Fréttablaðið - 11.11.2022, Qupperneq 14
Í æsku grípum við
til varnarhátta til að
ráða við yfirþyrmandi
aðstæður, en svo fylgja
þeir okkur út lífið,
þangað til við vinnum
með þá.
Yfirvofandi er þrot ÍL-sjóðs vegna
pólitískra mistaka. Eftir rúman
áratug fer sjóðurinn í þrot, sam-
kvæmt fjármálaráðherra. Ráðherra
telur það raunhæfan valkost að
setja sjóðinn í slit núna með laga-
setningu og senda reikninginn strax
til lífeyris þega og sparifjáreigenda.
Ríkisstjórnin hefur talað eins og
tvær mjög ólíkar útfærslur við að
leysa vanda séu í reynd hin sama.
Fjármálaráðherra lætur sem það
komi út á eitt hvort ríkið standi við
skuldbindingar sínar eða ekki. Að
það sé hið sama að ríkið standi við
skuldbindingar sínar eða færi tjón
sitt yfir á aðra. Auðvitað heldur
þetta ekki vatni.
Fjármálaráðherrann matreiðir þá
leið sem „ábyrga“ að lífeyrisþegar
greiði kostnaðinn af pólitískum
mistökum stjórnvalda. En telst það
ábyrgt að ríkið færi reikninginn
yfir á aðra? Felst mikil virðing fyrir
eignarréttinum í að fara í sparnað
lífeyrisþega og sparifjáreigenda
til að rétta af bókhald ríkissjóðs?
Og boða lagasetningu náist ekki
samningar við lífeyrissjóði um
þessa niðurstöðu?
Vinstri græn blessa Bjarna en
Framsókn þegir
Í liðinni viku spurði ég Guðmund
Inga Guðbrandsson, félags- og
vinnumarkaðsráðherra, um afstöðu
hans til þess að færa skuldir Íbúða-
lánasjóðs yfir á lífeyrisþega með
þessari aðgerð. Ég spurði hann
hvort rétt væri að ganga í sparnað
lífeyrisþega með þessum hætti.
Hvort hann teldi að þessi aðgerð
myndi liðka fyrir kjarasamningum
við sömu launþega og eiga að taka
reikninginn fyrir fjármálaráðherra.
Ráðherra vinnumarkaðarins
sagðist styðja formann Sjálf-
stæðisf lokksins í þessari aðgerð.
Það eru mikil tíðindi. Hann sagði
aftur á mótið lítið um áhrif þess á
komandi kjarasamninga. Afstaða
Vinstri grænna virðist því vera
að þau styðja það að fara svona í
sparnað lífeyrisþega og sparifjár-
eigenda. Þögn frá forystumönnum
Framsóknarf lokksins um þetta
stóra hagsmunamál almennings,
er síðan að verða ærandi. Þeirra
afstaða skiptir hins vegar miklu,
enda héldu þeir á þessum mála-
flokki fyrir tæpum 20 árum síðan.
Hin sanngjarna leið
Trúverðugleiki ríkisins er í húfi í
þessu máli. Ríkið þarf að hafa trú-
verðugleika sem ábyrgur aðili við
fjármálastjórn, en ekki síður sem
lántakandi gagnvart fjármálamörk-
uðum. Og gagnvart almenningi.
Það blasir við að pólitísk mistök
fyrir tæplega 20 árum hafa leitt
til mikils tjóns fyrir almenning
á Íslandi. Álitaefnið núna er hins
vegar hver og hvernig á að greiða
fyrir þau dýrkeyptu mistök. Ríkið
getur axlað byrðarnar með frekari
sölu ríkiseigna, en ríkisstjórnin
hefur engan trúverðugleika í þeim
efnum. Ríkið getur axlað ábyrgð
með lántökum, sem væri í sjálfu
sér eðlilegt framhald á stefnu Sjálf-
stæðisf lokksins um hallarekstur
ríkissjóðs. Ríkið gæti líka axlað
ábyrgð með því að dreifa byrðunum
á þá sem eru vel færir um slíkt, t.d.
með heilbrigðum greiðslum fyrir
einkaafnot af sameiginlegum auð-
lindum. Íhaldsöflin í ríkisstjórninni
eru hins vegar sammála um að gera
það ekki.
Það er því af og frá að tala með
þeim hætti að útfærslan skipti ekki
máli. Það er einfaldlega afvega-
leiðing ríkisstjórnarinnar á þeim
kostum sem eru í stöðunni.
Hver greiðir og hvernig?
Komi þetta mál til kasta þingsins
verður stóra spurningin hvernig
sanngjarnast er að deila tjóni sem er
tilkomið vegna pólitískra mistaka.
Hvernig er réttlátast að kostnað-
inum við þetta klúður verði dreift
í samfélaginu? Útfærslurnar verða
að vera sanngjarnar og þær verða að
standast lög. Og það verður að vera
markmiðið að verja traust almenn-
ings til þess hvernig íslenska ríkið
gengur fram. n
Reikningurinn sendur á lífeyrisþega
Þorbjörg Sigríður
Gunnlaugsdóttir
þingmaður Við-
reisnar
Fjármálaráðherra
lætur sem það komi út
á eitt hvort ríkið standi
við skuldbindingar
sínar eða ekki. Að það
sé hið sama að ríkið
standi við skuldbind
ingar sínar eða færi
tjón sitt yfir á aðra.
Alma D. Möller
landlæknir
Embætti landlæknis stendur um
þessar mundir fyrir viðamikilli
rannsókn á heilsu og líðan lands-
manna. Leitað hefur verið til 17 þús-
und einstaklinga og þeir beðnir um
að svara rafrænum spurningalista.
Meginmarkmið þessarar rann-
sóknar er að leggja mat á heilsu,
líðan og velferð fullorðinna og
fylgjast með breytingum sem kunna
að verða í tímans rás. Rannsóknin
var fyrst framkvæmd árið 2007
og endurtekin árin 2009, 2012 og
2017. Þetta er því í fimmta sinn sem
spurningalistinn Heilsa og líðan er
lagður fyrir landsmenn og er fólki
af erlendum uppruna, sem búsett
er hér á landi, nú boðið að taka þátt
í fyrsta sinn.
Mikilvægi þeirra upplýsinga sem
Heilsa og líðan veitir er ótvírætt,
enda um að ræða rannsókn sem
ekki á sér hliðstæðu hér á landi.
Niðurstöður fyrri rannsókna hafa
reynst dýrmætur efniviður sem
nýttur hefur verið af embættinu,
stjórnvöldum, háskólasamfélaginu
og öðrum sem koma að mikil-
vægum ákvörðunum, aðgerðum og
rannsóknum er varða heilsu og vel-
ferð landsmanna.
Auk þess að veita mikilvægar
upplýsingar um heilsu og líðan á
fimm ára fresti gera niðurstöður
rannsóknarinnar kleift að fylgjast
með breytingum sem kunna að
verða í tímans rás. Með fyrirlögn í
ár verður til dæmis unnt að kanna
hvort breytingar hafi orðið á heilsu-
fari eða heilsutengdri hegðun á
tímum mikilla samfélagsbreytinga
í kjölfar heimsfaraldurs af völdum
COVID-19. Spurningalistinn er
þannig aðlagaður að samfélagi og
tíðaranda hverju sinni.
Það er ósk mín að þeir sem valist
hafa til þátttöku í þetta sinn bregð-
ist vel við beiðni embættisins um
að svara spurningalista en gögnin
eru ópersónugreinanleg þegar þau
eru unnin. Með þátttöku fá lands-
menn tækifæri til þess að leggja sitt
af mörkum til að auka þekkingu á
heilsufari fullorðinna, en sú þekk-
ing mun nýtast til að efla lýðheilsu.
Góð þátttaka eykur gildi rann-
sóknarinnar til muna og er framlag
hvers og eins mikils virði og mikils
metið. n
Heilsa og líðan á Íslandi
Þetta er því í fimmta
sinn sem spurninga
listinn Heilsa og líðan
er lagður fyrir lands
menn og er fólki af
erlendum uppruna,
sem búsett er hér á
landi, nú boðið að taka
þátt í fyrsta sinn.
Guðjón Idir
tilvistarmiðaður
þjálfi hjá Sál-
fræðiráðgjöfinni
í Lækjargötu
Eitt sinn heyrði ég mann segja: ,,Ég
er mjög góður í að tala um tilfinn-
ingarnar mínar en ég er ekki góður
í að finna fyrir þeim.” Þessi lýsing
fangaði ákveðna þverstæðu og ég
velti þessu fyrir mér eftir á. Hann er
meðvitaður um tilfinningar sínar,
hann nemur þær en hann finnur
ekki mikið fyrir þeim. Að einhverju
leyti er eins og að hann standi utan
við þær og lýsi þeim frá sjónarhorni
þriðju persónu: Ég sé að þessi maður
burðast með sorg og sjálfsefasemdir,
þessi maður er ég. Hér er tvennt sem
vert er að skoða, annars vegar þá gjá
sem er á milli tilfinningalífs og vits-
munalífs og hins vegar notagildi
þess að nýta ólík sjónarhorn.
Ef við erum meðvituð um ákveð-
inn tómleika getum við reynt að
fanga hann með vitsmununum
en það verður í besta falli þýðing
og ýmis merking tapast í öllum
þýðingum. Við náum ekki fyllilega
að nálgast tilf inningarnar með
vitsmununum einum saman. Við
getum lýst tómleikanum, doðan-
um, meðvitundinni um að eitthvað
vanti og við getum jafnvel gert það
af dýpt með ríkulegu orðfæri, eins
og þessi maður gerði sem ég nefndi
hér að framan. En við erum samt úr
ákveðnum tengslum við tilfinning-
arnar og þar af leiðandi okkur sjálf.
Sálfræðin myndi mögulega líta á
þetta sem vitsmunalegan varnar-
hátt (e. intellectualisation) þar sem
vitsmunum er beitt til að víkja sér
undan kvíðavaldandi tilfinningum.
Þannig getur maður komið sér upp
kulda og fjarlægð þegar kemur
að ákveðnu viðfangsefni sem að
öðrum kosti myndi opna á erfiðar
tilfinningar.
Í æsku grípum við til varnar-
hátta til að ráða við yfirþyrmandi
aðstæður, en svo fylgja þeir okkur
út lífið, þangað til við vinnum
með þá. Við beitum þeim þegar
við gætum ráðið við aðstæður án
þeirra og þá lifum við eftir ákveðnu
mynstri sem getur rýrt lífsgæði
okkar umtalsvert. Eðlileg spurning
til þessa manns gæti verið: ,,Hverju
óttast þú að finna fyrir?” því álykt-
unin hér er sú að tilfinningarnar
hafi á einhverjum tímapunkti
verið svo yfirþyrmandi að hann
hafi myndað fjarlægð eða skil til að
bægja þeim frá sér. Það leiðir svo til
þess að hann missir tengsl við til-
finningalíf sitt. Tilfinningarnar eru
samt vitaskuld alltaf til staðar, þótt
þær geti verið utan seilingar.
Ef maður skoðar sjálfan sig
frá sjónarhorni þriðju persónu,
getur maður losnað undan gildis-
hlöðnum viðhorfum að einhverju
leyti. Maður er líklegri til að horfa
á þessa manneskju (sjálfan sig)
á hlutlægan hátt. Sjá hvað hana
skortir, finna með henni samkennd
og átta sig á því hvers vegna hún
lendir á þessum stað. Fáir leyfa sér
að viðurkenna sársauka eða upp-
lifun vanmáttar, heldur stimpla
þeir þá tilfinningu með dómhörku
í eigin garð sem aumingjaskap eða
væl. Þegar fólk beinir sjónum sínum
að öðrum, er oft styttra í skilning
og umhyggju. Þegar við dæmum
sársauka okkar sem aumingjaskap
eða þvíumlíkt erum við að hunsa
mannlegar þarfir okkar. Öll þurfum
við jú örugg tengsl, skilning og ást.
Að upplifa virði okkar án þess að
þurfa að viðhalda því með ákveð-
inni hegðun.
Það sem virðist þverstæða í
fyrstu, það er að geta lýst tilfinn-
ingum en ekki fundið fyrir þeim, er
í raun ekki lýsing á tilfinningunum
sem opnað hefur verið fyrir. Það
getur verið lýsing á tómleikanum
sem er fyrir hendi vegna tengsla-
leysis. Það getur verið tilgáta um
hvernig honum myndi líða ef hann
opnaði á tilfinningarnar, eða til-
gáta um hvernig honum finnst að
honum ætti að líða.
Með því að tengjast tilfinning-
um okkar getum við gert líf okkar
merkingabærara og ríkulegra, við
upplifum okkur sem ósviknar
útgáfur af sjálfum okkur þegar við
erum í góðum tengslum við okkur
sjálf.
Hægt er að lesa alla greinina Þver-
stæðurnar okkar á betrivitund.is. n
Að upplifa tilfinningar með vitsmunum
14 Skoðun 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFRéttAblAðið