Fréttablaðið - 11.11.2022, Síða 19

Fréttablaðið - 11.11.2022, Síða 19
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 11. nóvember 2022 Árin fara einkar mjúkum höndum um Demi Moore. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Fegurðardísin Demi Moore blæs á 60 kerta afmælisköku í dag. Hún ber aldurinn vel, með dökkan makka, lýtalausa húð og grannan líkamsvöxt og hefur lítið breyst síðan hún sló fyrst í gegn á hvíta tjaldinu á níunda áratugnum. Uppskriftina að unglegu útlitinu segir Demi vera hollt mataræði, reglulega líkamsrækt og jákvætt viðhorf til lífsins. „Ég hef þá trú að það eldi okkur fyrr að byrgja inni reiði, biturð og sársauka. Ekki er þar með sagt að við séum alltaf hamingjusöm en það er mikilvægt að sleppa takinu á þessum tilfinningum,“ er haft eftir Demi. Hún stundar jóga og lætur áfengi eiga sig eftir að hafa átt í basli með að setja tappann á flöskuna áður fyrr. „Ég vil ekki missa af einu andartaki lífs míns. Það hefst með því að vera edrú.“ Demi giftist leikaranum Bruce Willis 1987 en eftir aðalhlutverk í Ghost 1990 skaust hún á toppinn í Hollywood. Ári síðar sat hún fyrir á forsíðu Vanity Fair, nakin og ólétt. „Þar lagði ég áherslu á að vera bara ég sjálf og reyna ekki að vera nein önnur,“ útskýrði Demi um þá ákvörðun sína. Á tískupöllum fyrir Fendi í fyrra varð ýmsum tíðrætt um að Demi hefði látið laga kinnbein sín undir hnífnum en aðrir kenndu lýsingunni um. Hvað sem því líður er Demi er stórglæsileg nú þegar glittir í sjötugsaldurinn. n Demi sextug í dag Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Annalísa Hermannsdóttir hafa staðið í ströngu við undirbúning sýningarinnar sem verður frumsýnd í kvöld í Tjarnarbíói. Á sýningunni, sem samanstendur af sjö örverkum, er velt upp spurningunni: Hvað ef heimurinn væri aðeins fallegri? FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ef heimurinn væri aðeins fallegri Listakonan Unnur Elísabet Gunnarsdóttir frumsýnir í kvöld verkið Nýr heimur ásamt hópi listafólks. Saman hafa þau samið dúetta og afraksturinn er sjö örsýningar sem innihalda allt frá sirkuslistum til óléttra karlmanna. Markmiðið er að senda fólk út með gleði í hjarta. 2 HEILAÞOKA? Fæst í helstu apótekum - www.celsus.is AUKIN ORKA OG FÓKUS

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.