Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 10

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 10
Að loknum samningum: Helstu breytingar Helstu breytingar sem hinn nýi sérkjarasamningur felur í sér frá fyrri samn- ingi eru þessar: 1. Tæknimenn, stöðvarstjórar og nokkur önnur starfsheiti hækka um einn launaflokk frá gildistöku samningsins. 2. Aðrir starfsmenn svo sem skrifstofumenn og talsímaverðir hækka um einn launaflokk við 6 ára starfsaldur. 3. Allir starfsmenn hækka um einn launaflokk við 9 ára starfsaldur. 4. Framhaldsstig línumanna, símritara og símvirkja styttist úr 3 árum í 2 ár. 5. Námsbraut fyrir simaafgreiðslu- og skrifstofumenn verður tekin upp við Póst- og síma- skólann haustið 1983. Um kjör þeirra, sem ljúka námi úr þessari námsbraut verði samið viðF.Í.S. 6. Athugun fari fram á starfsréttindum línumanna og simsmiða. 7. Endurskoðað verði punktakerfi stöðvarstjóra með hliðsjón af nýjum tillögum félagsins. 8. Yfirlýst er af hálfu stofnunarinnar að hún muni kappkosta að veita tæknimönnum sínum, sem víðtækasta möguleika til endurmenntunar. Það skal sérstaklega undirstrikað að starfsaldurshækkanir, svo sem eftir 6 ár í þeim starfs- heitum sem það á við og 9 ár til allra, gildir að sjálfsögðu fyrir alla þá sem hafa þann starfs- aldur eða lengri. Áfram er í gildi sú regla í aðalkjarasamningi að starfsmenn í starfsheitum sem grunnröðuð eru í 6—10 lfl. hækka um einn launaflokk eftir 4 ára starf, einnig reglan um flokkshækkanir til allra eftir 13 ára starf og nú ný regla um flokkshækkun við 18 ára starfsaldur sem tekur gildi 1. mars 1983. Þá gildir einnig áfram það ákvæði sem samið var um á s.l. vori að talsímavörður 1 verður talsímavörður 2 við 10 ára starfsaldur og hækkar við það um einn launaflokk. Til frekari skýringa skal tekið eftirfarandi dæmi af talsímaverði 1 Byrjunarflokkur........ 7. lfl. Talsímavörður 1 Eftir 4 ára starf........ 8. lfl. Talsímavörður 1 Eftir 6 ára starf........ 9. lfl. Talsímavörður 1 Eftir 9 ára starf....... 10. lfl. Talsímavörður 1 Eftir 10 ára starf..... ll.lfl. Talsímavörður 2 Eftir 13 ára starf...... 12. lfl. Talsímavörður 2 Eftir 18 ára starf...... 13. lfl. Talsímavörður 2 Frá 1/3 1983. Símablaðið hvetur símafólk og þá ekki síst eftirlaunafólk, að fylgjast vel með því að það fái greidd laun eftir réttum launaflokki, samkvæmt gildandi samningum. Þá má benda símafólki á, að ef það er í vafa með eitthvert atriði, þá getur það snúið sér til skrifstofu F.I.S. 68 SÍMABLAÐIÐ

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.