvæla- ráðherra hefur boðað frumvarp um breytingu á kvótakerfinu þar sem kvótanum yrði deilt milli lands- svæða en strandveiðin á Norður- landi var til dæmis nýlega komin í gang þegar kvótinn var uppurinn. Eyjólfur Ármannsson, þingmað- ur Flokks fólksins í Norðvestur- kjördæmi, fór í liðnum mánuði fram á að þingmenn Norðvestur- kjördæmis funduðu með matvæla- ráðherra vegna stöðu strandveiða og fór fundurinn fram 3. ágúst síð- astliðinn. „Stöðvun strandveiða svo snemma á veiðitímabilinu veldur miklum vonbrigðum. Hún hefur mikil áhrif á sjávarbyggðir í kjör- dæminu sem verða fyrir búsifj- um vegna stöðvunarinnar, sem og strandveiðimenn og fjölskyldur þeirra. Stöðvun strandveiða hefur mikil áhrif á byggð í Norðvestur- kjördæmi. Margar þessara byggða eru brothættar byggðir sem treysta á að strandveiðar verði leyfðar út sumarið. Að mínu mati eiga íbú- ar kjördæmisins, sjávarbyggðanna og strandveiðimenn, það inni hjá okkur þingmönnum kjördæmisins að við fundum með ráðherra um málið og reynum í sameiningu að finna lausn á því,“ segir Eyjólfur um núverandi stöðu málsins. Að sögn Stefáns Vagns Stefáns- sonar, formanns atvinnuveganefnd- ar og 1. þingmanns NV-kjördæmis, komu á fundi þingmannanna fram áhyggjur þeirra um að búið væri að loka á strandveiðar þetta tímabil- ið og að sá viðbótarkvóti, þúsund tonn sem settur var í pottinn, hefði ekki verið nægjanlegur. Fram komu óskir um frekari inngrip ráðherra til að bæta við strandveiðipottinn. Á fundinum var greint frá sjónar- miðum ráðherra um að ljóst væri að skoða þurfi fyrirkomulagið fyr- ir næsta ár en ekki verður gripið til frekari aðgerða að hálfu ráðuneyt- isins nú fyrir þetta veiðitímabil. Í gangi eru starfshópar á vegum ráðuneytisins sem eiga að fara yfir og meta núverandi kerfi, þar með talið strandveiðikerfið með það að markmiði að gera kerfin skilvirkari og ná breiðari sátt um sjávarútveg en er í dag. sþ Strandveiðiafla landað á Arnarstapa á fyrsta degi veiðanna í sumar. Ljósm. glh. Ekki verði gripið inn í fyrirkomu- lag strandveiða fyrir þetta tímabil

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.