Fréttablaðið - 11.11.2022, Síða 6

Fréttablaðið - 11.11.2022, Síða 6
lovisa@frettabladid.is L Ö G R E G L U M Á L R ík islög reg lu- stjóri, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, og fulltrúar hennar, funduðu með Blaðamannafélagi Íslands í gær. Félagið óskaði eftir samtali, eftir að starfsfólk á Keflavíkurflugvelli hamlaði störfum frétta- og töku- manns frá RÚV sem voru að reyna að mynda það þegar fimmtán ein- staklingum var vísað úr landi í síðustu viku. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, for- maður Blaðamannafélags Íslands, segist ánægð með fundinn og þann fjölda sem mætti á hann. „Það kom skýrt fram að stéttin hefur áhyggjur af versnandi sam- skiptum blaðamanna og lögreglu- manna,“ segir Sigríður Dögg, og að á fundinum hafi verið tekin önnur dæmi, auk þess atviks sem kom upp á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku þar sem lögreglan hindraði störf blaðamanna. „Ekki bara dæmið sem var til- efni fundarins heldur mörg dæmi þar sem ljósmyndurum og blaða- mönnum er meinaður aðgangur að vettvangi. Það virðist ríkja ákveðið vantraust af hálfu lögreglunnar gagnvart stéttinni frétta- og blaða- ljósmyndurum og við ítrekuðum að eitt mikilvægasta hlutverk blaða- mennsku væri að veita aðhald. Til þess að geta gert það þurfum við aðgang að vettvangi og upplýs- ingum, en það kom einnig fram á fundinum að blaðamönnum hefur síðustu ár gengið erfiðlega að fá upplýsingar hjá lögreglu um mál sem eru til rannsóknar,“ segir Sig- ríður Dögg, og að á fundinum hafi komið fram margar tillögur og hug- myndir til úrbóta. „Mér fannst eindreginn vilji hjá ríkislögreglustjóra og fulltrúum til að bæta þessi samskipti,“ segir hún og að Blaðamannafélagið muni fylgja hugmyndunum og tillög- unum eftir. n Í nýrri ályktun bæjar- stjórnar segir að Fjalla- byggðargöng og samgöngubætur séu brýnasta hagsmuna- mál íbúa Fjallabyggðar Okkar hefðbundni fiskútflutningur er kominn í hörku keppni við fiskeldi. Sveinn Agnarsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Það kom skýrt fram að stéttin hefur áhyggjur af versnandi sam- skiptum blaðamanna og lögreglumanna. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ Frá Fjallabyggð, en hættulegir vegir liggja að sveitarfélaginu frá Eyjafirði jafnt sem Skagafirði. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN ser@frettabladid.is SAMGÖNGUR Bæjarfulltrúar Fjalla- byggðar á utanverðum Tröllaskaga eru orðnir seinþreyttir á slæmu vegasambandi á milli Skaga- fjarðar og bæjarins annars vegar og milli hans og Eyjafjarðar hins vegar. Löngu tímabært sé að huga að nýjum jarðgöngum í báðum til- vikum. Í ályktun sem samþykkt var í bæjarstjórn á miðvikudag segir að Fjallabyggðargöng og samgöngu- bætur séu brýnasta hagsmunamál íbúa Fjallabyggðar og Mið-Norður- lands. Núverandi vegir, til og frá bænum, séu ekki boðlegir og tak- marki möguleika heimamanna á að stuðla að öryggi vegfarenda og íbúa, auka samvinnu á milli sveitarfélaga, ásamt því að styrkja og stækka atvinnusvæði. Vegagerðin hafi nú þegar gefið út skýrslu um jarðgöng á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði. Núverandi leið liggi um snjóflóða- hættusvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Þessi staða hefur leitt til tíðra lokana og mun leiða til tíðari lokana í framtíðinni. Bæjarstjórn Fjallabyggðar beinir því einnig til ráðherra samgöngu- mála og Vegagerðarinnar að setja nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Múlagöng séu barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggi á þekktu snjóf lóðahættu- svæði. Mikilvægt sé að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. n Vilja ný göng beggja vegna Fjallabyggðar Lögregla og blaðamenn vinna að bættum samskiptum sín á milli 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0 1950 1955 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2015 2020 n Veiðar í sjókvíaeldi n Veiðar í landeldi n Veiðar í sjó n Veiðar í vötnum Sjávarafurðir í heiminum í milljónum tonna Svandís Svavars- dóttir, matvæl- aráðherra benediktboas@frettabladid.is FISKELDI Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur svarað á ný fyrirspurn frá Brynju Dan Gunn- arsdóttur um laxeldi, þar sem fyrra svar hennar var rangt. Fram kom í fyrra svari að erfða- blöndun milli eldislaxa og laxa úr villtum stofnum hefði ekki verið staðfest. Það er rangt. Í leiðréttu svari segir að í skýrslu Hafrannsóknastofnunar um erfða- blöndun eldislaxa af norskum uppruna við íslenska laxastofna frá árinu 2017, hafi komið fram að skýr merki væru um erfðablöndun í ám á Vestfjörðum. Við greiningar á sýnum, sem síðar hefur verið safnað, hefur fyrri greining verið staðfest. Með öðrum orðum: Erfða- blöndun hefur átt sér stað. Þrjú tilvik um strok úr kvíum teljast vera stór, samkvæmt svarinu, en flestir laxar úr eldi hafa veiðst í nánasta nágrenni við eldissvæðin, samanber Mjólká í Arnarfirði. Í svarinu segir að Svandís líti strok eldislaxa úr kvíum mjög alvarlegum augum og hafi ákveðið að stofna starfshóp sem muni yfir- fara þær reglur sem gilda hérlendis og þá ferla og framkvæmd sem er til staðar. Jafnframt á hópurinn að afla gagna um reglur og framkvæmd þeirra í Noregi og Færeyjum. Hóp- urinn mun gera tillögur að endur- skoðuðum reglum og verkferlum. n Leiðréttir svar um erfðablöndun Sjókvíaeldi hefur búið til alla aukningu sjávarafurða jarðar undanfarin 40 ár. Kínverjar eru stærsti framleiðandi í heiminum en Norðmenn umsvifamestir á Norður- löndum. ser@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGUR Öll aukning sjáv- arafurða á jörðinni á síðustu fjöru- tíu árum kemur úr eldi, einkum sjókvía eldi, en landeldi er einnig víða að eflast til muna. Á sama tíma eru villtir stofnar á hafi úti að mestu fullnýttir, eða jafn- vel ofnýttir, en einhverjir lítt eða ekki nýttir stofnar munu þó enn finnast á hafsvæðinu fyrir miðju jarðar. „Þetta er stóra myndin,“ segir Sveinn Agnarsson, prófessor við við- skiptafræðideild Háskóla Íslands, en fiskeldi taki augljóslega fram úr veiðum á villtum fiski í framtíðinni – og það feli í sér áskoranir fyrir íslenska fiskútflytjendur. „Okkar hefðbundni fiskútflutn- ingur er kominn í hörku keppni við fiskeldi,“ bendir Sveinn jafnframt á, en hann var með erindi á Sjávarút- vegsráðstefnunni 2022 í Hörpu í gær og fyrradag, um þær myndir sem blasa við greininni á næstu árum. Kínverjar eru stærsti fiskeldis- framleiðandinn í heiminum, með fimmtán prósent afurða, en eldi þeirra hefur margfaldast á fjórum áratugum, farið úr tæplega fjórum milljörðum tonna í nær tólf millj- ónir tonna. Eldi Indónesa hefur einnig snaraukist á þessum tíma, farið úr nærri tveimur milljörðum tonna í átta milljarða tonna á ári, sem er fjórföldun. Norðmenn eru umsvifamesta fiskeldisþjóðin á Norðurlöndum, en þeir framleiða hálfa aðra millj- ón tonna í kvíum sínum til sjós og lands á ári, sem eru um þrjú prósent af heimsframleiðslunni. Íslendingar eru algerir eftirbátar þeirra – og hvað þá öflugri fiskeldisþjóða, en samanlögð ársframleiðsla á eldis- fiski hér á landi er nú innan við 55 þúsund tonn. Laxeldi vegur þar þyngst, en tveir þriðju hlutar eldis- ins á Íslandi eru á þeim fiski. Samanlögð fiskeldisframleiðsla í heiminum nemur nú tæplega 79 milljónum tonna og hefur aldr- ei verið meiri í sögunni, en í ljósi mannfjölgunar – átta milljarðasti jarðarbúinn fæðist í þessum mán- uði – er augljóst að auka þarf vinnslu á fiskafurðum til muna til að metta f leiri munna. Þar verður vart eða ekki horft til annars en fiskeldis, í ljósi fullnýttra eða ofnýttra stofna á hafi úti. Sveinn segir að íslenskir fisk- útflytjendur verði að horfa til þess- arar breyttu myndar, því þótt stóru þjóðirnar í Asíu framleiði eldisfisk að megninu til fyrir heimamarkað, séu þær þegar farnar að gera sig gildandi á Evrópumarkaði, þar sem Íslendingar eiga hvað mestra hags- muna að gæta, og vart sé við öðru að búast en þær sæki enn frekar fram á Evrópumarkaði, sem sé sá stærsti einstaki í heiminum. „Þarna eru komnir keppinautar okkar í framtíðinni,“ segir Sveinn Agnarsson. n Öll aukning sjávarafurða kemur núna úr fiskeldi Heimsframleiðslan á fiski úr eldi nemur tæplega 79 milljónum tonna og hefur aldrei verið meiri í sögunni. Fram- leiðsla Íslendinga er lítið brotabrot af því, eða innan við 55 þúsund tonn. MYND/JÓHANNES STURLAUGSSON 6 Fréttir 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.