Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 23

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 23
Viðtal við: Fulltrúa símvirkja í starfsréttindanefnd Halldór Lárusson Hér á eftir er birt stutl viðtal við Halldór Lárusson, en hann var skipaður fulltrúi símvirkja í starfsréttindanefnd snemma á þessu ári. Síðan hefur hann verið að vinna að því að safna upplýsingum um þá sem hafa lokið námi í símvirkjun. í því sambandi fengust eftirfarandi upplýsingar í samtali við Halldór: Hvernig fá núverandi símvirkjar og sím- virkjameistarar rafeindavirkja- og meistara- réttindi? H. Lár — Allir sem lokið hafa símvirkja- og meistaranámi fá sveinsbréf og meistarabréf sem spanna yfir öll svið rafeindavirkjunar. Nú má ætla að um það bil 300 símvirkjar og símvirkjameistarar séu hér á landi. Hvernig gengur að hafa upp á þessum mönnum? H. Lár — Unnið hefur verið að því að gera félagatal yfir alla þá sem lokið hafa námi. Þeir fá síðan bréf frá Menntamálaráðuneyt- inu um að þeim sé heimilt að leysa út sveins- eða meistarabréf í rafeindavirkjun hjá við- komandi lögregluyfirvöldum (lögreglustjóri, fógeti eða sýslumaður). Hverjir eru í starfsréttindanefnd? H. Lár — Fulltrúar sveinafélags útvarpsvirkja, meistarafélags útvarpsvirkja, félags skriftvéla- virkja, sveinafélags rafeindavirkja og sím- virkja. Einnig situr í nefndinni fulltrúi Pósts og síma. Nefnd þessara aðila mun fjalla um hvern einasta einstakling áður en erindi verður sent til Menntamálaráðuneytisins. Hvenær má búast við að sveins- og meist- arabréf verði tilbúin til afgreiðslu? H. Lár — í upphafi næsta árs. Er eitthvað fleira í gangi varðandi rafeinda- virkja? H. Lár — Já, það verður skipuð þriggja manna nefnd sem mun móta menntunarbraut rafeindavirkja í framtíðinni. Skv. lögum mega ekki sitja fleiri en þrír aðilar í þessari nefnd en líklega mun verða skipuð fjölmennari und- irnefnd vegna fjölda þeirra starfsgreina er stendur að rafeindavirkjun. Eitt aðalstarf þessarar nefndar verður að fjalla um álit smá- straumsnefndar — oft nefnt bláa bókin — og sjá til þess að það sem samkomulag verður um komi til framkvæmda. Og í framhaldi af þessu vil ég geta þess að ef vel tekst til að móta fagfélag mun það verða hornsteinninn að félagslegri og launalegri stöðu í framtíðinni. Þorsteinn Óskarsson Halldór Lárusson er símvirkjaverkstjóri II í Hússtöðvadeild. Hann hóf störf hjá P.& S. 1. 9. 1962. SIMABLAÐIÐ 81

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.