Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 31

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 31
Miimmgargrein Júlíus Pálsson Júlíus Pálsson lést 15. ágúst 1982. Júlíus var fæddur á Djúpavogi, 3. október 1903. Foreldrar hans voru: Páll Gíslason, síð- ar faktor á Fáskrúðsfirði og kona hans Stef- anía Guðmundsdóttir frá Vopnafirði. Júlíus stundaði nám í Verslunarskóla íslands árin 1920 til 1922. Hann réðst til Landssímans árið 1922 og vann þar á verkstæði þar til í febrúar 1926, en þá fór hann til Bandaríkjanna og vann þar fyrstu árin hjá símafélaginu Western Electric og stundaði jafnframt nám í kvöld- skóla félagsins í tvö ár. Júlíus vann þar aðallega við uppsetningu sjálfvirkra símstöðva og var á stöðugu ferða- lagi um miðríkin í stórum vinnuflokkum. Síð- an vann hann að mestu í verksmiðjum Hjartar Thordarson, hins víðkunna íslenska raf- magnsfræðings í Chicago. Árið 1935 kom Júlíus heim aftur og gekk á ný í þjónustu Landssímans, fyrst við Talsamb- andið við útlönd, en síðan við Sjálfvirku stöð- ina. Hann var ráðinn símvirki 1937 og sím- virkjameistari árið 1966. Hann lét af störfum 1970 vegna veikinda. Júlíus var áhugasamur félagsmaður í F.Í.S., hann átti um skeið sæti í stjórn félagsins og var árum saman í skemmti- nefnd félagsins og þá oft sem formaður. Júlíus var auglýsingastjóri Símablaðsins í fjölda mörg ár og sýndi blaðinu jafnan mikla ræktarsemi. Júlíus giftist Agnesi Kragh árið 1936. Börn þeirra eru, Hanna Fríða, Páll og Hans Kragh. ÞAKKIR: Ég sendi starfsfólki Pósts og síma kærar þakkir fyrir gjafir og heillaóskir á fimmtugsafmæli mínu 18. maí s.l. Gunnar Ágústsson Hjartans þakkir til starfsfólks Pósts og síma fyrir gjafir og góðar óskir á sjötugs afmæli mínu 22. júlí s.l. Þakka gott samstarf á liðnum árum. Kjartan Sveinsson Mínar bestu þakkir sendi ég öllu starfsfólki Pósts og síma, sem glöddu mig með gjöfum og heillaóskum á 70 ára afmæli mínu 4. júlí síðastliðinn. Lifið heil. Guðmundur Bj. Bjarnason Ég sendi starfsfólki Pósts og síma þakkir fyrir auðsýnda vináttu á fimmtugsafmæli mínu þann 11. september s.l. Stefán Þórhallsson SÍMABLAÐIÐ 89

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.