Fréttablaðið - 11.11.2022, Síða 22

Fréttablaðið - 11.11.2022, Síða 22
Hvað er rómantískara en að ylja sér við heitt súkkulaði á fallegum vetrardegi þegar daginn tekur að stytta og skammdegið hellist yfir? Ekkert er betra en nærandi samverustund með fjölskyldu og vinum með heitan bolla í hönd. Dökka súkkulaði er brotið í mola og leyst upp í svolitlu vatni eða um það bil einum kaffibolla við vægan hita. Einn lítri af mjólk er hitaður að suðumarki, honum hellt saman við smátt og smátt og hrært í á meðan. Þegar búið er að hella allri mjólkinni út í og súkku- laði er orðið heitt og silkimjúkt er því hellt í góða bolla og slettu af þeyttum rjóma bætt ofan á. Það má sleppa rjómanum ef vill. Súkkulaðið má svo ávallt toppa með einhverju sem minnir á að jólin koma senn, eins og að brjóta niður Bismark-piparmyntu- brjóstsykur. Það má líka strá rifnu Freyðivín eða búbblur njóta mik- illa vinsælda þessa dagana enda fallegar í glasi og skapa ákveðna stemningu. Oft er það svo að þegar fólk hugsar um freyðivín, kampa- vín, hugsar það um vín til að skála, fagna ákveðum áfanga, stórvið- burðum og stórum stundum í líf- inu. Dásamlega „pop“-hljóðið sem á að heyrast þegar freyðivínsflaska er opnuð hljómar skemmtilega og skapar stemningu. Þá liggur í loftinu spennan eftir að fá freyði- víninu hellt í glasið. Staðreyndin er sú að freyðivín eru einnig ágætis matarvín og upp- lagt til para með mat. Það er hægt að byrja á freyðivíninu til að fagna góðri máltíð og halda svo áfram með sama vínið með matnum. Bragðið og áferðin steinliggur með fjölmörgum réttum og vert er að velja rétta tegund eftir hvað verður á boðstólum. Til hátíðarbrigða er það oft svo að framreiddir eru fleiri en einn réttur, algengt er að boðið er upp á þriggja rétta máltíðir. Það er því skemmtileg áskorun að para freyðivín með og það getur gengið mjög vel enda framboð á góðu freyðivíni, eins og kampavíni, orðið mjög gott og fjölbreytt. For- réttir og freyðivín parast einstak- lega vel saman. Freyðivín hentar vel með sjávarfangi, eins og til að mynda með laxi, bleikju, humri og ýmis konar skelfiski, hvort sem það er hrátt, matreitt eða í súpu. Freyði- vín steinliggur með parmaskinku, parmesanosti og balsamikediki. Ferskur aspars, léttsteiktur á pönnu, með parmesanosti og smá salti er eitthvað sem ljúft freyðivín ræður vel við. Freyðivínið er líka ákaflega ljúft með ostum, ávöxtum og hvers kyns smáréttum, svo má ekki gleyma íslenska lakkrísnum, alveg ótrúlega hvað lakkrís og kampavín passa vel saman. Freyðivín er algjör gleðigjafi. Það er sama hvert tilefnið er, allt verður betra og skemmtilegra með freyðivín við hönd. n Freyðivín! Líka með mat n Skál elskan Kaldar kinnar, heitt súkkulaði n Uppskriftin 11. nóv 12. nóv 13. nóvFöstudagur Laugardagur Sunnudagur Hvað er að gerast um helgina? n Bítlasyrpa Hús Máls og menningar kl. 19.30 Bítlasyrpan heldur epískt Bítla- söngpartí. Þetta er sing-a-long með undirleik, ætlað hörðum Bítlaaðdáendum eingöngu. n Þar sem himin ber við haf Háskólabíó kl. 20.00 Í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því platan Þar sem himin ber við haf kom út blása Jónas Sig og Lúðrasveit Þorlákshafnar til glæsi- legra tónleika. n Apocalipstick Gaukurinn kl. 20.00 Drag, glamúr, fíflagangur og óþverri. n Ég býð mig fram Tjarnarbíó kl. 20.30 Örverkaleiksýning þar sem leik- stjórinn Unnur Elísabet býður listamönnum úr ólíkum áttum til samstarfs. Óvenjuleg leikhús- upplifun og suðupottur nýrra hugmynda. n Hausar All Stars Húrra kl. 22.00 Drum&Bass Djar í allt kvöld. Fram koma: Ewok, Agzilla, Carla Rose og Suspect: B. n Sóðabrók Þjóðleikhúskjallarinn kl. 22.30 Sóðabrækur eru þekktar fyrir sprenghlægilegar, ögrandi og bráðskemmtilegar sýningar sem bæði skemmta og sjokkera auk þess að vekja áhorfendur til umhugsunar um samfélagið, kyn- þokka, sjálfsmynd og femínisma. Það fer enginn heim í þurri brók eftir Sóðabrók. n Rappsmiðja Borgarbókasafnið Spönginni kl. 11.00 Ókeypis rappsmiðja með Reykja- víkurdætrum fyrir 10-12 ára og 13- 15 ára. Báðir aldurshópar taka þátt á sama tíma, en hóparnir vinna í aðskildum rýmum. Leiðbeinendur eru þær Ragga Holm og Steinunn Jónsdóttir. Skráning nauðsynleg. n Tímarnir líða og breytast - Bob Dylan hátíð Iðnó kl. 14.00 Áhugafólk um Dylan heldur tón- listarhátíð í Iðnó. Þar kemur fram fjöldi hljómsveita og tónlistar- manna, m.a. Sverrisson Hotel, tví- eykið Chris Foster og Bára Gríms- dóttir, hin landsþekkta Slow train og Himnahliðið. Sr. Henning Emil Magnússon flytur Dylan-fróðleik á milli tónlistarstriða á laugardags- kvöldinu. Þá stendur Dylanmafían fyrir sýningu á ýmsum áhuga- verðum munum tengdum Dylan og tónlistarferli hans. n Tónleikar með Snorra Helga- syni og Erni Eldjárn Menningarhúsið Berg, Dalvík Þeir vinirnir hafa unnið saman að tónlist í u.þ.b. tíu ár og munu grípa niður í tónlist af ferli Snorra og leika lög af plötunni Margt býr í þokunni sem byggð er á íslenska þjóðsagnaarfinum, lög af glænýrri plötu Snorra, Víðihlíð, og jafnvel eitthvað stöff með Sprengju- höllinni í bland við gúmmelaði koverlög. n Eyþór Ingi og Babies heiðra Þursaflokkinn Húrra kl. 22.00 Í tilefni 40 ára útgáfu plötunnar Gæti eins verið ætla Eyþór Ingi og Babies-flokkurinn að leika plötuna í heild sinni og mögulega fá önnur Þursalög að fljóta með. n Reddingakaffi með FabLab FabLab, Ísafirði kl. 13.00 Viðgerðir, kaffi og góð samvera. n Veturkarlinn kominn er með Dúó Stemmu Safnahúsið kl. 14.00 Leikin verða og sungin íslensk þjóðlög, tengd vetrinum og öðrum árstíðum, farið með þulur og með sköpunarkrafti barnanna verður sögð hljóðsaga um vináttuna með hjálp alls kyns hljóðfæra og hljóðgjafa. Leikið verður á ýmis hefðbundin og óhefðbundin hljóðfæri til dæmis íslenska steina, hrossakjálka, skyr- dósir, langspil, víólu og trommur. n Drengurinn með ljáinn út- gáfuhóf Nexus kl. 14.00 Daginn sem Hallur er hársbreidd frá dauðanum breytist allt. Hann verður drengurinn með ljáinn. Nú þarf hann að hjálpa þeim sem raunverulega deyja að komast hinum megin. En hvað í ósköp- unum þýðir það? Ævar Þór Bene- diktsson, oft kallaður vísinda- maður, verður á staðnum. n Vévaki útgáfutónleikar Húrra kl. 20.00 Útgáfuhóf plötunnar Fórnspeki. Fram koma Hilmar Örn Hilmars- son, Umbra, JFDR og Vévaki. Freyðivín er frábært með til dæmis sjávarfangi. Matarkjallarinn Veitingahús Hvað? Framúrskarandi matur og umhverfi í hjarta miðborgar- innar. Fyrir hvern? Í hádeginu er Matarkjallarinn frábær staður fyrir stefnumót, vina- eða vinnufund. Staður- inn býður upp á einstakt úrval rétta úr íslensku hráefni og því er heldur ekki úr vegi að bjóða erlendum gestum með sér, til að prófa brot af því besta sem íslensk matarhefð felur í sér. Staðurinn er í sögufrægu húsi og sagan er áþreifanleg og nálæg þar sem gamli hafnar- veggurinn er hluti af innrétt- ingu húsnæðisins sem á sér 160 ára sögu. Matarkjallarinn er einstaklega hentugur staður til að skella sér með stórfjölskyld- unni á stórafmæli eða útskrift, fyrir smærri hópa sem vilja gleðjast saman af góðu tilefni. Þjónustan er persónuleg og fagleg. Þá er bara að finna gott tilefni og skella sér! Ekki þurr brók í Þjóðleikhús- kjallaranum Þjóðleikhúskjallarinn, Hverfisgötu 19 Feminíski fíf lagangsfjöl- listahópurinn tjaldar öllu til í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Frímínútur náðu tali af Svanhvíti Theu Árnadóttur sem gengur undir nafninu Miss S. „Já, ég er í svolitlum redd- ingum því ég mátti ekki hengja upp fullorðinsrólu í gamla og viðkvæma loftið í kjallaranum. Svo það þarf að mixa eitthvað annað og endurhugsa atriðið. Þetta verður allt í góðu.“ Hópurinn lofar eðal- sýningu þar sem ýmislegt er látið f lakka. „Já, það er alveg ákveðinn tryllingur í því að gera svona sýningu í Þjóðleik- húsinu. Svona eins og við séum aðeins að stelast.“ n friminutur@frettabladid.is súkkulaði yfir rjómann og svo er dásamlegt að fá sér góðan bita með heitu súkkulaði eins og piparköku- hjarta eða hina frægu Söru. n Heitt súkkulaði Fyrir 5-6 200 g 70% dökkt súkkulaði 1 l af mjólk að eigin vali, við not- uðum laktósafría mjólk 1 espresso bolli vatn, gott að hita vatn í hraðsuðukatli og flýta fyrir 1 peli þeyttur rjómi eða setja í rjómasprautu, þá er hægt að leika listir sína með rjómann ofan á heita súkkulaðið. 4 kynningarblað A L LT 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.