Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 202210 Bragi Þórðarson, fyrrverandi bóka- útgefandi, rithöfundur og fram- kvæmdastjóri á Akranesi lést 25. júlí síðastliðinn, 89 ára að aldri. Útför hans fór fram frá Akranes- kirkju síðastliðinn föstudag að við- stöddu fjölmenni. Bragi fæddist á Akranesi 24. júní 1933. Foreldrar hans voru Þórð- ur Ásmundsson verkamaður frá Fellsaxlarkoti í Skilmannahreppi og Sigríður Hallsdóttir frá Stóra- -Fljóti í Biskupstungum. Var Bragi þriðji í röð fjögurra systkina. Árið 1956 kvæntist Bragi Elínu Þor- valdsdóttur sem lifir mann sinn. Börn þeirra eru tvö; Þorvaldur og Bryndís. Bragi gekk í skóla á Akranesi og lauk sveinsprófi í prentiðn árið 1954. Hann fékk meistarabréf árið 1957 og starfaði í tæpa þrjá áratugi í Prentverki Akraness, fyrst við setn- ingu en síðan sem prentsmiðjustjóri og einn af eigendum fyrirtækis ins. Hann stofnaði ásamt Elínu eig- inkonu sinni Hörpuútgáfuna árið 1960. Árið 1982 seldi Bragi sinn hlut í Prentverki Akraness og sneri sér að útgáfustarfsemi og ritstörf- um. Sama ár stofnuðu hann og Elín Bókaskemmuna á Akranesi sem þau ráku til ársins 1992. Bókaskemman var í senn stór bóka- og ritfanga- verslun á þess tíma mælikvarða og ruddi auk þess brautina í sölu tölvu- búnaðar þegar sú tækni var að ryðja sér til rúms á níunda og tíunda ára- tugnum. Hörpuútgáfuna ráku þau hjón til ársins 2007. Hörpuútgáf- an lagði áherslu á útgáfu sígildra bóka. Má þar nefna ljóðabæk- ur, ævisögur, bækur um þjóðlegan fróðleik, héraðssögur og fleira sem að stórum hluta tengdist Akranesi og Borgarfjarðarhéraði. Þannig má segja að þau Bragi og Elín hafi átt hvað drýgstan þátt allra í að skrá og viðhalda þekkingu um liðna tíma; mannlíf og menningu, í héraði. Hörpuútgáfan gaf alls út um 500 bókatitla á starfstíma sínum og þar af skrifaði Bragi sjálfur 22 bækur. Meðal félagsstarfa má nefna að Bragi sat í stjórn Félags íslenska prentiðnaðarins, í stjórn Félags íslenskra bókaútgefenda, í stjórn Sögufélags Borgarfjarðar og í stjórn Bæjar- og héraðsbókasafns Akraness. Hann var virkur í skáta- starfinu á Akranesi frá 1943 og var félagsforingi Skátafélags Akraness um árabil. Hann vígðist í Oddfell- ow-regluna árið 1960 og var virkur félagi til æviloka. Hann gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum bæði fyr- ir stúku sína og regluna á landsvísu. Bragi hlaut Borgfirsku menn- ingarverðlaunin og Menningar- verðlaun Akraneskaupstaðar árið 2004. Sama ár var hann gerður að heiðursfélaga í Félagi íslenskra bókaútgefenda. Hann var sæmdur heiðursmerki Oddfellow-reglunn- ar árið 2005 og árið 2006 varð hann heiðursfélagi í Skátafélagi Akra- ness. Bragi var sæmdur Riddara- krossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2007. Árið 2018 veitti Bæjar- stjórn Akraness honum nafnbótina Heiðursborgari Akraness. Fyrir hönd Skessuhorns eru Braga Þórðarsyni færðar alúðar þakkir fyrir áralanga ræktarsemi og vinskap við fyrirtækið og starfsfólk þess. mm Næstkomandi laugardag verð- ur boðað til árlegrar Sturluhátíð- ar á Staðarhóli og í félagsheimil- inu Tjarnarlundi í Saurbæ. Það er Sturlufélagið sem stendur að hátíð- inni og Einar K. Guðfinnsson fyrr- verandi alþingismaður er formað- ur þess. Hann segir samfélagið á Sturlungaöld hafa verið ótrúlega blöndu af vígamennsku og fræði- mennsku. „Það var ein af þver- stæðum 13. aldarinnar að hún einkenndist af einstæðum innan- landsófriði og var um leið blóma- skeið sagnahefðarinnar. Þekkt- ustu valdamenn Sturlungaald- ar voru mikilhæfir sagnaritarar og Sturla Þórðarson hefur verið sagð- ur merkasta skáld sinnar samtíð- ar á Íslandi en tók jafnframt þátt í sumum af blóðugustu bardögum þessarar aldar.“ Sturla var sannarlega uppi á Sturlunga öld. Hann fæddist á Staðarhóli árið 1214 og lést árið 1284. Hann var bróðursonur Snorra Sturlusonar og hefur fal- lið í skugga hans sem sagnarita- ri og skáld. Sturla bjó lengst af á Staðarhóli, þar bjuggu afkomen- dur hans og þar er hann jarðset- tur. Hann var mikilhæfur sagnari- tari, höf undur Íslendingasögu, ein- nar gerðar Landnámu og skrifaði norskar konungasögur. Þannig er verk hans ómetanleg heimild, bæði um sögu Íslands og Noregs. Hann hefur einnig verið nefndur sem höfundur þekktra Íslendingasagna eins og Eyrbyggju og Njálu þótt ekki hafi verið hægt að færa beinar sönnur á það. Það var Svavar Gestsson heitinn sem fyrst hafði forgöngu um að Sturlu yrði minnst með verðugum hætti vestur í Dölum og var Sturlu- félagið stofnað að hans frumkvæði árið 2018. Heimamenn og sveitar- stjórn Dalabyggðar hafa stutt við verkefnið og eigendur Staðarhóls hafa látið félaginu í té afmarkaðan reit úr landi Staðarhóls. Svavar sá hátíðina fyrir sér sem upphaf að lengra ferli þar sem Sturlu yrði minnst á verðugan hátt á Staðarhóli til framtíðar. Svavar lést fyrir aldur fram í ársbyrjun 2021 og hans verður sérstaklega minnst á hátíðinni á laugardaginn. Fyrst á dagskrá er stutt söguganga um Staðarhól klukkan 13, þar sem fornleifafræðingarnir Guðrún Alda Gísladóttir og Birna Lárusdóttir segja frá staðnum, staðháttum og rannsóknum sem þar fara fram. Að því búnu, kl. 14 hefst svo Sturlu- hátíð í Félagsheimilinu Tjarnar- lundi með erindi Einars K. Guð- finnssonar, en aðrir sem koma fram eru Guðrún Alda Gísladóttir forn- leifafræðingur, Einar Kárason rit- höfundur og tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Tumi Torfason. gj Frá Sturluhátíð árið 2018 þegar gengið var um Staðarhólinn undir leiðsögn fornleifafræðinga sem hafa skráð þar og kannað fornleifar. Sambland vígamennsku og bókmennta Sturluhátíð verður í Saurbæ í Dölum laugardaginn 13. ágúst Hleðslur hafa verið gerðar við heimreiðina að Staðarhóli. Þar er ætlunin að koma fyrir skiltum sem rekja sögu jarðarinnar og þá ekki síst að varpa ljósi á Sturlu Þórðarson sem þar bjó. Braga Þórðarsonar minnst Bragi Þórðarson; hér með nýja bók úr smiðju sinni. Ljósm. úr safni/mm Kistuna báru úr kirkju félagar í Oddfellowstúkunni Agli sem jafnframt stóðu heiðursvörð. Skátar stóðu heiðursvörð fyrir athöfnina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.