Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1982, Side 11

Símablaðið - 01.12.1982, Side 11
Hvað segja símamenn um síðustu kjarasamninga? Þau Kristjana H. Guðmundsdóttir og Andrés Sveinsson úr ritnefnd Símablaðsins ræddu við símafólk úr hinum ýmsu deildum Stofnunarinnar, jafnt í Reykjavík sem utan hennar, til að heyra álit þeirra á síðustu kjarasamningum. Ekki var hér um vísindalega skoðanakönnun að ræða því að ýmsir þættir, svo sem starfsaldur, ráða hvað úr samningunum kemur fólki til góða strax. Það er t.d. ljóst að fólk með lágan starfsaldur fær lítið til að mæta þeirri kjararýrnun sem orðið hefur að undanförnu og úr hópi hinna aðspurðu voru fáir með mjög lágan starfs- aldur. Við gefum viðmælendum Símablaðsins orðið, en spurningin var þessi: Hvert er álit þitt á síðustu kjarasamningum? Bergþór Atlason. Loftskeytamaður, Símstöðin Siglufirði. Starfsaldur: 13 ár. Þessir kjarasamningar ein- kennast af því, að reynt er að halda gildi launa í stað, frekar en að bæta þau. Greinilegt er, að launþegar eru í varnarbar- áttu, en ekki í sókn. Ég er ekki ánægður með samning- ana, en sætti mig við þá. Sóley Sigurðardóttir. Talsímavörður, Símstöðin ísafirði. Starfsaldur: 12 ár. Það besta við samningana var að ná námsbrautinni inn, því að hún ætti að geta bætt hag allra talsímavarða í fram- tíðinni. En ég er mjög óánægð með það hversu lágt talsíma- verðir eru grunnraðaðir, eða í 7. lfl. Árni Jóhannsson. Fulltrúi, Skrifstofa Sím- stöðvarinnar í Reykjavík. Starfsaldur: 13 ár. Ég er ánægður með samn- ingana. Einkum þó starfsald- urshækkanirnar, orlofsleng- ingu, rétt foreldris til að vera heima vegna veikinda barna, en þó er ég sérstaklega ánægður með námsbrautina. SIMABl.ADIÐ 69

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.