Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1982, Page 40

Símablaðið - 01.12.1982, Page 40
r A ári aldraðra -----1982------ Nú á ári aldraðra hefur verið vakin athygli á málefnum þeirra og þeim gerð nokkur skil. Haldnar hafa verið ráðstefnur þar sem kynnt hafa verið hin ýmsu málefni sem varða þenn- an þjóðfélagshóp. Þann þriðja september s.l. var haldin ráð- stefna á vegum heilbrigðis- og tryggingaráðu- neytisins. Nefndist hún „Ellin og undirbún- ingur hennar“. Ráðstefnunni var skipt í tvennt og nefndist fyrri hlutinn „Nýting frítímans“ og síðari hlutinn „Heilsurækt“. Ráðstefnuna sátu 2 fulltrúar frá Eftirlaunadeild F.Í.S., þær Þóra Timmermann og Guðrún Möller. Þá var haldin Námsstefna á vegum Áa- nefndar og Heilbrigðisráðuneytisins, þar sem fjallað var um tryggingamál, hjúkrun aldr- aðra, bæði andlega og líkamlega, fjölmiðla og aldraða og síðast en ekki síst ýmiskonar réttindi lífeyrisþega. Þessa ráðstefnu sátu af hálfu F.Í.S., Þóra Timmermann, Inga Jóhann- esdóttir, Lárus Ástbjörnsson, Svava Brands- dóttir og Ragnhildur Guðmundsdóttir. Á báðum þessum ráðstefnum var lögð rík áhersla á mikilvægi þátttöku í félagsstörfum og að félagsleg samvera er öllum nauðsynleg, jafnt öldnum sem ungum. Þá var lögð áhersla á hve líkamsrækt, holl og góð hreyfing er mikilvæg og fyrirbyggjandi gagnvart ýmsum sjúkdómum og kvillum. Nú vaknar sú spurning hvað er að vera ald- inn og hvað er elli, hvað tekur við þegar aldur færist yfir og hvernig á að bregðast við þeim aðstæðum sem skapast við hin ýmsu aldurs- skeið? Eftir því sem árin líða mætum við ýmsu, sem við höfum ekki staðið frammi fyrir áður, við hættum launavinnu og missum að miklu leyti eða öllu samband við starfsfélaga og fjárhagurinn breytist. Ekki eru þó allir aldr- aðir eins, einstaklingar eru ólíkir og hafa mis- munandi þarfir. Margir njóta góðrar heilsu langt fram eftir æfi og geta tekið þátt í því sem er að gerast og notið samvista við ætt- ingja og vini og verið í sínu gamla umhverfi. Aðrir eldast ver, verða sjúklingar með þeim breytingum sem það hefir í för með sér og þurfa oft að dveljast langdvölum á sjúkrahús- um eða öðrum stofnunum. í heilbrigðisskýrslu frá landlæknisembætt- inu segir að hlutfall aldraðra á íslandi hafi hækkað töluvert á þessari öld. Árið 1920 voru íbúar 70 ára og eldri 4.3°7o þjóðarinnar, en árið 1980 var þetta hlutfall orðið 6,8%. Þá hefur komið í ljós að þjóðfélagslegar breytingar 20. aldar hafa haft áhrif á félags- lega stöðu aldraðra hér á landi. Margir þættir frá fyrri tímum sem veittu eldra fólki stuðning í lífsbaráttu þess, eru ekki lengur til staðar á sama hátt og áður. Atvinnuþátttaka kvenna, sem hefur aukist úr 30% í um 70% á árunum milli 1960 og 1980, hefur haft áhrif á aðstæður eldra fólks, það býr nú útaf fyrir sig í rikara mæli en áður, í stað þess að búa hjá vinum og ættingjum eins og algengt var meðan hús- móðirin var til staðar á heimilinu allan daginn. Við þessar breytingar á heimilishögum, þarf aldrað fólk frekar á utanaðkomandi þjónustu að halda. Mörg sveitarfélög hafa haft forgöngu um að koma á fót félagsstarfi fyrir aldraða þar sem fólk getur notið samvista við vini og kunn- ingja, þar eru einnig gefnar upplýsingar um hvert beri að leita þegar á þarf að halda og hvar eigi helst að bera niður við hinar ýmsu aðstæður. D ,. Texti: Ragnhildur Guðmundsdóttir 98 SIMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.