Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 39

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 39
Þátttakendur í golfmóti símamanna. F.v. Ólafur Tómasson, Kristján Hákonarson, Sigurjón Hallbjörnsson, Þorsteinn Magnússon, Örn Sverrisson, Sverrir Norland, Hörður Bjarnason, Hermann Magnússon, Ragnar Helgason og Gunnar Hiibner. Mynd. Gyða Arnórsdóttir. Golfmót símamanna Fimmtudaginn 9. september s.l. voru mætt- ir tíu hressir sveinar á golfvelli á Hvaleyrar- holti, því nú skyldi haldið meistaramót síma- manna í golfi. Veðurhæð var mikil og því aðeins fært hraustum mönnum að hafa vald á golfspili. Ekki verður hægt að segja að neitt óvænt, umfram venju, hafi skeð, en allir luku við að spila 18 holur eins og til stóð. Úrslit urðu þau að Sigurjón Hallbjörnsson bar sigur úr býtum, bæði án forgjafar og með forgjöf, og ber því sæmdarheitin golfmeistari Landssímans og golfmeistari F.Í.S. 1982 og er þarmeð handhafi Landssímabikarins og F.Í.S. bikarins þetta ár. Þarna sannast enn einu sinni reglan „allt er fertugum fært“, en Sigurjón hefur iðkað golf í yfir 40 ár. Annars urðu úrslit þessi: Nöfn: Skor Skor með forgjöf Röð með forgjöf Sverrir Norland, gestur mótsins. 87 72 1—2 Sigurjón Hallbjörnsson . 90 72 1 —2 Þorsteinn Magnússon ... 91 79 5 — 6 Ólafur Tómasson 93 79 5 — 6 Hermann Magnússon ... 97 86 8 Kristján Hakonarson ... 99 76 3—4 Gunnar Hubner . 100 76 3—4 Hörður Bjarnason . 103 85 7 Ragnar Helgason . 107 90 9 Örn Sveinsson . 121 97 10 Eins og sést á þessari upptalningu, eru þátt- takendur víðsvegar frá af landinu og sumir langt að komnir. Ég vil að lokum hvetja alla þá sem eitthvað hafa iðkað golf að taka þátt í þessum keppnum, sér og öðrum til skemmt- unar. Höröur Bjarnason SÍMABLAÐIÐ 97

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.