Fréttablaðið - 11.11.2022, Side 10

Fréttablaðið - 11.11.2022, Side 10
Félix Tshisekedi forseti hefur kallað eftir því að ungmenni landsins skrái sig annaðhvort í herinn eða myndi sjálf- skipaða löggæsluhópa til að mæta ógnum og áhrifum M23. Rússar eru ekki megn- ugir að styðja lengur við herafla sinn í borginni. Sources: George Washington University, Reuters Pictures: CRG, Defense Post Africa’s Islamic State-linked ADF The Allied Democratic Forces (ADF) is an insurgent group with Ugandan roots operating in the eastern Democratic Republic of the Congo 1995: Alliance formed between Tabliq Muslims and Sudan-backed rebels to ˆght Uganda’s President Yoweri Museveni Oct-Nov 2014: Under Baluku’s leadership ADF kill more than 250 2016-17: ADF receives funds from Waleed Ahmed Zein (right), Islamic State (IS) ˆnancier. ADF joins global jihadist movement Jul 2019: Baluku pledges allegiance to IS – ADF is branded Islamic State Central Africa Province (ISCAP) Nov 2019-Sep 2020: ADF kill at least 570 civilians in so-called Triangle of Death Oct 2020: ADF attack on prison in Beni frees over 1,300 prisoners, ISCAP claims responsibility Nov 2021: Triple suicide bomb attacks in Uganda’s capital Kampala claimed by ISCAP 1996-2000: Attacks in Uganda 2001-03: Ugandan army drives rebels to North Kivu, DRC 2003-12: Signiˆcantly degraded, attacks against civilians fall 2013: ADF launches string of massacres in Beni, and Ituri province. During Congo army counter-operation, ADF leader Jamil Mukulu œees to Tanzania. Seka Musa Baluku (leŸ) takes control, dramatically escalating attacks on civilians © GRAPHIC NEWS Tanganyika-vatn Viktoríu- vatn Kinshasa Kampala ÚGANDA ÚG AN DAAngóla Sambía Tansanía Lýðveldið-Kongó Afríka M i ð - A f r í k u l ý ð v e l d i ð Suður-Súdan Kenía KONGÓ Ituri Norður-Kívú Norður- Kívú Átakasvæði kongóska hersins og skæruliða M23 hreyˆngarinnar. Þríhyrningur dauðans 20km 12.5 mílur250 mílur 400km Beni Beni Mbau Kamango Átök hafa færst í aukana á milli kongóska hersins og skæruliðahreyfinga í austur- hluta landsins. Loftárásir hafa staðið yfir á svæðinu seinustu daga og ásaka stjórnvöld í Kongó meðal annars yfir- völd í Rúanda um að styðja við skæruliðahreyfingar, en sendiherra Rúanda var nýlega rekinn úr landi. helgisteinar@frettabladid.is KONGÓ António Guterres, aðal- ritari Sameinuðu þjóðanna, hefur lýst yfir þungum áhyggjum af þeim átökum sem hafa verið að stigmagn- ast í austurhluta Kongó undanfarna mánuði. Hann hefur kallað eftir því að skæruliðar á vegum M23-hreyf- ingarinnar leggi niður vopn sín skil- yrðislaust og hætti öllum árásum. Aðalritarinn segir í tilkynningu að hann sé einnig búinn að tala við for- seta Kongó, Angóla, Rúanda, Keníu og formann Afríkusambandsins um málið. Blóðug orrusta braust út seint í október á milli kongóska hersins og M23 í bænum Kiwanja, sem liggur í 70 km fjarlægð frá höfuð- borg Norður-Kívú héraðsins, Goma. Skæruliðar hafa einnig hertekið nokkra bæi við landamæri Úganda og þurftu 90 þúsund manns að flýja heimili sín í síðasta mánuði. Stjórn- völd hafa svarað með loftárásum á stjórnarsvæði M23 í Norður-Kívú héraðinu. Átök á milli þessara stríðandi fylkinga hófust á ný í júní eftir margra ára frið. Skæruliðahreyf- ingin ásakaði kongósku ríkisstjórn- ina um að standa ekki við samning um að draga herlið sitt í burtu frá svæðinu. Stjórnvöld Kongó hafa ásakað yfirvöld í Rúanda um að veita M23 stuðning, en þessu hafa ráðamenn í Rúanda margsinnis neitað. Fyrir tveimur vikum var svo Vincent Karega, sendiherra Rúanda í kon- gósku höfuðborginni Kinshasa, gefnir 48 klukkutímar til að yfirgefa landið. Stjórnvöld í Kigali sögðu það vera afar sorglegt að Kongó héldi áfram að nota Rúanda sem blóra- böggul til að hylma yfir eigin mis- tök og stjórnarhætti og bættu við að hersveitir landsins við landamæri Kongó væru í viðbragðsstöðu. Forseti Kongó, Félix Tshisekedi, hefur kallað eftir því að ungmenni landsins skrái sig annaðhvort í herinn eða myndi sjálfskipaða lög- gæsluhópa til að mæta ógnum og áhrifum M23. Forsetinn sagði að það væri markmið Rúanda að skapa löglaust svæði í austurhlutanum til að ná yfirráðum á verðmætum steinefnum. „Til að bregðast við stöðu ungmenna í landinu þá hvet ég þau til að mynda sjálfskipaða Lýðveldið Kongó rambar á barmi stríðsátaka Átökin útskýrð Átökin eiga rætur að rekja til þjóðarmorðsin í Rúa da árið 1994 þegar þáverandi forseti Rú- anda, Juvénal Habyarimana, lést, þegar flugvél sem hann var far- þegi í var skotin niður. Í kjölfarið slitnaði upp úr friðarviðræðum á milli tveggja þjóðflokka, Hútú- og Tútsímanna, og hófst þá skipulögð þjóðernishreinsun sem leiddi til dauða 800 þúsund Tútsímanna á 100 daga tímabili. Rúmlega 2 milljónir heimamanna flúðu landið til nágrannaríkja, Kongó þar með talið. Ríkisstjórnin í Kongó var ekki í stakk búin til að takast á við þau átök sem voru enn við lýði á milli þessara tveggja þjóðflokka, sem höfðu komið sér fyrir í austur- hluta landsins og á ndanum braust út stríð. Þetta stríð, sem stóð yfir frá árunum 1998 til 2003, var það mannskæðasta í sögu Afríku. Að minnsta kosti 3,3 milljónir létu lífið í átökum á milli kongóska hersins, sem studdur var af ríkisstjórnum Angóla, Namibíu og Simbabve og uppreisnarmanna sem nutu stuðnings frá Rúanda. Þrátt fyrir friðarsamkomulag sem undirritað var árið 2002 héldu skæruliðahreyfingar sem börðust við kongósku ríkis- stjórnina áfram að myndast. Sú þekktasta er hin svokallaða M23 skæruliðahreyfing, nefnd í höfuðið á friðarsamkomulagi sem undirritað var 23. mars 2009. Her ríkisstjórnarinnar vann tíma- bundinn sigur á M23 árið 2013 með aðstoð friðargæsluliða SÞ, en síðan þá hafa yfir hundrað skæruliðahreyfingar myndast í austurhluta landsins, sem hafa stökkt 4,5 milljónum manna á flótta í eigin landi. Stjórnvöld í Kongó hafa sakað nágranna- ríkið Rúanda um að veita skæru- liðum stuðning. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA löggæsluhópa sem gætu bæði stutt við og fylgt hersveitum okkar,“ segir Tshisekedi. Sumir heimamenn hafa einnig kallað eftir aðstoð Rússa og segja að afskiptasemi Vesturlanda sein- ustu áratugi hafi einmitt verið það sem hefur orðið þeim fjötur um fót. Fjögur nágrannaríki hafa hins vegar tilkynnt að þau muni senda hermenn til að reyna að bæla niður átökin. Um eitt þúsund hermenn frá Keníu munu sameinast hersveitum frá Úganda, Suður-Súdan og Búr- úndí, sem hafa verið í landinu síðan í ágúst. n gar@frettabladid.is DÓMSMÁL Hollywoodleikaranum fornfræga Warren Beatty hefur verið stefnt fyrir að hafa neytt unglingsstúlku til kynmaka. Þetta kemur fram í spænska blaðinu El País. Kristina Charlotte Hirsch segir Beatty hafa þvingað sig til kynmaka þegar hún var fjórtán eða fimmtán ára á árinu 1973. Beatty sem er 85 ára í dag var þá hálffertugur. Í stefnu Hirsch segir að Beatty hafi boðið henni á hótel þar sem hann dvaldist. Hann hafi notað stöðu sína sem fullorðinn og Holly- woodstjarna til að þvinga Hirsch til kynferðislegra athafna, þar á meðal munnmaka og á endanum haft sam- ræði við hana, sem var á þeim tíma barn undir lögaldri. Þetta hafi gerst í nokkrum aðskildum tilfellum. Kemur fram í stefnunni að Hirsch hafi upphaflega verið upp- numin yfir athyglinni frá Beatty og talið sig eiga í ástarsambandi við stórstjörnuna. Hún krefst bóta fyrir sálrænt, andlegt og tilfinningalegt álag vegna þessara atburða. Að sögn El País hafa lögmenn Warren Beatty ekki enn brugðist við stefnu Kristinu Charlotte Hirsch. n Aldraðri Hollywoodstjörnu stefnt fyrir að neyða stúlku til kynmaka Warren Beatty í apríl á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY kristinnhaukur@frettabladid.is ÚKRAÍNA Úkraínski herinn er kom- inn að borgarmörkum Kherson, eftir að Rússar tilkynntu að þeir myndu hörfa frá borginni. Úkraínu- menn fara þó varlega, enda búast þeir við að maðkur sé í mysunni. Meðal annars hefur því verið hald- ið fram að Rússar hafi skilið eftir mikið af sprengjugildrum í borginni og jafnvel hermenn klædda sem almenna borgara. Ástæða þess að Rússar eru að hörfa frá borginni er sú að þeir geta ekki lengur stutt við heraflann þar yfir ána. Þess í stað ætla þeir að setja upp varnir á austurbakka Dnípróár og vonast til að það haldi í vetur. Þaðan geta þeir einnig skotið á Khersonborg með stórskotaliði. Þó að Úkraínumenn flýti sér ekki að taka Kherson hafa þeir verið að leggja undir sig hvert þorpið á fætur öðru í útjöðrum hennar. Þar á meðal Sníhúrívka og Kyselívka, aðeins 15 kílómetrum frá miðborg Kherson. Að ná Kherson á sitt vald verður stór stund fyrir Úkraínumenn, enda er borgin vel staðsett fyrir áfram- haldandi sókn inn í suðurhluta Khersonhéraðs og Krímskaga. n Úkraínumenn við borgarmörk Kherson 10 Fréttir 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.