Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2022 13 Falleg birkitré til sölu Ríta og Páll Í Grenigerði 437-1664 / 849-4836 Inga Rósa Loftsdóttir myndlistarmaður hefur opnað sýningu í Bókasafninu og sýnir vatnslitaðar pennateikningar, tarotspil og fleira. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18, á afgreiðslutíma Bókasafnsins. Sýningin stendur yfir til 31. ágúst. Verið hjartanlega velkomin. Bókasafn Akraness • Dalbraut 1 • s. 433 1200 bokasafnakraness.is • bokasafn@akranessofn.is SK ES SU H O R N 2 02 2 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Dagur í lífi... Nafn: Sveinn Ragnarsson Fjölskylduhagir/búseta: Er búlaus bóndi á Svarfhóli í Reyk- hólahreppi, í sambúð með Kol- brúnu Láru Mýrdal. Dæturn- ar tvær, Þuríður og Ingibjörg, eru löngu flognar úr hreiðrinu og búa með sínum fjölskyldum á Ísafirði og í Mosfellsbæ. Starfsheiti/fyrirtæki: Smiður, sem lætur plata sig í flest ef það er ekki því leiðinlegra. Áhugamál: Allskonar véla- dót, kajaksiglingar, ljósmynd- un og útivera á fallegum stöðum. Að ógleymdu því að umgangast skemmtilegt fólk. Dagurinn: Miðvikudagurinn 3. ágúst 2022. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerð- ir? Um átta leytið, fór á WC og burstaði síðan tennur, kíkti á fréttir (tveir slösuðu sig við gosið í nótt). Hvað borðaðirðu í morgunmat? Hafragraut og lýsi. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Upp úr níu og það má segja fótgangandi, því vinnustaður- inn er að hluta til heima. Fyrstu verk í vinnunni? Skoða tölvupósta. Hvað varstu að gera klukkan 10? Lesa eitthvað eða tala í símann. Hvað gerðirðu í hádeginu? Snæddi hádegisverð. Hvað varstu að gera klukkan 14? Að aðstoða Daníel nágranna minn við að skipta um öxul í rúllubindi- vél. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Um klukk- an 19 og að taka saman verkfæri. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Eitt- hvað að snúast með barnabörnun- um og fá fréttir hjá þeim af reið- námskeiði sem þau eru á og gengur aldeilis prýðilega. Hvað var í kvöldmat og hver eld- aði? Dýrindis kjúklingasúpa sem eldri dóttirin lagaði en við erum svo lánsöm að þær eru báðar í heim- sókn með yngstu krakkana sína. Hvernig var kvöldið? Frekar afslappað og skemmtilegt. Hvenær fórstu að sofa? Um mið- nætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Að rifja upp hvað gerðist í dag. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Verkefni dagsins lánuðust vel og svo færa barnabörnin manni endalausa gleði. Eitthvað að lokum? Það eru ekki allir dagar sem færa manni gleði en þessi var svo sannarlega einn þeirra. Smiðs á Reykhólum Sigurður Ingi Jóhannsson innvið- aráðherra tilkynnti undir lok júlí fyrirhugaða breytingu á gjaldtöku fyrir notkun samgöngumannvirkja. Boðar hann að stjórnvöld stefni á að hefja gjaldtöku í öllum jarð- göngum landsins til að kosta fram- kvæmdir við jarðgangagerð, svo sem Fjarðarheiðargöng sem verða um leið lengstu göng á Íslandi. Breytingin mun taka gildi á næsta eða þarnæsta ári. Fyrirtækið Maskína framkvæmdi rannsókn á vilja landsmanna til að greiða fyrir umferð um jarðgöng og í henni kom fram að 55% lands- manna eru andvígir þessari boðuðu breytingu en 22% hlynntir henni. Á Vesturlandi og Vestfjörðum var andstaðan sýnu mest, eða um 75%. Austurland kom þar næst með 72%. 1.069 einstaklingar svöruðu könnuninni sem var gerð dagana 20.-25. júlí. sþ Floris Boccanegra er 34 ára hug- myndalistakona frá Brussel í Belg- íu. Floris mun framkvæma list- gjörning á Oki í ofanverðum Borgar firði, aðra vikuna í septem- ber. Okið var fyrsti jökullinn sem formlega var dæmdur af sem jök- ull hér á landi, en hann er sagður hafa hopað og ekki lengur uppfyllt skilgreiningu jökla vegna hækkandi hitastigs jarðar árið 2014. Flor- is mun nú setja eitt tonn af ís aft- ur á fjallið, sama magn af ís sem hún bræðir með flugferð sinni til Íslands samkvæmt reiknivél sem reiknar út kolefnisspor. Floris vill auglýsa eftir stór- um frystiskápum til að geyma ísinn fyrir gjörninginn, frystiskáp- um í atvinnurekstrarstærð þar sem venjulegir heimilisísskápar munu ekki duga fyrir heilt tonn af klaka. sþ Okið séð úr Reykholtsdal. Bæ- irnir Steindórsstaðir og Rauðsgil á mynd. Ætlar að framkvæma listgjörning á Oki Andstaðan við gjaldtöku í jarðgöng er mest á Vesturlandi og Vestfjörðum. Graf: visir.is Vestlendingar andvígir gjaldtöku í veggöng

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.