Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 20228 Nýverið fékk Löður samþykkta umsókn fyrir sjálfvirka bílaþvotta- stöð á Akranesi. Stöðin verð- ur staðsett við bensínafgreiðslu Orkunnar að Skagabraut 43 og fyr- irhugað er að bætt verði við lóðina tveimur byggingarreitum fyrir bíla- þvottastöðina auk geymsluskúrs. Bílaþvottastöðin Löður hefur ver- ið starfandi síðan árið 2000. Alls eru 15 stöðvar á landinu; 13 eru á höfuð borgarsvæðinu, ein á Akur- eyri og ein í Reykjanesbæ. Í samtali við Skessuhorn segja forsvarsmenn fyrirtækisins að ekki sé komin dagsetning á opnun stöðv- arinnar en vonast er til að geta opn- að fyrir lok árs. ,,Jákvæðu fréttirnar eru þær að við erum komin með öll leyfi og vélin er komin til landsins. Við erum spennt að koma til ykkar upp á Akranes og bjóða upp á þjón- ustuna okkar þar. Með því að nýta sér bílaþvottastöðvar er bæði verið að nota minna vatn en á venjuleg- um þvottaplönum og það fer bet- ur með umhverfið okkar. Það eru ekki allir sem átta sig á því að það eru olíu- og sandskiljur undir bíla- þvottastöðvum sem fanga spiliefni svo þau fari ekki út í umhverfið. Við það að þvo bílinn heima fara öll efni sem eru notuð beint í frá- veituna eða út í grunnvatnið,“ segir Elísabet Jónsdóttir hjá Löðri í sam- tali við Skessuhorn. sþ Björgunarsveitir af vestanverðu landinu voru klukkan 14:18 sl. sunndag kallaðar til aðstoðar félögum sínum á Ströndum eft- ir slys þar sem maður hafði hras- að og fallið um þrjátíu metra niður gil við foss í Norðdal inn af Stein- grímsfirði, skammt frá veginum þar sem ekið er upp á Steingríms- fjarðarheiði. Mikill viðbúnaður var vegna slyssins, en samkvæmt upp- lýsingum af vettvangi fór þó betur en á horfðist í fyrstu. Maðurinn var engu að síður talsvert slasaður; m.a. brotinn á höndum og lemstraður, en þó ekki talinn í lífshættu. Aðstæður til björgunar voru erf- iðar á vettvangi og úrhellisrigning á svæðinu. Björgunarsveitarmenn sigu niður í gilið, en annar hóp- ur þeirra gekk upp gilið. Búið var um hinn slasaða á vettvangi. Auk- in aðstoð björgunarsveita var síðan afturkölluð um klukkan 16 eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar hafði sótt manninn og flutt á sjúkrahús í Reykjavík. mm Miðvikudaginn 27. júlí hrundi nið- ur stór hluti bryggjunnar á Reyk- hólum. Legið hefur fyrir um all- langt skeið að bryggjan væri kom- in á tíma en hún var byggð 1974. Undanfarið hefur verið unnið að undirbúningi endurnýjunar stál- þilsins og stækkunar bryggjunnar um leið. Í því hefur falist að dýpka og jafna botninn umhverfis bryggj- una og virðist hún ekki hafa þolað álagið sem því fylgdi. Fram kemur á heimasíðu Reyk- hólahrepps að um mikið tjón er að ræða og óljóst hvort Þörungaverk- smiðjan á Reykhólum geti haldið áfram rekstri í bráð eða hvort töf verði á framleiðslu hjá verksmiðj- unni en hún er að landa á höfninni á hverjum degi. Löndunarkrani Þörungaverk- smiðjunnar, sem lokaðist inni þegar bryggjan gaf sig, náðist heilu og höldnu á fimmtudagsmorgun en verktakar voru fram eftir nóttu að fylla í skarðið í bryggjunni svo hann næðist. Grettir, þangflutn- ingaskip Þörungaverksmiðjunnar, fór daginn eftir að sækja farm og búist var við að ekki yrði miklum vandkvæðum bundið að ná honum á land þó svigrúmið til að athafna sig við löndunina sé nú mun minna en áður var. vaks Stór hluti bryggjunnar hrundi. Ljósm reykholar.is Stórtjón varð á bryggjunni á Reykhólum Norðdalur á Steingrímsfjarðarheiði. Skjámynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Slys á Steingrímsfjarðarheiði Sjálfvirkri bílaþvottastöð frá Löðri mun verða komið fyrir á gamla þvottaplaninu við Orkuna á Skagabraut 43 á Akranesi fyrir lok árs. Löður væntanlegt á Akranes Gamli bærinn í Borgarnesi í kvöldsólinni . Ljósm. gj

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.