Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2022 19 Baldur Orri Rafnsson hefur rekið Mæstró matarvagninn síð- an 2011 og hefur hann verið staðsettur í Grundarfirði öll sum- ur síðan þá. Miðviku- daginn 3. ágúst síð- astliðinn tóku nýir eigendur við lyklunum og munu reka vagn- inn í framtíðinni. Sami matseðill verður áfram en þó munu líklega einhverjar nýjungar líta dagsins ljós. Þau Sól- veig Ásta Bergvinsdótt- ir og Almar Þorleifs- son, ungt par búsett í Grundarfirði, hafa fest kaup á vagninum og líta björtum augum til framtíðar. tfk Íslandsmótinu í golfi lauk í Vest- mannaeyjum á sunnudaginn en mótið hófst á fimmtudaginn. Perla Sól Sigurbrandsdóttir GR og Kristján Þór Einarsson GM eru Íslandsmeistarar í golfi 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem hin 15 ára Perla Sól fagnar þessum titli og í ann- að sinn sem Kristján Þór sigrar á Íslandsmótinu, en hann sigraði árið 2008 þegar mótið fór einnig fram í Vestmannaeyjum. Kristján Þór fékk einnig Björgvinsskálina sem er veitt þeim áhugakylfingi sem leikur á lægsta skorinu í Íslandsmótinu ár hvert. Þetta er í annað sinn sem sú viðurkenning er veitt. Perla Sól er fædd árið 2006 og er hún næst yngsti kylfingurinn sem fagnar Íslandsmeistaratitli í kvennaflokki. Perla Sól verður 16 ára í september en Ragnhild- ur Sigurðardóttir var nýorðin 15 ára þegar hún varð Íslandsmeistari á Jaðarsvelli á Akureyri árið 1985. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands. mm/ Ljósm. GSÍ Hljómsveitin Stuðlabandið er ein vinsælasta ballhljómsveit Íslands en meðlimir hennar hafa nýverið keyrt allt um koll með ábreiðu sinni af laginu Í larí lei. Sigga Beinteins gerði lagið fyrst vinsælt hér á landi en lagið kom út á barnaplötunni Flikk-Flakk árið 1998. Lagið er þó frá Brasilíu og brasilíska tónlistar- konan XUXA er upphaflegur flytj- andi lagsins. Lagið nýtur greini- lega ennþá mikilla vinsælda í Bras- ilíu en XUXA deildi útgáfu Stuðla- bandsins sjálf á Instagram-reikn- ingi sínum sem hefur opnað glugga upp á gátt fyrir hljómsveitarmeð- limi Stuðlabandsins á Suður-Am- erískum markaði. Stuðlabandið virðist nú eiga möguleika á miklum vinsældum í Brasilíu en meðlim- ir bandsins segjast ekki hafa undan að svara skilaboðum frá brasilískum aðdáendum ásamt því að sjónvarps- og útvarpsstöðvar þar í landi hafa haft samband við hljómsveitina. Borgnesingurinn Birgir Þóris- son hefur verið hljómborðsleikari Stuðlabandsins í rúmt ár en hann er einnig aðstoðarskólastjóri Tón- listarskóla Akraness. Skessuhorn sló á þráðinn til Birgis og fékk að forvitnast um tilurð þessara óvæntu vinsælda og næstu skref hljómsveit- arinnar. Rolling Stones birti um- fjöllun um Stuðlabandið Hvernig kom það til að þið byrj- uðuð að spila þetta lag? ,,Þetta er Siggu Beinteinsdóttur að þakka og Söngvaborgarteyminu sem upphaf- lega gaf út lagið. Stjórnin hefur svo stundum verið að taka þetta á böll- um við mikinn fögnuð. Við höf- um spilað með Stjórninni nokkrum sinnum og fundist þetta lag mjög skemmtilegt svo við gerðum svona okkar útgáfu og höfum verið að spila lagið í smá tíma núna. Bandið hefur verið ágætlega duglegt að gefa út efni en orkan á Kótelettunni þegar við tókum þetta lag var svo gjörsamlega mögnuð að við ákváð- um að gefa þá upptöku út og þetta fór bara á flug. Þegar myndbandið er búið að vera inni í sirka tvær vik- ur deilir XUXA þessu á Instagram- -síðu sinni. XUXA er súperstjarna og þjóðargersemi í Brasilíu. Hún var barnastjarna og hefur greini- lega verið að gefa út efni fyrir börn í gegnum tíðina en hún er með yfir tólf milljónir fylgjenda á miðlinum sínum. Í framhaldinu byrja miðl- ar úti að pikka þetta upp og það er greinilega nostalgíufílingur í Bras- ilíu eins og hérna heima á Íslandi. Þetta er búið að vera alveg stór- kostlegt! Við fórum t.d. í viðtal hjá brasilískri Youtube stjörnu rétt áður en við fórum á svið um síð- ustu helgi á hátíðinni Sumar á Sel- fossi. Brasilískir miðlar hafa verið að hafa samband og t.d. hefur okk- ur verið boðið að koma fram í ein- hverjum þáttum þarna úti. Svo hafa CNN í Chile, Rolling Stones og C1 News í Brasilíu, sem er svona eins og BBC fyrir Bretland, fjallað um málið. Þannig að þetta er mjög súrrealískt og ekkert smá skemmti- legt,“ segir Birgir um þetta mikla ævintýri. Lagið hefur fengið tíu- þúsund spilanir Lagið hefur fengið samanlagt um tíu þúsund spilanir á streymisveit- um en Birgir segir ótrúlegt að verða vitni að kröftum samfélagsmiðla og fallegt að sjá Brasilíu og Ísland speglast í barnæskunostalgíu beggja þjóða. XUXA er kölluð Drottning þeirra stuttu í heimalandi sínu, hún er ein þekktasta barnastjarna lands- ins en er í dag 59 ára. Stuðlabandið hefur haft mikið að gera í sumar og segir Birgir hljómsveitarmeðlimi hlakka til að spila meira og mögu- lega gefa út meira efni. ,,Við erum búnir að vera ágætlega duglegir að gefa út efni en mættum eflaust gera ennþá meira af því, það er svo aldrei að vita nema nýtt lag birtist með haustinu,“ segir Birgir. Blaða- manni liggur forvitni á að vita hvar ballhljómsveit fær orku og úthald í að spila í marga klukkutíma í senn. ,,Ég held að lengsta sem við höf- um spilað samfleytt hafi verið um fjórar og hálf klukkustund. Þegar fólkið er gott er stemningin góð og þá er auðvelt að viðhalda orkustigi hljómsveitarinnar og mannfjöld- ans. Þetta er auðvitað líka þjálfun en okkur hefur t.d. fundist betra að taka ekki pásur, frekar spila linnu- laust þá dettur orkustigið aldrei niður og allir fara glaðir heim,“ segir Birgir. Að spila á Rock in Rio eða kaffihúsi Birgi finnst gaman að sjá hvað vin- sældir lagsins úti gera Brasilíumenn stolta. Meðal annars hefur kom- ið til tals að Stuðlabandið spili á hátíðinni Rock in Rio sem er ein af stærstu tónlistarhátíðum heims. ,,Það væri alveg draumurinn að koma fram á Rock in Rio og algjör hápunktur fyrir hljómsveitina, ég hugsa að við myndum alveg gera það ef það myndi bjóðast. Ég yrði reyndar upprifinn að fara til Bras- ilíu og spila þó það væri ekki nema á kaffihúsi. Mér finnst svo gam- an að sjá hvað vinsældir lagsins á Íslandi virðast gera Brasilíumenn stolta og þjóðirnar greinilega báð- ar miklar nostalgíuþjóðir. Ég vil bara koma á framfæri þakklæti fyr- ir gríðarlega góðar viðtökur og við hlökkum til að spila meira á Vestur- landi,“ segir Birgir að lokum. sþ Perla Sól yngst Íslandsmeistara í golfi F.v. Sólveig Ásta Bergvins- dóttir, Almar Þorleifsson og Baldur Orri Rafnsson. Nýir eigendur að Mæstró matarvagni Stuðlabandið áður en stigið var á svið á hátíðinni Sumar á Selfossi um liðna helgi. Ljósm. Facebook. Í larí lei heltekur Ísland og Brasilíu Magnús Kjartan söngvari Stuðlabandsins og Birgir Þórisson hljómborðsleikari á tónlistarhátíðinni Kótelettunni sem haldin var á Selfossi í júlí sl. Ljósm. aðsend.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.