Skessuhorn


Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 10.08.2022, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 10. ÁGÚST 202216 Elkem Ísland sem rekur kísilver á Grundartanga hagnaðist um 6,4 milljarða íslenskra króna í fyrra. Þetta er langbesta rekstrarniður- staða Elkem á síðustu sjö árum og líklega sú besta í sögu fyrirtækisins á Íslandi. Tekjur Elkem voru 2.085 milljónir norskra króna, jafnvirði um 30 milljarða íslenskra króna og jukust um heil 70 prósent á milli ára. Í skýrslu stjórnar í nýbirtum ársreikningi fyrirtækisins kem- ur fram að markaðsaðstæður hafi verið afar hagstæðar árið 2021 eft- ir lægð ársins 2020 og heimsmark- aðsverð á kísiljárni náð methæð- um á síðari hluta ársins. Að sögn stjórnar var hátt verð og stöðugur rekstur undirstöður góðs árangurs á árinu 2021. Þá segir að á fyrstu mánuðum þessa árs hafi skerðingar á raforku haft neikvæð áhrif á fram- leiðslu verksmiðjunnar og auk þess hafi áskoranir í flutningsmálum og hækkandi verð verið krefjandi fyrir fyrirtækið. „Þrátt fyrir það eru fjárhagslegar horfur fyrirtækisins mjög góðar árið 2022 en markaðsverð eru há, framleiðsla stöðug og stór hlutdeild er í sérvöru.“ segir í skýrslu stjórn- ar. vaks Það verður nóg um að vera við Byggðasafnið í Görðum á Akranesi næstu daga því þar fer um helgina fram Norðurlandameistaramótið í eldsmíði. Þar koma saman helstu eldsmiðir Norðurlandanna og etja kappi frá föstudegi til sunnudags. Keppt verður í þremur flokkum og eru keppendur alls fimmtán tals- ins. Þrír keppa í hverjum flokki frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finn- landi og Danmörku en þetta er í fyrsta skipti sem Danmörk tek- ur þátt og því í fyrsta sinn sem all- ar Norðurlandaþjóðirnar taka þátt í mótinu á sama tíma. Árið 2013 var í fyrsta skipti haldið Norðurlanda- mót eldsmiða á Akranesi. Þurfa að smíða ankeri Smíðaverkefnið sem allir kepp- endur mótsins fást við er að smíða ankeri og hafa þeir fjórar klukku- stundir til að ljúka verkinu. Á föstu- daginn klukkan 13 hefst keppni í fyrsta flokknum sem er byrjenda- flokkur þar sem byrjendur fá að spreyta sig með frjálsum efnistök- um og á laugardaginn hefst keppn- in klukkan 11 í sveinaflokknum þar sem sveinar smíða skarpt horn og slá gat á ankerið sitt. Á laugar- daginn frá klukkan 16 til 18 verð- ur liðakeppni þar sem öll Norð- urlandaliðin taka þátt. Meistara eldsmiðir þurfa svo að sýna snilli sína á sunnudeginum með því að búa til grip með skörp horn, slegið gat, samsuðu og vísa fram teikningu á sínum smíðisgrip. Meistaraflokk- skeppnin hefst klukkan 11 á sunnu- daginn en mótinu lýkur um fjög- ur leytið síðar um daginn. Mótið er haldið fyrir opnum dyrum á úti- svæði Byggðasafnsins og þar verð- ur hægt að fræðast um eldsmíði, hugsanlega versla bæði handverk og léttar veitingar og njóta safnsins á sama tíma. Beate hefur titil að verja Guðmundur Sigurðsson er for- maður íslenskra eldsmiða og mótsstjóri og segir hann að þeir eigi von á góðum hópi um næstu helgi, áhugamönnum um eldsmíði hvaðanæva að og öðrum sem þyki eldsmíði áhugaverð og spennandi. Eins og áður segir verður verk- efnið hjá eldsmiðunum að þessu sinni að smíða ankeri og dóm- nefnd mótsins sem kemur frá öll- um Norðurlöndunum dæmir eft- ir tíu mismunandi punktum eins og til að mynda notagildi, áferð og þar fram eftir götunum. Þeir sem keppa fyrir Íslands hönd eru Róbert Daníel Kristjánsson frá Þingeyri í byrjendaflokki, Einar Sigurðsson úr Reykjavík í sveina- flokki og Beate Sturmo frá Krist- nesi í Eyjafirði keppir í Meistara- flokki. Beate er núverandi Norð- urlandameistari og hefur því tit- il að verja. Þátttakendur á mótinu í ár eru allt karlar nema Beate og segir Guðmundur að það séu fleiri karlar en konur í eldsmíðinni en þeir séu ekkert endilega betri í faginu. Konur hafa oftar unnið í Meistaraflokki til þessa enda ekk- ert með kyn að gera hve færir menn eru í þessari list. Aldrei of seint að byrja í eldsmíði Guðmundur tók þátt í Norður- landamótinu árið 2007 sem haldið var í Svíþjóð og náði öðru sæti í byrjendaflokknum. Þá var hann nýbyrjaður að fikta við eldsmíðina, fékk lánaðan hamar hjá kunningja sínum og fór á eitt námskeið áður en hann tók þátt. Hann segir að það sé aldrei of seint að byrja í eld- smíði og það hafi verið mjög gam- an að taka þátt og lítið mál enda fari erfiðleikastuðullinn eftir því í hvaða flokki þú sért að keppa. Þá segir Guðmundur að í ár verði leyft að hafa svo kallaðan sleggjudreng en þá hafa smiðirnir einn aðstoðar- mann á sleggju til að berja fyrir sig. Ástæðan er sú að í ár er verk- efni eldsmiðanna frekar stórt og krefjandi. Tónleikar verða á svæð- inu á föstudagskvöldið með hljóm- sveitinni Kveinstöfum sem er blús- hljómsveit og hefjast tónleikarnir klukkan átta. Þá verður streymt frá keppninni alla mótsdagana og hægt er að fræðast nánar um íslenska eldsmiði á facebook. Að lokum vill Guðmundur þakka helstu styrkt- araðilum fyrir aðstoðina eins og Sóknaráætlun Vesturlands, Akra- neskaupstað og Byggðasafninu í Görðum og segist stoltur líta þannig á að Mekka eldsmiðju sé á Akranesi enda aðstaðan þar orðin mjög góð og hreint til fyrirmyndar. vaks Laxveiðin mjakast áfram, vatnið er gott í ánum og veiðin þokka- leg. Fiskurinn mætti þó vera tökuglaðari að sögn veiðimanna. Svo virðist sem ekki hafi mikið af fiski gengið í straumnum um mánaðamótin. „Það gengur ágætlega hjá okk- ur en í morgun veiddust 15 laxar hérna á aðalsvæðinu,“ sagði Brynj- ar Þór Hreggviðsson þegar við spurðum um stöðuna við Norðurá í Borgarfirði í gærmorgun, en áin er að komast í þúsund laxa á allra næstu dögum. Þverá var komin um eða yfir þúsund laxa í gær. ,,Við fengum fína veiði í Anda- kílsá, mikið af fiski í henni,“ sagði Hilmar Hansson sem var við veið- ar um helgina og var þá búinn að fá 15 laxa og veiðitúrinn ekki búinn. Reykjadalsá í Borgarfirði er að komast í 80 laxa og veiðimenn sem voru þar fyrir skömmu fengu nokkra laxa og þeir sem voru á und- an þeim fengu 15 laxa. Haffjarðará er að gefa vel og komin yfir 600 laxa og stefnir í svipaða veiði og fyrir ári. Mest eru það erlendir veiðimenn sem veiða í henni á hverju sumri. gb Dagana 3.-6. ágúst fór Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum fram á félagssvæði Borgfirðings í Borgarnesi. Mótsnefnd segir góða hesta og færa knapa hafa komið fram á mótinu en sjá mátti glæsi- legar sýningar hjá ungum og efni- legum knöpum. Félagar úr Hesta- mannafélaginu Borgfirðingi unnu hörðum höndum að því að gera mótsvæðið klárt og stóðu svo vakt- ina yfir mótsdagana. Nefndin segir mót af slíkri stærðargráðu krefjast mikils undirbúnings en góð liðs- heild skilaði vel heppnuðu Íslands- móti. Mótsstjórn vil koma á fram- færi þakklæti til þeirra félaga sem mættu og hjálpuðu til við undir- búning og framkvæmd mótsins. Kristín Eir sigurvegari í barnaflokki Samanlagður sigurvegari í unglinga- flokki varð Sara Dís Snorradóttir sem keppti fyrir Sörla og í barnaflokki sigr- aði Kristín Eir Hauksdóttir Holaker sem keppti fyrir Borgfirðing. Kristín Eir og Þytur frá Skáney sigruðu sömuleið- is í fjórgangi V2 og fimi, Kristín varð í öðru sæti í tölti T3, í slaktaumatölti T4 ásamt fimmta sæti í flugskeiði. Sjá má ítarlegri frétt og myndir á vef Skessuhorns í dag. sþ Kristín Eir og Þytur frá Skáney Íslandsmeistarar í fjórgangi og fimi. Ljósm. Borgfirðingur. Íslandsmót barna og unglinga fór fram í Borgarnesi Metafkoma Elkem á síðasta ári Brynjar Þór Hreggviðsson með lax úr Norðurá fyrir fáum dögum. Norðurá og Þverá í þúsund laxa veiði Beate Sturmo ætlar að verja titil sinn um helgina. Ljósm. úr safni. Norðurlandameistaramótið í eldsmíði á Akranesi um helgina Guðmundur Sigurðsson, formaður íslenskra eldsmiða. Ljósm. vaks

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.