Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Side 22

Skessuhorn - 10.08.2022, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 202222 Hvað er uppáhalds gosið þitt? Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi) Hrefna Daníelsdóttir „Drekk ekki gos.“ Hákon Svavarsson „Appelsín.“ Lilja Gunnarsdóttir „Kristall.“ Daníel Elíasson „7 Up.“ Ragnheiður Rún Gísladóttir „Sprite.“ Í síðustu viku varð Borgnesingur- inn Alexandrea Rán Guðnýjardótt- ir Evrópumeistari í klassískri bekk- pressu á Evrópumóti í bekkpressu og klassískri bekkpressu sem haldið var í Búdapest í Ungverjalandi. Hún lyfti 110 kg sem var 15 kg meira en annað sætið en Alexandr- ea á núverandi Íslandsmeistaratit- il í sömu grein, með sömu þyngd. Einnig hafnaði Alexandrea í öðru sæti í hefðbundinni bekkpressu þar sem hún lyfti 115 kg. Alexandr- ea er á síðasta ári í Junior flokki og keppir í mínus 63 kg flokki. Fyrr á árinu varð Alexandra heimsmeistari í bekkpressu á heimsmeistaramóti í Kazakstan. Þar lyfti hún 102,5 kg og varð þriðja stigahæsta kona mótsins. sþ Eldri borgarar af Akranesi og úr Borgarbyggð háðu síðustu pútt- keppni sumarsins af þremur að Nesi í Reykholtsdal síðastliðinn fimmtudag. Til leiks mættu 43 keppendur. Í sumar var leikið á þremur stöðum; Hamri, Akranesi og í Nesi. Borgarbyggð hafði betur í síðasta mótinu með 451 höggum gegn 466 höggum Akurnesinga. Lokatölur sumarsins urðu því 1390 gegn 1429 höggum Borgarbyggð í vil. Árangur sjö bestu spilara telur hverju sinni. Rannveig Finnsdótt- ir og Guðmundur A. Arason tóku á móti Húsasmiðju bikarnum fyrir hönd Borgfirðinga. Þau léku best félaga sinna í lokakeppninni. Leikið var í stilltu en heldur svölu veðri á fimmtudaginn. Í einstak- lingskeppninni var Gestur Svein- björnsson hlutskarpastur með 198 högg, Guðrún Helga Andrésdótt- ir varð önnur með 199 og Sveinn Hallgrímsson þriðji með 203 högg. Alls tóku 66 þátt í þessum mót- um sumarsins, en þeim stjórnuðu þeir Flemming Jessen, Ingimundur Ingimundarson og Þorvaldur Val- garðsson. Næsta verkefni púttara er Íslandsmót sem haldið verður á Ísafirði 19. ágúst og septemberpútt að Hamri 8. september. mm/ii Leikmenn Kára gerðu sér ferð norður síðasta fimmtudag þegar þeir mættu liði Dalvíkur/Reyn- is í 3. deild karla í knattspyrnu á Dalvíkurvelli og urðu að sætta sig við tap, 2-1. Þetta var fyrsti leikur Kára undir stjórn hins nýja þjálfara, Wout Droste, sem tók við liðinu í síðustu viku. Eftir rúman hálftíma leik kom Kolbeinn Tumi Sveinsson Kára yfir í leiknum og þannig var staðan í hálfleik, 0-1. Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson, leikmaður Kára, varð síðan fyrir því óláni á 63. mínútu að skora sjálfs- mark og þar með jafna leikinn fyr- ir Dalvík/Reyni. Þegar þrjár mín- útur voru komnar fram yfir venju- legan leiktíma og allt útlit fyrir að liðin þyrftu að sætta sig við jafntefli skoraði Þröstur Mikael Jónsson sig- urmark heimamanna og kom þeim í leiðinni á topp deildarinnar, loka- staðan 2-1 fyrir Dalvík/Reyni. Aðeins tveir leikmenn voru á vara- mannabekk Kára í leiknum, Ingimar Elí Hlynsson var í leikbanni vegna fjögurra gulra spjalda, fyrirliðinn Andri Júlíusson var erlendis, Hilm- ar Þór Halldórsson á leið í nám til Bandaríkjanna og þá fengu nokkr- ir leikmenn Kára ekki frí úr vinnu. Einnig var á sama tíma leikur hjá ÍA/Kára/Skallagrími gegn HK/Ými í 2. flokki og gátu því ekki gjald- gengir leikmenn spilað með Kára. Næsti leikur Kára er á móti liði Elliða föstudaginn 12. ágúst í Akra- neshöllinni og hefst klukkan 19.15. vaks Þorsteinn Bárðarson hjólreiða- maður frá Rifi varð bikarmeistari í karlaflokki A sem er efsti styrk- leikaflokkur í hjólreiðum. Þor- steinn tók þátt í fjórum bikarmót- um í sumar þar sem hann sigr- aði tvisvar sinnum og lenti í öðru og þriðja sæti í hinum. Notaður er bestur árangur úr þremur keppn- um af fjórum og hlaut Þorsteinn alls 140 stig sem skilaði þessum frá- bæra árangri. Hann varð í öðru sæti í fyrstu keppninni í vor og lenti svo í þriðja sæti í næstu keppni á eftir. Svo tók hann þátt í Jökulmílunni á Snæfellsnesi þar sem hann bar sigur úr býtum eins og áður hefur komið fram í Skessuhorni. Svo um helgina var síðasta keppnin og þar gerði Þorsteinn sér lítið fyrir og sigraði einnig sem tryggði honum bikar- meistaratitilinn. Frábær árangur hjá þessum kraftmikla hjólreiða- manni. tfk Alexandrea tekur við Evrópumeistaratitlinum í klassískri bekkpressu. Mynd: Guðný Guðmarsdóttir. Alexandrea Rán Evrópumeistari Þorsteinn í miðju ásamt liðsfélögum sínum í Team Cube. Þorsteinn bikarmeistari í A flokki hjólreiða Naumt tap Kára gegn Dalvík/Reyni Leikmenn Kára ræða málin í leiknum gegn Kormáki/Hvöt í lok júlí. Ljósm. Kári Borgfirðingar höfðu sigur á Skagamönnum í pútti Þau Rannveig Finnsdóttir og Guðmundur A Arason tóku á móti Húsasmiðjubik- arnum fyrir hönd Borgfirðinga. Skagamaðurinn Gestur Sveinbjörnsson varð hlutskarpastur í einstaklingskeppni sumarsins.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.