Símablaðið

Árgangur
Aðalrit:

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 14

Símablaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 14
Ásthildur Torfadóttir. Starfar hjá aðalbókhaldi. Starfsaldur: 5 ár. Aðalkjarasamningurinn var út í hött. Almennar grunn- kaupshækkanir hefðu mátt vera meiri svo að yngra fólk- ið fengi eitthvað og til að ná opinberum starfsmönnum upp úr þeirri lægð sem þeir eru í miðað við aðra. Sér- kjarasamningurinn er auðvit- að öðru vísi hugsaður og eru starfsaldurshækkanir góðir punktar. í heild fæ ég engar kjarabætur fyrir daginn í dag en það er auðvitað það sem maður hugsar um þegar endar ná ekki saman. Ásta Jónsdóttir. Starfar hjá tölvuskráninga- deild Símstöðvarinnar í Reykjavík. Starfsaldur: 5 ár. Samningarnir voru ómögu- legir. Aðalkjarasamningurinn var lélegur að því leiti að hann 72 SÍMABLAÐIÐ minnkaði ekkert það launabil sem er á milli opinberra starfs- manna og fólks annars staðar á vinnumarkaðnum og yngra fólkið fær litlar bætur fyrir orðna kjaraskerðingu. Sér- kjarasamningurinn var öllu skárri. Starfsaldurshækkan- irnar voru að sjálfsögðu já- kvæðar þó að yngsta starfs- fólkið njóti ekki góðs af strax og sama er að segja um náms- braut fyrir afgreiðslu- og skrifstofufólk. Loforð um að kjör fólks við tölvuskráningu hjá ríkinu verði bætt er nokk- uð sem ég treysti ekki á. Ég óttast að það mál lendi í frysti- kistunni. Jóhanna Sturlaugsdóttir. Skrifstofumaður í Hagdeild. Starfsaldur: 5 ár. í heild voru samningarnir ágætir. Starfsaldurshækkan- irnar í báðum samningunum voru spor í rétta átt og lenging orlofs og námsbraut fyrir símaafgreiðslu- og skrifstofu- fólk voru mjög jákvæðir punktar. Aðalkjarasamning- urinn var svo sem ekki mikið til að tala um. Hann var svip- aðu þeim sem almennt voru gerðir á árinu og var ekki við miklu að búast. Engin starfs- aldurshækkun kemur mér til góða núna en ég er ánægð með að nú hækka laun fólks örar með auknum starfsaldri. Lúðvík Jóhann Óskarsson. Símsmiður, Mælaborð Símstöðvarinnar í Reykjavík. STARFSALDUR: 6 ár. Mér virðist sú launahækk- un sem ég fékk samkvæmt síðustu samningum, sé nú þegar komin út í verðbólguna. Ég er kannski frekar svart- sýnn á útlitið, vegna þess að ég stend í íbúðarkaupum, en mánaðarlaun mín sem eru kr. 10.400,- nægja ekki fyrir afborgunum af íbúðinni né öðrum greiðslum. Það sem bjargar mér er, að ég hefi tölu- verða aukavinnu og konan mín vinnur úti. Hulda Tómasdóttir. Talsímavörður, Símstöðin Sauðárkróki. Starfsaldur: 19 ár. Við talsímaverðir fengum ekki mikla leiðréttingu í þess- um samningum og stöndum

x

Símablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.