Fréttablaðið - 11.11.2022, Blaðsíða 12
n Halldór
n Frá degi til dags
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is, AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
FRÉTTASTJÓRI: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is
VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is, HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Þorvaldur S. Helgason
tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Hér er ekk-
ert borð
fyrir báru.
Hvorki
fyrir smá-
spýjur né
holskeflur.
Traust á
milli allra
er undir-
staða þess
að náttúru-
vernd tak-
ist vel og
er skýrsla
starfshóps-
ins skref í
þá átt.
Guðmundur
Gunnarsson
ggunnars
@frettabladid.is
N Ý F O R M
h ú s g a g n a v e r s l u n
h ú s g a g n av e r s l u n
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Mikið úrval af HVÍLDARSTÓLUM
með og án rafmagns lyftibúnaði
Komið og
skoðið úrvalið
Guðlaugur Þór
Þórðarson
umhverfis-, orku-
og loftslagsráð-
herra
Undanfarin misseri hefur verið lífleg samfélags-
umræða um tækifæri og áskoranir sem fylgt geta
friðlýsingu landsvæða á Íslandi. Í stjórnarsáttmála
ríkisstjórnarinnar segir að stofna eigi þjóðgarð á þegar
friðlýstum svæðum og jöklum á þjóðlendum á hálend-
inu, með breytingu á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.
Áherslan er á samtal og samvinnu við heimamenn og
fjölgun svæðisráða.
Til að draga fram stöðu þjóðgarða og friðlýstra svæða
almennt, skipaði ég á vormánuðum vinnuhóp til að
taka saman stöðuskýrslu um málefnið. Í starfshópnum
sátu Árni Finnsson, formaður, Guðrún Svanhvít Magn-
úsdóttir og Sveinbjörn Halldórsson. Hópurinn hefur nú
skilað skýrslu sinni sem heitir „Þjóðgarðar og friðlýst
svæði, staða og áskoranir“. Umræðan um þjóðgarða
og friðlýst svæði á Íslandi hefur oft verið jákvæð, enda
enginn ágreiningur um að íslensk náttúra er einstök.
Hins vegar hefur ýmislegt verið gagnrýnt varðandi
friðlýsingarferlið, rekstur einstakra svæða og mögu-
leika til nýtingar og ferðalaga eftir friðlýsinguna. Hluti
gagnrýninnar snýr að því að einstök verkefni hafi verið
keyrð of hratt í gegnum stjórnsýsluna án nægilegra
tækifæra til upplýstrar umræðu, öflunar grunnupplýs-
inga og samráðs við heimamenn og aðra hagaðila. Þessi
umræða og gagnrýni hefur ekki síst tengst áformum
um stofnun þjóðgarðs á hálendinu og átökum um
verndun náttúrunnar annars vegar og nýtingu hins
vegar. Skýrsla starfshópsins nýtist mjög vel í starfi
ráðuneytisins við forgangsröðun verkefna. Í sumum
tilfellum er vinnan hafin og má þar nefna greiningar-
verkefni um stofnanaskipulag ráðuneytisins. Í öðrum
tilfellum eru áform um frekari upplýsingaöflun, skipun
starfshópa og aukið samráð og samtal. Niðurstaðan er
að það er verk að vinna. Ná þarf sátt milli ólíkra aðila
s.s. umsjónaraðila friðlýstra svæða, landeigenda, þeirra
sem nýta sér þau í atvinnuskyni, ferðalanga, þeirra
sem eiga þar óbein eignarréttindi og annarra haghafa.
Traust á milli allra er undirstaða þess að náttúruvernd
takist vel og er skýrsla starfshópsins skref í þá átt. n
Aukin náttúruvernd
byggð á traustigar@frettabladid.is
Þrísaga
Útkastarar ríkisins hafa verið
í sviðsljósinu að undanförnu
vegna brottf lutnings hælis-
leitenda. Sérstaka athygli vakti
framganga starfsmanna á Kefla-
víkurflugvelli sem hindruðu
störf fulltrúa fjölmiðla við
völlinn með því fylgja þeim
eftir eins og skugginn og blinda
þá með sterkum ljóskösturum.
Isavia hefur vafist tunga um
tönn við að útskýra þetta hátta-
lag og orðið margsaga í meira
lagi, eða þrísaga nánar tiltekið.
Misskilningur
Nýjasta útgáfa Isavia sem send
var út sameiginlega með emb-
ætti ríkislögreglustjóra byggir
á því að málið hafi allt saman
verið tómur misskilningur. Að
menn hafi ekki vitað hvað þeir
voru eiginlega að meina. Dálítið
eins og Georg Bjarnfreðarson
sé hættur á bensínstöðinni
og farinn að vinna á nóttunni
hjá upplýsingadeild þessa
ágæta fyrirtækis sem heldur
um stjórnvölinn á f lugvöllum
landsins og er eins og risavaxið
ríki í ríkinu. Ekkert er þó sagt
um það hvað vallarstarfsmenn-
irnir töldu sig vera að útrétta
með tilburðum sínum. Kannski
ætluð þeir bara að gaslýsa
þjóðina sem auðvitað hefur alls
ekkert með það að gera að vita
hvað sé á seyði við hennar eigin
f lugstöð. n
Ef framganga valdhafa í garð hælis-
leitenda væri ekki svona sorglegt mál
í alla staði, væri jafnvel hægt að hafa
gaman af umræðunni um meinta hol-
skeflu fólks sem hér flæðir yfir fjöru
og grjót í stríðum straumum.
Aðallega vegna þess að hópurinn sem um
ræðir telur ekki nema um 800 manns. Það er
allt mannhafið. Holskeflan sem hingað kemur
frá öðrum löndum en Úkraínu og Venesúela.
Hvar annars staðar en á Íslandi myndi slík
tala valda viðlíka hugarangri? Setja allt upp á
rönd?
Við erum að tala um hóp sem er svo fámenn-
ur að hann myndi ekki einu sinni fylla neðri
svalirnar á jólatónleikum Baggalúts.
Það mæta fleiri á miðnæturopnun meðal-
stórrar fataverslunar án þess að við grípum til
þess að tala um holskeflu í því sambandi.
Samt er látið eins og mannskapurinn, sem
hingað kemur í örvæntingarfullri leit að
öryggi, haldi öllu í heljargreipum. Kafsigli allt
sem fyrir verður. Að yfir okkur gangi einhvers
konar mennskur brotsjór sem ekkert fæst við
ráðið. Þúfan og hlassið og allt það.
Í þessu líkingamáli leynist auðvitað einhvers
konar hátindur íróníunnar. Grátbrosleg saga í
anda Gúllivers í Putalandi jafnvel.
Auðvitað er þessi háreysti ekkert annað
en illa dulbúinn hræðsluáróður.
Haldið á lofti af stjórnmálamönnum sem
þrífast á því að hræða fólk. Til þess fallinn að
hræra duglega upp í pottum stækrar þjóðernis-
hyggju og andúðar í garð útlendinga.
Verst hvað þessir tilburðir virka alltaf vel á
landsmenn. Eins og við höfum séð á síðustu
dögum. Þótt maður voni auðvitað alltaf að
manngæskan sjái í gegnum þetta.
Höfum samt eitt á hreinu. Auðvitað
geta fámennir hópar fólks valdið aukaálagi á
kerfin og innviðina.
Það er bara ekki það sem málið snýst um. Rót
vandans liggur ekkert hjá þessum átta hundruð
manneskjum sem hingað koma. Hún liggur
hjá okkur sjálfum. Í velferðarkerfi og heil-
brigðiskerfi sem lafir fram af bjargbrúninni.
Vegna áralangrar sveltistefnu og sinnuleysis.
Þegar velferðar- og heilbrigðiskerfin eru ekki
forgangsmál á borði stjórnvalda er viðbúið að
eitthvað þurfi undan að láta.
Það er mergurinn málsins. Þess vegna erum
við í þessari stöðu að geta ekki tekið á móti
fólkinu sem við þurfum á að halda.
Í þeim efnum gildir einu hvort um er að ræða
Svíþjóð eða Súdan. Hér er ekkert borð fyrir
báru. Hvorki fyrir smáspýjur né holskeflur. n
Holskeflan
SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR