Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1982, Síða 2

Símablaðið - 01.12.1982, Síða 2
Póstur og sími — Söludeild Frá Söludeild P.&S. Söludeild P.&S. opnuð 29. okt. s.l. Þorgeir ísfeld Jónsson í Söludeildinni sem er í Landssímahúsinu við Austurvöll, eru til sýnis og sölu öll símtæki sem P.&S. hefur á boðstólum auk telextækja, raðsímakerfa, símstöðva fyrir stærri fyrirtæki og ýmissa fylgihluta og hjálpartækja tengdum símnotkun. Þar fást einnig Modem-tæki sem notuð eru til tölvuvinnslu og ýmissa gagnasendinga með tölvutækni. I nýja verslunarhúsnæðinu verður einnig starfrækt sérstök viðgerðarþjónusta. Geta eigendur símtækja nú komið við og fengið allar minniháttar viðgerðir samstundis en óbreyttri þjónustu með heimsóknum viðgerðarmanna verður einnig haldið áfram. Með rekstri Söludeildarinnar hefur til muna verið bætt úr allri aðstöðu símnotenda til vals og kaupa á nýjum símtækjum um leið og öll ráðgjöf og aðstoð vegna flutnings símtækja er veitt á einum stað. Sérstök sýningartæki af hverri gerð eru tengd í versluninni svo unnt sé að reyna tækin og finna út hvað best hentar hverjum og einum. Oll símtæki í versluninni eru viðurkennd og þjónustuð af starfsmönnum Stofnunarinnar. Þau uppfylla ströngustu kröfur um öryggi, tóngæði og virkni í íslenska símakerfinu. Vara- hlutir eru ávallt fyrirliggjandi í þessi tæki, en P.&S. hefur hins vegar ekki aðstöðu til þess að annast viðhald þeirra tækja sem ekki eru seld af Stofnuninni. Verslunarstjóri Söludeildarinnar er Þorgeir ísfeld Jónsson. Símablaðið hitti Þorgeir að máii og spurði hann um viðskiptin. Það er greinilegt, sagði Þorgeir, að bæjarbúar kunna vel að meta þessa nýju þjónustu. Strax fyrsta daginn kom fjöldi fólks og síðan hefur verið nóg að gera. Þorgeir taldi að um 95% söl- unnar, bæði á tækjum og fylgihlutum, væri tilkomin vegna þessarar nýju þjónustu. Auk Þorgeirs, þá starfa í Söludeildinni tvær hálfdagsstúlkur, þær Erla Sigurðardóttir og Angela Baldvinsdóttir, en þær taka á móti pöntunum á nýjum símum. Forsíðan: Myndin er af skrautsíma, sem fæst í Söludeild P.&S. Þetta er eftirlíking af Ericsson síma frá 1892. Talfærið er á sökkli útbúnum takkavali.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.