Fréttablaðið - 11.11.2022, Page 48
Hin þrjátíu og tveggja ára
gamla leikkona Eliza-
beth Debicki túlkar
Díönu prinsessu í
nýjustu The Crown
þáttunum á Net-
flix, en um er að
ræða fimmtu þátta
röð sjónvarpsþátt-
anna vinsælu sem
byggja á ævi og sögu
bresku konungsfjöl-
skyldunnar.
ninarichter@frettabladid.is
Debicki vakti athygli fyrir svartan
Dior-kjól sem hún klæddist á rauða
dreglinum á frumsýningu þáttanna
í London í vikunni. Haft er eftir
fjölmiðlum vestra að kjóllinn þyki
nauðalíkur ljósbláum Catherine
Walker-kjól sem Díana prinsessa
klæddist á kvikmyndahá-
tíðinni í Cannes árið 1987.
Hin ástralska Debicki er
fædd 24. ágúst 1990. Hún
nam í leiklist við lista-
háskólann í Melbourne,
Victorian College of the
Arts. Eftir útskrift land-
aði hún hlutverki í ástr-
ölsku gamanmyndinni
A Few Best Men frá árinu
2011. Debicki landaði
AACTA-verðlaununum
fyrir besta leik í aðal-
hlutverki í kvikmynd-
inni The Great Gatsby
frá árinu 2013 í leik-
stjórn samlanda síns
Baz Luhrmann, þar
sem hún lék á móti
Leonardo DiCaprio,
Tobey Maguire og Carey
Mulligan. n
Debicki túlkar
Díönu prinsessu
inni á setti sem
og utan þess
Leikhópur fimmtu þáttaraðar The Crown
á Netflix kom saman í London í
vikunni. Þáttaröðin er nú aðgengi-
leg á streymisveitunni. Ýmsar
persónur úr stjórnmálasögunni
koma við sögu, þar á meðal Tony
Blair, fyrrum forsætisráðherra.
Elizabet
Debicki og
Dominic
West túlka
Díönu
prinsessu
og Karl, þá
prins og
núverandi
konung.
Elizabet Di-
bicki, Dominic
West, Imelda
Staunton sem
túlkar Elísabetu
Bretadrottn-
ingu og og
Jonathan Pryce
sem leikur Fil-
lippus prins.
Leikararnir ungu Teddy Hawley og Senan West túlka syni Díönu, Harry
og eldri bróður hans Vilhjálm.
28 Lífið 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGURFréttablaðiðLíFið Fréttablaðið 11. nóvember 2022 FÖSTUDAGUR