Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 2022 9
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
Iðnaðarhúsnæði Blikkverks s/f
í miðbæ Akraness til sölu
225 m2 húsnæði með 5,5 metra lofthæð er
til sölu á Dalbraut 2.
Frábær staðsetning stutt í alla þjónustu t.d. skrifstofur
Akraneskaupstaðar í næsta húsi.
Taka þarf tillit til eftirfarandi þátta:
Iðnaðarhúsið stóð á iðnaðarlóð en er nú samkvæmt
skipulagi staðsett á íbúðarlóð og gæti því hentað
frumkvöðlum með vistvænan grænan iðnað sem hefði
sjálfbærni og hringrásarhagkerfi að leiðarljósi.
Búið er að taka húsið út af aðalskipulagi kaupstaðarins.
Ótímasett rifákvæði eru á húsnæðinu
samkvæmt aðalskipulagi.
Nánari upplýsingar í síma 8961075
Á fundi sveitarstjórnar Hval-
fjarðarsveitar 13. júlí síðast-
liðinn var fjallað um niðurstöður
umhverfisvöktunar við Grundar-
tanga á árinu 2021. Þar lagði Andr-
ea Ýr Arnardóttir oddviti fram
svohljóðandi tillögu sem samþykkt
var samhljóða: „Sveitarstjórn Hval-
fjarðarsveitar telur ástæðu til að
boða til fundar með Umhverfis-
stofnun í ljósi niðurstaðna
umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðis-
ins á Grundartanga árið 2021 og er
oddvita falið að finna fundartíma.“
Að sögn Arnheiðar Hjörleifs-
dóttur, umhverfisfulltrúa sveitar-
félagsins, boðar Umhverfisstofn-
un árlega til opins kynningarfund-
ar um niðurstöður mengunar-
eftirlits og umhverfisvöktunar við
Grundartanga í samræmi við starfs-
leyfi fyrirtækjanna og umhverfis-
vöktunaráætlun sem gildir til ársins
2028. Í ár var kynningarfundur-
inn haldinn 14. júní sl. en boðað
var til hans með nokkuð knöppum
fyrirvara. Þá var nýkjörin sveitar-
stjórn rétt nýtekin við og ekki hafði
verið haldinn fundur í umhverf-
is-, skipulags-, náttúruverndar- og
landbúnaðarnefnd sveitarfélagsins
á þeim tíma.
Í ljós hefur komið að styrkur flú-
ors í andrúmslofti við Kríuvörðu
(loftgæðamælistöð í nágrenni við
iðnaðarsvæðið, milli Hólmavatns
og Katanestjarnar) hefur rúm-
lega tvöfaldast á milli ára og er yfir
viðmiðunarmörkum. Einnig eru
óvenju háar mælingar á brenni-
steinstvíoxíði í lofti og úrkomu,
brennisteins í ryki, brennisteins-
vetnis í lofti og magni svifryks sem
mögulega má rekja til eldgossins í
Geldingadölum en þær mælingar
eru samt innan marka starfsleyfis-
ins.
Að auki hefur styrkur flúors í
ferskvatni aldrei verið hærri þó
hann sé innan marka, hækkun á
flúori í grasi og laufum er á öllum
svæðum nema einu og aldrei hefur
eins mikið flúor mælst í grasbítum,
en er þó allt innan marka.
Arnheiður segir í samtali við
Skessuhorn að samkvæmt upp-
lýsingum frá Umhverfisstofnun
geti margar ástæður legið að baki
þessari aukningu á flúori og hefur
stofnunin óskað eftir nánari úttekt
á orsökum og afleiðingum þessa.
Það er því ekki augljóst hver upp-
sprettan er sem stendur en mikil-
vægt að komast að því.
Í ljósi alls þessa óskaði sveitar-
stjórn Hvalfjarðarsveitar eftir fundi
með Umhverfisstofnun þar sem
farið yrði betur yfir þessa þætti og
hver staðan sé nú. Arnheiður seg-
ir að sveitarstjórn telji mikilvægt að
fylgjast vel með og vera upplýst um
gang mála og finnist rétt að fá þær
upplýsingar frá fyrstu hendi.
gj
Séð yfir iðnaðarsvæðið á Grundartanga í Hvalfirði. Úr myndasafni Skessuhorns.
Hvalfjarðarsveit óskar eftir fundi um
niðurstöður umhverfisvöktunar
Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst nk.
Upplýsingar veita Katrín S. Óladóttir,
katrin@hagvangur.is, og Þórdís Sif Arnardóttir,
thordis@hagvangur.is.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og
kynningarbréf. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar
sem trúnaðarmál.
Framkvæmdastjóri
Brákarhlíð óskar eftir að ráða öflugan og framsækinn framkvæmdastjóra
til að stýra daglegum rekstri stofnunarinnar. Mikilvægt er að viðkomandi
sé eða verði búsettur á svæðinu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið
störf sem fyrst.
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Ábyrgð á daglegum rekstri, stjórnun og þjónustu heimilisins í
samvinnu við fagfólk
• Fjárhagsleg greining, eftirlit og samskipti við endurskoðendur
vegna uppgjörs
• Umsjón með gerð fjárhagsáætlana
• Samskipti við ráðuneyti og ýmsa hagsmunaaðila
• Samningagerð, innkaupamál og eignaumsjón
• Skýrslu- og upplýsingagjöf til stjórnar
• Starfsmannamál
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun í viðskiptum eða skyldum greinum
• Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri fyrirtækja eða stofnana
• Sjálfstæði í vinnubrögðum, framsýni og metnaður
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð kunnátta á íslensku og ensku
• Þekking og reynsla af stefnumótun
• Gott orðspor
hagvangur.is
Brákarhlíð er hjúkrunar- og dvalarheimili.
Stofnunin er sjálfseignarstofnun. Brákarhlíð
á sér 50 ára sögu. Bakhjarlar heimilisins
eru sveitarfélögin Borgarbyggð, Eyja- og
Miklaholtshreppur og Skorradalur. Einnig hefur
Samband borgfirskra kvenna verið bakhjarl
heimilisins allt frá stofnun og á einn fulltrúa í
stjórn. Starfsmannafjöldi er um 85 manns. Í
Brákarhlíð er unnið eftir Eden hugmyndafræðinni.
Sjá nánar á www.brakarhlid.is.
Sótt er um starfið
á hagvangur.is